Skýrslur

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Útgefið:

21/11/2017

Höfundar:

Birgir Örn Smárason, Íris Mýrdal Kristinsdóttir, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

Snæfellsnesbær, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Greining lífhagkerfis Snæfellsness – Áhrif nýsköpunar og uppgötvana / Bioeconomy Assessment – The Impact of Innovation and Discoveries

Markmið verkefnisins er að styrkja þekkingargrundvöll vistvænnar þróunar og stuðla þar með að bættri nýtingu hráefna úr lífríkinu á og við Snæfellsnes með aukna sjálfbæra verðmætasköpun, einkum m.t.t. næringarefna og þarfar til fóðrunar fiska, að leiðarljósi. Verkefnið var unnið með stuðningi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar. Verkefnið var greint í fjóra verkþætti. Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til þess að mikilvægustu forsendur fyrir nýtingu frumkvöðla á náttúrauðlindum komi til af þekkingu á umhverfinu, áhrifum af staðsetningu þeirra, þekkingu á ákveðnum svæðum og möguleikum þess, auk kunnáttu viðkomandi frumkvöðuls. Hvatinn er afleiðing utanaðkomandi þátta eins og verðmætasköpunar, vöruþróunar, ástríðu fyrir hreinni framleiðslu og minni sóun, ásamt áhuga á sjálfbærri, lífrænni framleiðslu. Reglugerðir reynast bæði vera hvati og hindrun fyrir frumkvöðla þar sem þær vel útfærðu og ströngu virka vel en aðrar sem ekki eru jafn vel ígrundaðar standa í vegi fyrir sjálfbærum aðgerðum. Sjóðir og styrkir spila ekki stór hlutverk í nýtingu tækifæra, hins vegar treysta frumkvöðlarnir á eigið fjármagn, þeir þróa vörur sínar hægt og nýta úrræði frá fyrri framleiðslu og þróun.

The aim of the project is to strengthen the knowledge base of ecological development and thereby support the improved utilization of raw materials in and around Snæfellsnes with increased sustainable value creation, especially regarding nutrients and feeding farmed fish as a guiding principle. The project was carried out with the support of the municipalities in Snæfellsnes, Snæfellsbær, Grundafjörður and Stykkishólmsbær. The project was described and separated into four work packages. The results of this research indicate, among other things, that the most important prerequisites for the use of natural resources by entrepreneurs are the knowledge of the environment, the effects of their location, the knowledge on specific areas and their possibilities, as well as the skills of the relevant entrepreneur. The motivation is the result of external factors such as value creation, product development, passion for cleaner production and less waste, along with an interest in sustainable organic production. Regulations are both incentives and obstacles to entrepreneurs, where the well-executed and strict regulations work well but others that are less well-founded stand in the way of sustainable operations. Funds and grants do not play a major role in the utilization of opportunities, on the other hand, the entrepreneurs trust on their own financial resources, they slowly develop their products and make use of resources from previous production and development.

Skoða skýrslu
IS