Skýrslur

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Útgefið:

05/09/2016

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Sæmundur Elíasson, Birgir Örn Smárason, Jón Örn Pálsson, Sölvi Sólbergsson

Styrkt af:

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Aukahráefni frá laxeldi – möguleg nýting og virðisauki

Með auknu laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum eykst einnig það magn af fiski sem drepst á eldistímanum og þar sem ekki má nota slíkt hráefni sem fóður fyrir önnur dýr en loðdýr er það allt urðað. Í stað urðunar má hugsanlega nota þetta hráefni til lífgasframleiðslu og lífgasið síðan notað til orkuframleiðslu. Mikið magn af dauðfiski mun falla til á svæðinu á næstu árum og því brýnt að finna ásættanlega lausn með tilliti til áhrifa á umhverfi og loftslag. Í verkefninu voru allir hráefnisstraumar á sunnanverðum Vestfjörðum greindir með tilliti til lífgasframleiðslu auk þess sem skoðaðir voru mögulegir staðir fyrir lífgasver og flutningsleiðir hráefnis rýndar. Í ljós kom að til að unnt sé að starfrækja lífgasver með dauðfisk sem aðalhráefni þarf að finna kolefnisríkt hráefni til íblöndunar til að niðurbrotslífverur þær sem brjóta niður hráefnið geti sinnt sínu hlutverki. Kolefni fæst meðal annars úr byggi og grænmeti.

As the salmon farming in Westfjords increases the problem of dead fish and how to dispose of it increases as well. One of the solutions is to use the dead fish to produce biogas. In order to be able to produce biogas it is necessary to find resources that are high in carbon to blend with the fish. At the moment no resources of high carbon are available in the Westfjords.

Skoða skýrslu
IS