Fyrstu skrefin

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Ertu með áhugaverða hugmynd?

Matís leiðbeinir þér yfir fyrstu hjallana. Vandaður undirbúningur sparar þér vinnu og fyrirhöfn og eykur líkur á árangri.

Í upphafi þarf að vinna að leyfismálum í samstarfi við heilbrigðiseftirlit á þínu svæði og Matvælastofnun (MAST). Við mælum með að þú kynnir þér efni um Leyfi eða skráningu og Góða starfshætti á vef MAST.

MATÍS og MAST er oft ruglað saman. MATÍS er rannsókna- og þróunarfyrirtæki og hefur ekki beint hlutverk við eftirlit. MATÍS framkvæmir hins vegar ýmsar mælingar að beiðni eftirlitsaðila sem eiga niðurstöðurnar. Eftirlitið er í höndum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar (MAST).

Gæðamálin þarf að taka föstum tökum og byggja þarf upp innra eftirlit í samræmi við umfang og rekstur.

Gæðahandbók þarf að vera til staðar. Matís getur aðstoðað þig við að byggja hana upp.

Mikilvægt er að vanda verklag við vöruþróun.

Við getum aðstoðað þig við að láta þína hugmynd verða að veruleika.