Fréttir

Spennandi dagskrá á North Atlantic Seafood Forum

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 7. –  9. Mars. og er búist við að um 1000 manns sæki viðburðinn. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á að taka þátt í viðburðinum á netinu, en að þessu sinni verður ekki boðið upp á þann möguleika. Dagskráin er sérlega spennandi að þessu sinni þar sem alls verða fluttir yfir 150 fyrirlestrar í 26 málstofum. Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!

Frá 2005 hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst árlega til Bergen til að sitja ráðstefnu NASF. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku sé nokkur hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Dagskráin þetta árið er sérlega spennandi og hefur verið birt á nor-seafood.com.

Ef stiklað er á stóru yfir dagskránna, þá verkja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

  • Aquaculture salmon market
  • Land-based aquaculture and new tech
  • Aquafeed summit
  • Global whitefish summit
  • Pelagic industry summit
  • Shrimp summit
  • Sustainability seminar
  • Seafood investor seminar
  • Decarbonization summit

Eins og oft áður skipa Íslensk fyrirtæki og einstaklingar stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Marel og Benchmark Genetics/Stofnfiskur eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar og verða auk þess með kynningar á því nýjasta sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Þá verður Landeldi með kynningu á sinni uppbyggingu, og einnig verða flest íslensku fiskeldisfyrirtækin með kynningar á inverstor seminar hlutanum.

Á undanförnum áum hafa færri komist að en vilja á NASF, þar sem þetta er einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur og áhrifavalda í sjávarútvegi og fiskeldi, og heyra hvað er nýjasta nýtt í greinunum. Hratt gengur á gistirými í Bergen á meðan á viðburðinum stendur og því hvetjum við fólk til að skrá sig tímalega. Skráning fer fram hér.

Þeir sem vilja fræðast meira um viðburðinn geta haft samband við jonas@matis.is eða í síma 4225107.

Fréttir

Gagnagrunnur um næringarinnihald matvæla – Nýtt og endurbætt viðmót

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Matís fékk styrk úr Matvælasjóði árið 2022 til að vinna verkefnið Nýjar lausnir fyrir vinnu við merkingar matvæla. Verkefninu er sérstaklega ætlað að auðvelda smáframleiðendum matvæla að upppfylla kröfur um merkingar á nýjum framleiðsluvörum. Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) eru samstarfsaðilar í verkefninu.

Í þessum tilgangi hefur verið unnið að leiðbeiningum, söfnun gagna um hráefni og skráningu þeirra í íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) hjá Matís. Jafnframt hefur verið unnið að þróun einfalds reiknitóls til að setja fram næringargildi framleiðsluvara. Loks hefur framsetning á næringargildisupplýsingum á vefsíðu Matís verið endurbætt. Hægt er að leita að fæðutegundum og hráefnum á vefsíðu Matís og birtist þá listi yfir næringarefnin. Framsetningin er nú mun greinilegri en áður og er næringarefnunum skipt upp í flokka. Í ljós kom að gögn fyrir sum næringarefnin voru orðin gömul og óáreiðanleg og því eru birtar upplýsingar um færri efni en áður. Matís var í samstarfi við Ívar Gunnarsson tölvunarfræðing hjá Hugsjá í þessu verkefni og á hann heiðurinn af forritunarvinnunni.

Fréttir

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og þess vegna þarf að líta til annarra markaða t.d. gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.

Um verulegt magn er að ræða sem leggst til sem hliðarafurðir við fiskeldi á Íslandi. Gert er ráð fyrir rúmlega fimm þúsund tonnum af K2 og rúmlega tvö þúsund tonnum í K3. Í dag eru þessi hráefni að mestu unnin í meltu, sem flutt er út til Noregs til frekari vinnslu í dýrafóður. Vinnsla á hliðarafurðum frá flakavinnslu hefur verið fryst  og notuð í fóðurgerð fyrir loðdýraeldi.

