Markmiðið verkefnisins er að fullvinna verðmæt efni, s.s. astaxanthín, kítín, fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur og fitualkahól úr rauðátu sem berst til lands sem aukahráefni eða meðafli frá uppsjávarfisksveiðum. Nýstárlegar vinnsluaðferðir verða prófaðar og frumgerðir að þremur hágæða afurðum verða þróaðar úr rauðátunni.
Vöruþróun hágæða afurða úr rauðátu
- Dagsetning færslu 05/02/2024
Heiti verkefnis: Vöruþróun hágæða afurða úr rauðátu
Samstarfsaðilar: Síldarvinnslan og Háskóli Íslands
Rannsóknasjóður: Matvælasjóður
Upphafsár: 2020
Þjónustuflokkur:
uppsjavarfiskur