Fréttir

Getur þang haft jákvæð áhrif á blóðsykur? Viltu taka þátt til auka þekkingu?

Rannsóknarstofa í Öldrunarfræðum, Landakoti 5L og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands óskar eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

  • Þátttakendur þurfa að vera heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar, 40 ára og eldri.  Þátttakendur með líkamsþyngdarstuðul 30 kg/m2 eða hærri geta tekið þátt (sjá töflu með útreiknuðum líkamsþyngdarstuðli hér að neðan). Þátttakendur sem stunda reglulega hreyfingu eru útilokaðir frá þátttöku sem og þungaðar konur eða konur með barn á brjósti.
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif mismunandi skammtastærða af blöðruþangsútdrætti á skammtíma blóðsykur hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum.
  • Þátttaka í rannsókninni felst í því að mæta þrisvar sinnum í tvo og hálfa tíma í blóðsykurpróf og líkamsmælingar. Þátttakendur munu fá mismunandi skammta af blöðruþangsútdrætti ásamt 50 g af kolvetnum í hverri komu. Framkvæmdar verða mælingar á líkamssamsetningu, hæð og þyngd. Auk þess verða þátttakendur beðnir um að upplýsa um almennt heilsufar.
  • Blöðruþang (Fucus vesiculosus) er ríkt af joði, ómeltanlegri sterkju, salti og lífvirkum efnum. Blöðruþangsútdráttur verður til þegar ákveðin lífvirk efni eru dregin út úr blöðruþanginu og einangruð. Þessi lífvirku efni eru sett í hylki úr gelatíni til að auðvelda inntöku. Notkun á blöðruþangi til manneldis er þekkt og rannsóknir á lífvirkum efnum í blöðruþangi bæði hérna á Íslandi og erlendis benda til þess að blöðruþangsútráttur getur haft jákvæð áhrif á blóðsykursstjórn þar sem blöðruþangsútráttur dregur úr upptöku kolvetna í meltingarvegi.
  • Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Áhugasamir sem uppfylla ofangreind skilyrði eru beðnir um að hafa
samband við Anítu Sif Elídóttur í síma 844-7131 eða senda tölvupóst á anitas@landspitali.is


Aníta Sif Elídóttir
 er næringarfræðingur og starfsmaður á Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og hjálpar við framkvæmd rannsóknarinnar.

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Alfons Ramel, Prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands (alfonsra@hi.issími: 543-9875).

Þeir sem hafa samband við rannsakendur eru eingöngu að lýsa yfir áhuga á frekari upplýsingum en ekki skuldbinda sig til þátttöku.

Tafla 1 – Lágmarksþyngd sem þarf til að uppfylla skilyrði um líkamsþyngdarstuðul ≥ 30 kg/m2

Hæð (m)Þyngd (kg)
1,6077
1,6279
1,6481
1,6683
1,6885
1,7087
1,7289
1,7491
1,7693
1,7895
1,8097,5
1,8299,5
1,84101,5
1,86104
1,88106
1,90108,5
1,92110,5
1,94113
1,96115
1,98118
2,00120

Líkamsþyngdar stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2).

HI_Landspitali_rannsokn

Skýrslur

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of transport and packaging methods for fresh fish products – storage life study

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Gunnar Þórðarson, Ásgeir Jónsson, Hrund Ólafsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Greining á skemmdarferlum við ferskfiskflutning / Comparison of  transport and packaging methods for fresh fish products – storage life  study

