Meginmarkmið EnRichMar var að auka virði tilbúinna matvæla með lífvirkum efnum sem framleidd eru úr aukafurðum eða lítt nýttu hráefni úr hafinu.
Notkun ómega-3 og lífvirkra efna úr þörungum í matvælum gæti stuðlað að jákvæðum heilsufarslegum áhrifum við neyslu og stöðugleika matvælanna.
Í verkefninu voru annarsvegar þróaðir sjávarréttir, mjólkur- og kornvörur auðgaðar með ómega-3 og áhrif neyslu slíkra afurða á geð- og heilastarfsemi rannsökuð og hinsvegar slíkar vörur auðgaðar með lífvirku efni úr þörungum og áhrif neyslu þeirra matvara á bólgu- og oxunarálag sem og sykursýki rannsökuð.