Matvælaöryggi

Matvælaöryggi

MATÍS starfrækir rannsóknastofu þar sem gerðar eru mælingar á þeim örverum (bakteríum (gerlum), sveppum o.fl.) sem spilla gæðum, stytta geymsluþol eða valda matarsjúkdómum.

Þú getur fengið ráðgjöf hjá sérfræðingum í örverurannsóknum.

Geymsluþol er líka hægt að ákvarða með mælingum á örverum. Stundum eru örverur ekki vandamálið heldur skiptir meira máli að kanna hvernig bragð og aðrir skynrænir þættir breytast með tíma. Þá geta sérfræðingar MATÍS í skynmati orðið þér að liði.

Frekari upplýsingar um örverumælingar getur þú fundið hér.

Vantar þig ráðgjöf varðandi örverumælingar og matvælaöryggi?