Markmið verkefnisins „Bestun ferskfiskflutninga“ var að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi, en verulegur sparnaður felst í því miðað við flutning með flugi.   Þessi skýrsla fjallar um greiningu á þeim skemmdarferlum sem eiga sér stað við geymslu og flutninga á ferskum fiskafurðum. Gerður var samanburður á flutningi í frauðplastkössum og í ískrapa í keri við mismunandi hitastig. Bornar voru saman mismunandi útfærslur á báðum pökkunarlausnunum og voru matsþættir m.a. hitastig, heildarörverufjöldi, magn skemmdarörvera, vatnsheldni, magn reikulla basa og skynmatseiginleikar. Almennt var frekar lítill munur á milli tilraunahópa á geymslutímanum. Munur kom fram milli hópa í einstaka skynmatsþáttum en sá munur var ekki sambærilegur milli daga og er því líklega til kominn vegna samspils milli misleits hráefnis og of fárra metinna sýna. Ferskleikatími allra hópa var sjö til átta sólarhringar og geymsluþol um 10 sólarhringar.  Þær pökkunarlausnir sem rannsakaðar voru í tilrauninni sem og geymsluhitastig, höfðu lítil áhrif á skemmdarferla þorskafurðanna. Breytileikann mátti fyrst og fremst rekja til geymslutímans.

The aim of the project “Optimisation of fresh fish transport” was to improve the handling of fresh fish products during sea freight and increase the shelf life and the possibility of further maritime transport from Iceland, involving significant savings relative to the air freight.   The present report covers analysis of the deterioration processes occurring during storage and transportation of fresh whitefish products. Comparison was done between transportation in expanded polystyrene boxes and in slurry ice in tubs at different ambient temperature. Different versions of both packaging solutions were compared with regard to temperature, total viable count, amount of spoilage bacteria, water holding capacity, total volatile nitrogen bases (TVB‐N) and sensory properties. There were in general relatively small differences between experimental groups during the storage period. Some difference was observed between groups with regard to few sensory attributes, but the difference was not comparable between days which was likely due to heterogeneous material and too small sampling size. The freshness period of all experimental groups was seven to eight days and the shelf life around 10 days. The packaging solutions explored in the present study, as well as storage temperature, had generally little effect on the deterioration processes occurring in the fresh cod product. The observed variation was primarily attributed to the storage time.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Útgefið:

13/07/2016

Höfundar:

Ásgeir Jónsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Ögmundur Knútsson, Magnea G. Karlsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Hagræn greining á ferskfiskflutningum / Economic analysis of fresh fish transportation

Markmið verkefnisins Bestun ferskfiskflutninga er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Í verkþætti 4 er þróun ferskfiskflutninga frá Íslandi greind eftir flutningsmáta og helstu markaðssvæðum fyrir fersk flök og bita. Framkvæmd er hagræn greining á notkun kera og frauðkassa með tilliti til umbúða‐  og flutnings‐ kostnaðar. Útflutningur ferskra hvítfiskflaka og  ‐bita hefur aukist hratt síðastliðinn áratug. Ár frá ári eykst magn af ferskum flökum og bitum sem flutt eru frá Íslandi sjóleiðis. Vara sem var nánast eingöngu flutt með flugi fyrir áratug er nú nánast til jafns flutt með skipum.   Niðurstöðurnar sýna að magn ferskra flaka og bita sem flutt eru með skipum frá Íslandi tæplega sexfaldaðist frá 2004 til 2014. Árin 2013 og 2014 fór um 90% af þeim fersku flökum og bitum sem flutt voru með skipum á tvo markaði; Bretland og Frakkland. Niðurstöður kostnaðargreiningar sýna að umtalsvert ódýrara er að pakka vöru í ker en frauðkassa. Þá er flutningskostnaður einnig lægri í flestum tilvikum þegar ker eru borin saman við frauðkassa. Hann er meira en helmingi lægri ef borinn er saman kostnaður við að flytja gám af kerum annars vegar og 3 kg frauðkössum hins vegar. Þó nokkrir takmarkandi þættir eru á notkun kera. Að öllu óbreyttu eru ker ekki líkleg til að leysa frauðkassa af hólmi nema að hluta til vegna praktískra þátta í dreifingu afurða. Í vissum tilfellum gæti flutningur í kerum þó hentað mjög vel.