Sjálfdauður fiskur úr kvíum (K2) er unninn í meltu strax um borð í fóðurprömmum og afhent norskum kaupendum á staðnum um borð í flutningaskip. Vegna takmarkaðrar notkunar á þessu hráefni, eru verðmæti undir kostnaðarverði við framleiðslu á meltu. Meiri möguleikar eru á framleiðslu á á meltu úr K3, sem hægt að nýta til fóðurgerðar fyrir eldisdýr og jafnvel til manneldis sem eykur verðmæti töluvert. Samið hefur verið við kaupendur að taki þeir K2 fái þeir K3 jafnframt, án greiðslu fyrir afurðir beggja flokka.

Í þessu verkefni „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði er bent á leiðir til að auka verðmætasköpun við meltuvinnslu. Í verkefninu var leitað leiða til að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir. Laxeldi á Íslandi í dag er dreift um Austurland og Vestfirði, auk þess sem umfangsmikið landeldi er í undirbúningi á a.m.k. þremur stöðum á Suðurlandi, og því mikilvægt að finna lausnir til að safna saman og flytja hliðarhráefnin frá eldi og slátrun til áframvinnslu, en töluverðan tækjabúnað þarf til þess.

Í verkefninu er velt upp mikilvægum möguleikum í nýtingu á K2 og K3 sem hingað til hefur verið kostnaður fyrir fiskeldið og gæti snúið því yfir í verðmætasköpun. Til að koma þessum hugmyndum lengra er nauðsynlegt fyrir rannsóknarsamfélagið að vinna þétt með fiskeldisfyrirtækjum og yfirvöldum sem skapa regluverkið.

  • Þykkingin er framkvæmd með gufun við undirþrýsting sem á sér stað við 30-50°C og þess vegna varðveitast eiginleikar próteina að mestu. En við þurrkun er hluti af þessum eiginleikum rýrðir vegna hás uppgufunarhita við þurrkun.
  • Í framtíðinni væri hægt að hugsa sér að nýta þykkni beint í fóðurframleiðslu og sleppa þurrkunarþrepinu sem er kostnaðarsamt (stofnkostnaðar er hár og einnig rekstrakostnaður) og ekki umhverfisvænt. Þannig væri hægt  draga úr verulega sótspori við þessa vinnslu og fóðrið yrði umhverfisvænna.

Til komast lengra er mikilvægt að þróa þessar hugmyndir í samtarfi við greinina og rannsóknasamfélagið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir komi að málinu til að tryggja að regluverkið gangi í takt við þarfir og kröfur allra hagaðila.

Fréttir

Sjáðu sjónvarpsþáttinn um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Sérstakur sjónvarpsþáttur tileinkaður Matís verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðarinnar var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.

Ein helsta útkoma verkefnisins var kennsluefni um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hafið, lífríki hafsins, sjávarútveg og samfélög. Kennsluefnið, sem inniheldur m.a. kennsluleiðbeiningar, fróðleik, verkefni, leiki og tilraunir, er miðað að nemendum elstu bekkja grunnskóla og verður prufukeyrt í þremur grunnskólum skólaárið 2021-2022.

Sjáðu þáttinn hér:

Fréttir

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum

Tengiliður

Tinna Brá Sigurðardóttir

Mannauðsstjóri

tinnabra@matis.is

Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) og Matís ohf. óska eftir að ráða verkefnastjóra í 100% starf, um 50% starf hjá hvoru fyrirtæki. Starfstöðin er í skapandi umhverfi ÞSV og samstarfsaðila að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum.

Meginhluti starfsins hjá ÞSV í samstarfi við framkvæmdastjóra þess felst í að sinna svæðisbundnum verkefnum á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þar á meðal að veita ráðgjöf á sviði atvinnu og menningar og hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðara verkefna á sviði byggðaþróunar á Suðurlandi. 

