Viðburðir

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Um þessar mundir fer fram fundaröð í kjölfar ársfundar Matís til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi fyrirtækisins sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

Þann 14. maí síðastliðinn fór fram fundur þar sem fjallað var um kolefnisspor botnfiskafurða og aðlögun sjávarútvegsins að loftslagsbreytingum. Fundurinn var vel sóttur og komu þar saman aðilar frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, auk starfsfólks Matís til að ræða málefnið.

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér að neðan:

Þann 18. maí var aðilum í fiskeldi boðið til samtals um rannsóknir og nýsköpun fyrir fiskeldi til framtíðar á opnum morgunfundi. Upttöku af fundinum má sjá hér að neðan.

19. maí var var haldinn fundur um stöðu uppsjávarvinnslu, stoðu hennar í dag og helstu áskoranir framtíðarinnar í greininni. Upptaka af fundinum er aðgengileg hér:

Þann 20 maí var aðilum í grænmetisrækt boðið til samtals á opnum fundi um virðiskeðju grænmetis og ýmis tengd efni. Afar líflegar upræður sköpuðust í lok fundar. Upptöku af fundinum má nálgast hér:

Í næstu viku verða opnir fundir um fleiri áhersluþætti í starfsemi Matís haldnir og áfram verður leitast við að fá sjónarmið tengdra aðila inn í umræðuna. Dagskrá fundarraðarinnar fyrir næstu viku ásamt nánari upplýsingum um hvern fund má finna hér að neðan.

26. maí kl. 9:00: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

26. maí kl. 10:00: Mjólkurvörur í nútíð og framtíð

27. maí kl. 9:00: Líftækni og lífefni

27. maí: Sprotar og vöruþróun – Matís og Nýsköpunarvikan leiða saman hesta sína – nánari upplýsingar um það á vefsíðu Matís og á facebook þegar nær dregur!

Upptöku frá ársfundi Matís 2021 má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Nýsköpun og verðmætaaukning í matvælaframleiðslu um land allt.

IS