The aim of the project Optimization of fresh fish transport is to improve handling of sea transported fresh fish products, thereby improve their quality and increase the possibility of sea transport from Iceland. The aim of work package no. 4 is to analyze main markets and the development of fresh fish transport from Iceland. Also compare cost of traditional packaging in expanded polystyrene (EPS) boxes to packing the product in tubs containing slurry ice.   Export of fresh white fish fillets and loins from Iceland has increased rapidly over the last decade. More and more fillets and loins are transported with ships. What used to be an exclusive air freight business is now almost equal (air vs. sea).   The results show that the volume of fillets and loins transported with ships from Iceland nearly six folded from 2004 to 2014. In 2013 and 2014 almost 90% of the export went to two markets; Britain and France. Results show that cost of packing product in tubs is significantly lower than using EPS boxes. Transportation cost was also lower in most cases when using tubs than EPS, as much as half of the cost when compared to the smallest EPS box (3 kg) in a full container.   Some factors limit the practicality of using tubs rather than EPS. It is unlikely that tubs will replace boxes unless introducing matching distribution options. In some cases using tubs can be both practical and very cost efficient.

Skoða skýrslu

Fréttir

Fyrsti vinnufundurinn í MacroFuels

MacroFuels er verkefni sem er hluti af Horizon 2020, rannsóknaráætlun evrópu 2014-2020, og hófst verkefnið í byrjun árs. Matís tekur þátt í þessu verkefni sem hefur það að markmiði að þróa eldsneyti úr þangi, til dæmis bútanól, etanól , furanic-efni og lífgas (metan).

Verkefnið tekur til allra þátta í framleiðslu keðjunni: Ræktunar þangs af mismunandi tegundum, uppskerutækni, forvinnslu sem og þróun efnafræðilegra og líffræðilegra umbreytinga á þangsykrum í eldsneytsameindir.

MacroFuelsIceland_GroupPic

Þátttakendur er háskólar, rannsóknastofnanir og fyrirtæki frá Íslandi, Danmörku, Hollandi, Skotlandi, Belgíu og Þýskalandi. Matís mun þróa og rannsaka ensím og örverur til að brjóta niður þennan lífmassa og nýta til eldsneytisgerðar.

Fyrsti vinnufundurinn stóð í tvo daga þar sem farið var yfir fyrstu sex mánuði verkefnins, hvað hefði verið gert og hvað hefði áunnist. Einn dagur var svo vel nýttur í skipulagningu verka í vinnupökkum verkefnisins.

Að loknum fundum fóru þátttakendur saman í Reykjadalinn, og kynntust íslenskri náttúru og böðuðu sig í heitum laugum.

MacroFuelsIceland_ReykjadalurReykjadalur 

Nánari upplýsingar veita dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson og dr. Bryndís Björnsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Lífhagkerfisstefna 2016

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er frétt um lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland. Lífhagkerfisstefnan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila. Þessi vinna hefur verið leidd af Matís í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Birting stefnunnar á heimasíðu ráðuneytisins er hluti af mikilvægu samráðsferli og eru allir sem vilja láta sig þetta mikilvæga málefni varða hvattir til að kynna sér stefnudrögin og senda inn athugasemdir eða ábendingar, eigi síðar en 20. ágúst 2016.

Um lífhagkerfisstefnuna

Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu. Við þessa vinnu hefur verið leitast við að fjalla um tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar innan þessara greina atvinnulífsins og hvernig styðja megi við uppbyggingu nýrra greina til framtíðar, hvernig bæta megi nýtingu og minnka sóun, auk þess sem horft er til nýtingar vannýttra auðlinda.

Sjá nánar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Skýrslur

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Jónas R. Viðarsson

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

By-products from whitefish processing / Hliðarafurðir frá bolfiskvinnslu

Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar um nýtingu á mikilvægum bolfisktegundum við Ísland, gerð grein fyrir hvaða afurðir séu unnar úr því hráefni sem til fellur og möguleikar til aukinnar nýtingar á hliðarahráefni kannaðir. Skýrslan er unnin í tengslum við Norræna rannsóknarverkefnið “Alt i land” sem færeyska fyrirtækið Syntesa stýrir. „Alt i land“ er hluti af færeysku formannsáætluninni í norrænu ráðherranefndinni, en í því verkefni er núverandi nýting og möguleikar á að bæta nýtingu í bolfiskvinnslu í Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Íslandi kannaðir. Meginniðurstöður úr því verkefni sýna að nýting í bolfiskvinnslu á Íslandi er umtalsvert meiri en í hinum löndunum. Auk þess að gefa út þessa skýrslu, hefur Matís haldið tvo vinnufundi í tengslum við verkefnið, þar sem hagsmunaaðilar komu saman til að ræða um möguleg tækifæri til að auka nýtingu og verðmætasköpun í bolfiskvinnslu.