Starfið hjá Matís snýr að öflun, skipulagningu og þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Starfsstöðin í Vestmannaeyjum verður í góðum tengslum við matvælaframleiðendur á öllu Suðurlandi. Viðkomandi mun veita þjónustu m.a. við matvælarannsóknir, ráðgjöf og styrkumsóknir til rannsóknasjóða í samstarfi við aðra sérfræðinga Matís.

Starfssvið

■ Samstarf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög um byggðaþróun og nýsköpun á Suðurlandi  

■ Viðskipta- og rekstraráðgjöf 

■ Verkefnaöflun og aðstoð við fjármögnun verkefna s.s. með gerð styrkumsókna 

■ Verkefnastjórnun 

Hæfniskröfur

■ Menntun sem nýtist í starfi t.d. matvælafræði, sjávarútvegsfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tæknimenntun 

■ Góð færni í mannlegum samskiptum 

■ Góð færni í tjáningu í ræðu og riti 

■ Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður 

Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.  

Nánari upplýsingar um starfið veita:  

Hörður Baldvinsson, frkvstj. ÞSV hbald@setur.is simi 841 7710 og Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís jonas@matis.is 422 5107. 

Umsóknarfrestur er til 13. nóvember n.k.

Ljósmynd: Shutterstock

Fréttir

Bætiefni matvælaframleiðslunnar
– Ný ásýnd Matís

Upprunalegt útlit og merki Matís var hannað við stofnun fyrirtækisins árið 2007. Merkið hefur þjónað okkur vel í gegnum árin, en nú er komið að því endurnýja merkið og fríska upp á ásýnd fyrirtækisins í takt við nýja tíma og skjámiðla. Á sama tíma viljum við nýta tækifærið og skerpa á skilaboðum okkar og sérstöðu í verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, lýðheilsu og matvælaöryggi í landinu.

Með nýjustu tækni og vísindum getum við nú gert okkur mat úr því sem áður var óhugsandi. Við veitum fyrirtækjum og stofnunum í matvælaframleiðslu stuðning með þekkingu, rannsóknum og hugviti. Markmið okkar er að framleiðsla neysluvara verði sjálfbærari, hagkvæmari og heilnæmari, auk þess að þróa leiðir til að efla fæðuöryggi í heiminum.

Bætiefni matvælaframleiðslunnar

Nýtt tákn Matís er dropi, bætiefni. Við gerum gott betra, lengjum líftíma matvæla og erum bætiefni matvælaframleiðslu. Samskipti við hagaðila eru okkur hjartansmál og getur dropinn einnig táknað talbólu til marks um það.

ENNEMM auglýsingastofa sá um hönnun á nýju útliti Matís.

Fréttir

Þróun aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Matís, RORUM, Háskóli Íslands, Tækniháskólinn í Danmörku (Danmarks Tekniske Universitet, DTU) og Fiskeldi Austfjarða (Ice Fish Farm) hafa tekið höndum saman um verkefnið BIOTOOL sem mun vinna að þróun nýrra erfðafræðilegra aðferða til vöktunar á lífríki botns við fiskeldi í sjókvíum.

Um er að ræða mjög umfangsmikið verkefni, sem er einstakt að því leiti að nýtt verður 20 ára gagnasafn og hátækni til þess að nema og vakta breytingar sem geta orðið á lífríki vegna fiskeldis í sjókvíum. Markmiðið er að þróa ódýrari og nákvæmari aðferð til vöktunar á mögulegum breytingum á botndýralífi vegna sjókvíaeldis, sem mun ekki aðeins auka hagkvæmni og bæta umhverfismál fiskeldis, heldur einnig aðstoða stjórnvöld og stofnanir, sem ábyrg eru fyrir leyfisveitingum og vöktun umhverfisins.

