Skýrslur

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Kristín Valtýsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla ‐ varmafræðileg hermun vinnslu‐ og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1‐1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. 

The main aim of the research project Hermun kæliferla – Thermal modelling of processing and transport of fresh fish, which was launched in June 2008, was to improve technology and practices used for fish processing and transport by means of analysis of chill chains, experiments and computational modelling. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of fresh fish fillets packaged in boxes, which can be used to predict product temperature evolution as a function of variable ambient temperature. Numerical heat transfer models were used to optimise the design of 3, 5 and 7‐kg expanded polystyrene boxes manufactured by Promens Tempra with the aim of minimising the maximum fish temperature in boxes under thermal load.  Improved thermal protection of the new box design was confirmed in different experiments, both with regard to lesser product temperature variations and prolonged freshness period and storage life of products. The results from another storage study suggest that the storage life of fresh fish products in a corner box can be more than 1‐1.5 days shorter than in the centre boxes of a full size pallet stack in a real air transport chain, depending on the level of ambient thermal load. Environmental and product temperatures were mapped in different chill chains with special emphasis laid on precooling during processing and temperature distribution in reefer containers of different types and loading patterns. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Lárus Þorvaldsson, Sveinn Víkingur Árnason, Sigurjón Arason, Kristín Líf Valtýsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Leiðbeiningar um kælingu á ferskum fiski  lýsa áhrifamestu kæliaðferðum á öllum stigum kælikeðjunnar með  áherslu á hvítan fisk. Lýst er hvernig eigi að besta kælingu og viðhalda hitastigi til þess að hámarka gæði og öryggi afurða og minnka kostnað og orkunotkun. Í skýrslunni eru bakgrunnsupplýsingar fyrir leiðbeiningar i upplýsingaveituna Kæligátt á heimasíðu Matís sem settar eru fram á notendavænan hátt   á íslensku www.kaeligatt.is og ensku www.chillfish.net. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir sjómenn, framleiðendur, flutningsaðila og aðra aðila virðiskeðjunnar. Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið innan rannsóknaverkefna eins og Chill‐on, Hermun kæliferla og Kælibótar.  Helstu kaflar fjalla um kælingu um borð, í vinnslu, við pökkun, flutning og geymslu á fiski.

The overall aim of the optimised chilling protocols is to describe the most effective chilling methods for any stage in the food supply chain with emphasis on whitefish. This comprises optimisation of the whole chain for lowering and maintaining low temperature with the aim of maximising quality and safety of the products and minimising costs and energy use. This report is the background for the protocols and guidelines published with open access at Matís website in Icelandic and English in a user‐friendly way: www.chillfish.net. These are protocols to follow aimed for the use of fishermen, manufacturers, transporters and other stakeholders in the fisheries chain. The information is divided into subchapters of different links in the chain. How to chill fish on‐board, during processing, packaging, transport and    storage are the main chapters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Líf Valtýsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Hélène L. Lauzon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R-037 08), Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research (081304508), University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Tilgangur leiðbeininganna er að aðstoða við val á milli mismunandi aðferða við forkælingu ferskra fiskafurða ásamt því að aðstoða við val á pakkningum með tilliti til hitaálags sem varan verður fyrir á leið sinni frá framleiðanda til kaupanda. Fjallað er um eftirfarandi forkælingaraðferðir: vökvakælingu, krapaískælingu og roðkælingu (CBC, snerti- og blásturskælingu). Einnig er fjallað um meðferð afurða á meðan vinnslu stendur og áhrif mismunandi kælimiðla á hitastýringu, gæði og geymsluþol flaka áður en vörunni er pakkað. Leiðbeiningarnar taka mið af vinnslu á mögrum hvítfiski, s.s. þorski og ýsu. Niðurstöður rannsókna sýna að vel útfærð forkæling fyrir pökkun getur skilað 3 – 5 dögum lengra geymsluþoli m.v. enga forkælingu fyrir pökkun. Ófullnægjandi vökvaskipti við vökvakælingu með tilheyrandi krossmengun geta þó gert jákvæð áhrif forkælingarinnar að engu. Íslenskir ferskfiskframleiðendur notast einkum við frauðplastkassa (EPS, expanded polystyrene) og bylgjuplastkassa (CP, corrugated plastic) til útflutnings á ferskum flökum og flakabitum. Hér er því eingöngu fjallað um fyrrgreindar pakkningagerðir. Niðurstaðan er sú að ef hitastýring er ófullnægjandi og hitasveiflur miklar er æskilegt að nota frauðplastkassa sem veita betri varmaeinangrun en bylgjuplastkassar.

The aim of the guidelines is to provide and assist with choice of different precooling techniques for fresh fish fillets as well as assist with choice of packaging with respect to thermal abuse, which the product experiences during transport and storage from processor to customer. The following precooling techniques are discussed; liquid cooling (LC), slurry ice cooling (SIC) and combined blast and contact cooling (CBCC). In addition, the following is discussed; handling during processing and the effect of applying different cooling media before packaging on temperature control, quality and shelf life of fresh fillets. The guidelines are designed with lean white fish muscle in mind, such as cod and haddock. The results reveal that efficient precooling before packaging can prolong shelf life up to 3 to 5 days compared to no precooling before packaging. If the liquid exchange in the liquid cooler’s circulation system is insufficient, cross-contamination can diminish the positive effects of precooling. Icelandic fresh fish processors mainly use expanded polystyrene (EPS) and corrugated plastic (CP) boxes for export of fresh fish fillets. The guidelines are therefore only focused on the above-mentioned packaging types. The conclusion is that if temperature control is unsatisfactory and temperature fluctuations are great, then expanded polystyrene boxes are the preferred alternative because they provide better insulation.

Skoða skýrslu
IS