The objective of this report is to analyse the current utilization of the most important Icelandic whitefish species and identify possibilities for improving utilization of by-raw materials even further. The report is a part of a larger international project, called “Alt i land”, which is led by the Faroese company Syntesa. Alt i land is a part of the Faroese chairmanship programme at the Nordic Ministers of council. The objective of Alt i land is to study and compare utilisation in whitefish processing in Faroe Islands, Greenland, Norway and Iceland, and to suggest how utilisation can be improved in these countries. The main results from that project show that utilisation is much higher in Iceland than in the other countries. In addition to publishing this report, Matís has facilitated a series of workshops with selected stakeholders where potentials in increasing utilization have been discussed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Ásgeir Jónsson, Gunnar Þórðarson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Markmið rannsóknarinnar var að finna bestu og hagkvæmustu aðferð við pökkun ferskra fiskafurða fyrir sjóflutning með það í huga að hámarka geymsluþol vöru, sem er einn lykilþáttur í markaðssetningu á ferskum fiskafurðum.   Gerðar voru tilraunir með flutning á ferskum fiskafurðum í kerum með ískrapa og borið saman við flutning í frauðplastkössum með tilliti til hitastýringar, afurðagæða og flutningskostnaðar. Bornir voru saman mismunandi afurðahópar sem var pakkað í mismunandi umbúðir og geymdir við mismunandi geymsluhita. Tilgangur þessara tilrauna var að herma eftir umhverfisaðstæðum við flutning á ferskum fiskafurðum, með það fyrir augum að meta áhrif forkælingar fyrir pökkun og pökkunaraðferða á geymsluþol afurðanna. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að kæling afurða fyrir pökkun sem og lágt og stöðugt geymsluhitastig eru með þeim mikilvægustu þáttum sem auka geymsluþol ferskra fiskafurða. Mismunandi pökkunarlausnir höfðu einnig áhrif á geymsluþol ferskra fiskafurða, þó voru áhrifin ekki jafn afgerandi og áhrif hitastigs.   Niðurstöðurnar gefa til kynna auknar líkur á lengra geymsluþoli ef ferskum fiskafurðum er pakkað í ker með undirkældum krapa samanborið við hefðbundna pökkun í frauðplastkassa með ís. Til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda ásættanlegu hitastigi var þróað varmaflutningslíkan. Hagræn greining á mismunandi pökkun og flutningi var framkvæmd í verkefninu og sýnir sú vinna umtalsverðan sparnað með notkun kera við flutning á ferskfiskafurðum í samanburði við frauðplastkassa. Ker geta leyst frauðplastkassa af hólmi að töluverðu leyti og verið hagkvæmur kostur fyrir sum fyrirtæki. Hagræna greiningin sýndi fram á að stærri aðilar gætu notfært sér þessa aðferð, þar sem þeir geta fyllt heila gáma til útflutnings. En aðferðin nýtist minni vinnslum ekki síður, sem ekki hafa burði til að fara í miklar fjárfestingar í búnaði til að tryggja fullnægjandi kælingu fyrir pökkun á afurðum til útflutnings á fersku hráefni. Niðurstöðurnar eru gott innlegg í umræður um ferskar fiskafurðir á erlendum mörkuðum.

The goal of the study was to find the best and most efficient method of packaging fresh fish for sea transport with the aim to maximize the storage life of the product, which is a key element in the marketing of fresh fish. Experiments were made with the transport of fresh fish in tubs with slurry ice and compared with transport in expanded polystyrene boxes with regard to temperature control, product quality and shipping cost.   Different product groups were compared, using different temperature conditions and packing methods to find the best outcome for fresh fish quality and storage life. Experimental results clearly indicate that the pre‐cooling for packaging and low and stable storage temperature play a major factor to maximize storage life of fresh fish products. Different packaging solutions are also a factor, though the effect was not as dramatic as the effects of temperature. The results indicate an increased likelihood of prolonged shelf life if fresh fish is packed in a tub with a slurry ice compared to traditional packaging in expanded polystyrene boxes with ice. In order to estimate the necessary amount of slurry ice to maintain acceptable temperature, a thermal model was developed. Economic analysis of different packaging and transport was also carried out and the results showed substantial savings with the use of tubs for the transport of fresh fish products in comparison with the styrofoam boxes.