BIOTOOL verkefnið byggir á langtíma gögnum um fjölbreytni hryggleysingja á botni undir og nærri eldiskvíum og hvernig tegundasamsetning og fjölbreytni þeirra breytist við aukið lífrænt álag samfara fiskeldi. Í verkefninu verður nýjustu erfðatækni í umhverfisrannsóknum beitt, þar sem notast verður við svokallað „umhverfis erfðaefni“ (environmental DNA, eDNA) til að nema breytingar í botnvist undir sjókvíum. Verkefnið mun nota sjálfvirka umhverfissöfnunarvél (Environmental Sampling Processor, EPS) sem getur síað sjó, einangrað erfðaefni úr sjónum og magngreint allt að fimm dýrategundir til að nema breytingar í botnvist. Verkefnið mun miða að því að skilgreina þær fimm dýrategundir, vísitegundir, sem sýna breytileika í fjölda með auknu lífrænu álagi frá fiskeldi í sjókvíum. Erfðamörk til að nema eDNA þessara tegunda í sjó við fiskeldi, verða þróuð á rannsóknarstofu áður en aðferðin verður aðlöguð að umhverfissöfnunarvélinni, sem í framtíðinni verður hægt að koma fyrir í fjörðum í kringum Ísland til sjálfvirkra mælinga.

BIOTOOL er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Fréttir

Starfsrými til leigu

Matís auglýsir rými til leigu að Vínlandsleið 12 og 14 í Grafarholti.

Húsnæðið er um 30 fm og hentar vel fyrir matvælaframleiðslu þar sem unnið er með vörur sem þarfnast ekki kælingar eða frystingar.

Frekari upplýsingar veitir Jón Haukur Arnarson.

Fréttir

Vegvísir um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu

Matvælaráðuneytið vinnur nú að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu. Vegvísirinn tekur mið af loftlagsstefnu stjórnvalda og stefnu um hringrásarhagkerfið og er ætlað að varða veginn að því hvernig settu markmiði um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna til áburðar verði náð í skrefum árið 2040 eða fyrr.

Verkefnið felst meðal annars í því að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur m.a.: mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda. Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verkfræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið, auk þess sem stofnanir Ráðuneytisins og hagaðilar sitja í stýrinefnd, þ.e. Matís, RML, Landgræðslan og MAST.

Fjórða október sl. var haldinn vinnufundur í verkefninu þar sem 35 hagaðilar úr hinum ýmsu atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg í vinnuna. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Matís og fóru þar fram góðar umræður sem án efa munu koma að gagni við gerð vegvísisins, sem til stendur að verði birtur fyrir lok árs.

Fréttir

Sjávarútvegsráðherra Sierra Leóne heimsækir Matís

Sendinefnd frá Sierra Leóne kom til landsins í lok september í boði utanríkisráðuneytisins til að kynna sér starfsemi helstu stofnanna er tengjast bláa hagkerfinu – Matís, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Sjávarútvegsskóla GRÓ.

Fyrir nefndinni var Emma Josephine Kowa, sjávarútvegsráðherra. Heimsókn nefndarinnar var undirbúningur að væntanlegum samstarfsverkefnum Íslands og Sierra Leóne, sem tengjast samkomulagi um tvíhliða samstarf landanna í þróunarmálum. Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar þrátt fyrir aðgengi að töluverðum auðæfum, bæði á landi og sjó. Langvinnt grimmt borgarasrtíð reyndi á þjóðina en núverandi stjórnvöld eru staðráðin í þróa ríkið til betri vegar og horfa þar á betri nýtingu á auðæfum hafsins.

Sendinefndin ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins kom í heimsókn til Matís 20 september s.l. þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og húsakynni skoðuð. Í framhaldi voru umræður um aðkomu Matís að ýmsum verkefnum sem snerta bláa hagkerfið og fellur undir markmið utanríkisráðuneytisins um tvíhliða samstarf. Sjávarútvegsráðherra þakkaði Matís sérstaklega fyrir vel heppnað verkefni er varðaði reykingu fisks sem skilar betri gæðum og bættu heilsufari starfsfólks. En Matís hannaði reykofninn og aðstoðaði við smíði hans.

IS