Skýrslur

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 062‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Meginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingar heilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunar benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐  og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐  og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

The main aim of the R&D project „Superchilled round fish – pre‐rigor“, which was initiated in July 2011, was to investigate if superchilled processing of whole fish on‐board fishing ships could increase the product quality and prolong storage life. The appropriate temperature‐  and time‐settings for the superchilling equipment was studied in four cooling trials and the best settings applied when preparing samples for a storage life study. The results from the storage life study indicate that superchilled processing of whole cod can extend storage life by two days. However, differences in sensory scores between the fillet groups were small. Storage life was estimated between 16 and 18 days which is quite long storage life for cod fillets. However, the group with superchilled fillets from superchilled whole fish seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillet groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) should be performed. The results obtained in this study show that CFD modelling of fluid flow and heat transfer is a realistic and functional tool to simulate superchilling of whole fish in a CBC‐cooler. In future work CFD‐modelling can be used to determine optimal values for parameters such as holding time, chilling temperature and air velocity. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Byggðastofnun

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Í verkefninu er tölvuvætt varma‐  og straumfræðilíkan af geymslutönkum uppsjávarafla smíðað. Inntak líkansins er tímaháður umhverfishiti sem aftur skilar hitastigsdreifingu þeirrar blöndu uppsjávarafla og sjós sem geymd er í tönkunum. Það líkan er svo samtvinnað gæðaspálíkani sem segir til um þróun skemmdareinkennandi efna svo sem TMA og NH3 út frá þeirri hitastigssögu sem fæst úr varmafræðilíkaninu. Meginafrakstur verkefnisins er þróun og beiting tækni sem gerir það mögulegt að spá fyrir um skemmdaferla uppsjávarafla við gefna umhverfishitasögu. Sú tækni gæti reynst gríðarlega notadrjúg í meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla.   Samstarfsfyrirtæki í verkefninu eru Síldarvinnslan, Skinney‐ Þinganes og HB Grandi.

In this project a thermodynamic model of storage tanks used for cooling and storage of pelagic species is constructed. The input for the model is transient ambient temperature, which gives the temperature and velocity distribution in the mixture of pelagic species and seawater. This model is then coupled with a quality forecast model, which predicts the development of spoilage indicators such as TMA and NH3 from the temperature time series which are retrieved from the thermodynamic model. The main result of the project was the development and application of a technique which makes it possible to predict the spoilage of pelagic species given only ambient temperature history. This could prove immensely useful in the management and processing of pelagic species. The following companies take part in this project: Síldarvinnslan, Skinney‐Þinganes and HB Grandi.

Skoða skýrslu
IS