Skoða skýrslu

Fréttir

Aukið verðmæti tilbúinna rétta sem auðgaðir hafa verið með hráefnum úr hafinu

Fyrir nokkru lauk EnRichMar verkefninu sem leitt var af Matís. Verkefnið gekk út á það að auðga matvæli með hollustu úr hafinu en verkefnið var hluti af 7. rannsóknaáætlun Evrópu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (FP7 SME).

Markmið verkefnisins var að auka verðmæti tilbúinna matvæla með því að auðga þau með hráefnum og innihaldsefnum úr vanýttum sjávarafurðum og hliðarhráefnum frá fiskvinnslum. Áhersla var lögð á ómega-3 fitusýrur og þörungaþykkni sem geta haft aukin og jákvæð áhrif á hollustu og stöðugleika matvælanna og aukið bragðgæði þeirra.

Niðurstöður

Verkefnið hefur skapað ný viðskiptatækifæri innan og utan þess hóps sem tók þátt í EnRichMar. Þau þátttökufyrirtæki sem framleiða lífvirk efni hafa færst skrefi framar og hafa markaðssett lífvirk efni fyrir margskonar fæðutegundir á nýja ábatasama markaði. Einnig hefur fjölbreytni í framleiðslu lífvirkra efna aukist vegna fyrirhugaðrar markaðssetningar á nýjum tilbúnum réttum sem þróaðir voru í tengslum við verkefnið. Þátttökufyrirtækin hafa aflað sér verðmætra markaðsupplýsinga um markfæði, skoðanir neytenda á markfæði á mikilvægum mörkuðum og þróað auðguð matvæli sem byggð eru á upplýsingum sem fengnar eru frá helstu markhópum. Auk þessa hafa þátttakendur upplýsingar frá fyrstu hendi um lífeðlisfræðileg áhrif af neyslu auðgaðra matvæla. Grundvallaratriði fyrir hvert og eitt þátttökufyrirtæki var að þróa nýtt og verðmætara viðskiptamódel sem mun hafa jákvæð áhrif á afkomu þeirra í framtíðinni.

Aukið verðmæti hráefna og framleiðsluvara mun leiða til aukinnar fjölbreytni í hollari tilbúnum réttum og getur þannig stuðlað að bættri lýðheilsu. Niðurstöðurnar eru einnig mikilvægar fyrir evrópskan sjávarútveg og nýtingu sjávarauðlinda vegna aukins verðmætis úr hliðarstraumum frá sjávarútvegi og vannýttum sjávarauðlindum.

Þess má geta að upphaf þessa verkefnis má rekja til styrkveitingar frá Aukið verðmæti sjávarfangs sjóðnum (AVS). Í kjölfarið vaknaði áhugi á Norðurlöndunum á verkefninu og úr varð samskonar verkefni sem styrkt var af Norden, Nordic Innovation, Norræna nýsköpunarsjóðnum. Að lokum stækkaði verkefnið enn frekar, og enn bættist í hóp þátttakenda, og úr varð EnRichMar verkefnið sem um er fjallað í þessari frétt.

