Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM)

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hvernig nota ég ÍSGEM gagnagrunninn á vefsíðu Matís?

  • Þú hefur tvo möguleika til að skoða gögn úr ÍSGEM gagnagrunninum:
    • Leit í ÍSGEM. Þú smellir á leitina og getur svo skrifað heiti á fæðutegund sem þú vilt skoða. Listi birtist yfir næringarefnin og magn þeirra fyrir valda fæðutegund. Allar töflur sýna innihald í 100 grömmum af ætum hluta. Númer heimildar er gefið fyrir hvert efni.
    • Næringarefnatöflur. Hér eru birtar töflur fyrir hvern fæðuflokk (grænmeti, korn, kjöt o.s.frv.). Fæðutegundunum er raðað í stafrófsröð og því er auðvelt að bera saman fæðutegundir. Hver fæðutegund fær eina línu, fyrst kemur tafla sem sýnir orkuefnin og næsta tafla fyrir neðan sýnir vítamín og steinefni í sömu fæðutegundum. Færri fæðutegundir og næringarefni eru í töflunum en í Leitinni og því gæti verið að þú þyrftir meiri upplýsingar sem hægt er að finna með Leitinni í ÍSGEM.
  • ÍSGEM gagnagrunnurinn sjálfur er á öruggum stað bak við eldveggi. Örfáir starfsmenn Matís hafa aðgang. Fyrir leit í ÍSGEM er tekið afrit af frumgrunninum og gert aðgengilegt á vefsíðu Matís. Nýjar uppfærslur geta komið inn í leitina og næringarefnatöflurnar á mismunandi tímum svo hugsanlegt er að misræmi sé á þessum tveimur birtingarmyndum.
  • Hægt er að velja skýringar hér að ofan. Þar er hægt að finna skilgreiningar á næringarefnunum o. fl. 
  • Allar ábendingar eru vel þegnar. Vinsamlega sendið þær í tölvupósti til Ólafs Reykdal (olafurr@matis.is) og Eydísar Ylfu Erlendsdóttur (eydisylfa@matis.is).

IS