Tveir íslenskir þátttakendur voru í verkefninu auk Matís. Marinox og Grímur kokkur voru með frá upphafi og er óhætt að segja að ávinningurinn hafi verið verulegur fyrir þessa íslensku þátttakendur:

Grímur kokkur, Grímur Gíslason:

“Það hefur verið mjög mikilvæg fyrir fyrirtæki okkar að vera hluti af EnRichMar og samstarfið var mjög gott. EnRichMar hefur opnað fyrir útflutningstækifæri, hjálpaði okkur að gera hollan mat hollari, og leysa vandamál sem tengjast framleiðslu á máltíðum sem innihalda ómega fitusýrur. Við munum markaðssetja tvær vörur þróaðar í verkefninu í sumar”

Marinox, Rósa Jónsdóttir:

“EnRichMar verkefnið hefur meginþátturinn í því að Marinox gat skalað upp framleiðslu á lífvirku þangþykkni og einnig höfum við fengið mikilvægar upplýsingar um samsetningu, virkni og klínískan ávinning af þangþykkninu. Ennfremur hefur þátttakan stutt Marinox í viðskiptaþróun þar sem það hefur opnað fyrir ný markaðstækifæri, veitt okkur mikilvæga innsýn í markað fyrir fæðuhráefni og aukefni og einnig sterk tengsl við nýja samstarfsaðila í rannsóknum og viðskiptum“

Lista yfir alla þátttakendur og umsagnir þeirra má finna á einblöðungnum Increased value of convenience foods by enrichment with marine based raw materials.

Nánari upplýsingar veitir dr. Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri EnRichMar. Meira um EnRichMar.

Fréttir

Skúli ST-75 bátur maí mánaðar í fegurðarsamkeppni

Fyrsta viðurkenningin fyrir góða aflameðferð er komin í réttar hendur. Áhöfnin á Skúla ST-75 sendi okkur fínar myndir af því hvernig þeir meðhöndla fisk.

Fallegur fiskur – vel gert feðgar!

Er feðgarnir Haraldur Vignir Ingólfsson og Ingólfur Árni Haraldsson á Skúla ST-75 frá Drangsnesi komu til hafnar í gær beið þeirra vösk sveit með Má Ólafsson stjórnarmann í Landssambandi smábátaeigenda (LS) og Smábátafélaginu Ströndum í broddi fylkingar.  Tilefnið var að afhenda þeim fegðum verðlaun fyrir besta myndefni maí mánaðar í „Fallegur fiskur“ átaki LS og Matís. Hlutu þeir að launum forláta GoPro myndavél, ásamt viðurkenningarskjali.

Ingólfur Árni og Haraldur Vignir taka við verðlaunum úr hendi Más Ólafssonar.Skuli_ST-75_7_web

Átakið „Fallegur fiskur“ er ætlað að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skipti að stunda vönduð vinnubrögð. Með því að virkja sjómenn í að deila myndum og sögum þar sem vel er að verki staðið vonast LS og Matís til að geta gert þeim sem best standa sig hátt undir höfði og um leið hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Með þessari viðurkenningu vilja LS og Matís auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.

Sjómenn eru hvattir til að senda inn myndir og sögur á Facebook, Instagram eða Twitter síðum átaksins og komast þannig í „pottinn“ fyrir næstu verðlaunaafhendingu.

Ágætu sjómenn: endilega sendið inn myndir sem sýna fyrirmyndar vinnubrögð því verðlaunin fyrir bestu myndirnar af eru ekki af verri endanum.

Frekari leiðbeiningar um þátttöku má nálgast á http://www.matis.is/fallegurfiskur

Skuli_ST-75_4_web

Fréttir

Nýjar áherslur í starfsemi Matís

Síðastliðið ár hefur átt sér stað kröftug stefnumótunarvinna hjá Matís. Mjög stór hluti starfsmanna fyrirtækisins hefur komið að þessari vinnu en auk þess hefur verið unnið í minni hópum og utanaðkomandi aðstoð þegin.

Nýjar áherslur hafa litið dagsins ljós án þess þó að fallið hafi verið frá fyrri verkefnum. Ákveðnar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað í kjölfarið og er Matís nú enn betur í stakk búið til að takast á við framtíðar áskoranir í matvæla- og líftækniiðnaði þar sem áhersla er lögð á aukna verðmætasköpun, aukið matvælaöryggi og lýðheilsu með öflugum stuðningi við okkar viðskiptavini.

Með nýjum áhersum viljum við ítreka að Matís er öflugt þekkingar- og vísindasamfélag sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi, með það að markmiði að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun

Nýtt skipurit Matís.

IS