Fréttir

Matís hannar reykaðstöðu fyrir fisk í Síerra Leóne

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þórðarson, sem staddur er í Síerra Leóne, vígði í dag reykaðstöðu í Tombo, sem Matís hefur hannað fyrir Sjávarútvegsskóla sameinuðu þjóðanna og þróunarskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Um er að ræða 120 fermetra skýli sem hýsir 12 reykofna sem geta fullreykt rúmlega tonni af ferskum fisk á dag. Verkefnið hófst fyrir um ári síðan og líkur formleg í dag með opnunar hátíð þar sem utanríkisráðherra klippir á borða og afhendir þar með heimamönnum aðstöðuna.

Í vestanverðri Afríku er fiskreyking helsta aðferð til að koma fisk á markað áður en hann skemmist. Hin hefðbundna aðferð við reykingu er að setja fiskinn yfir opin eld í lokuðu rými, þar sem framleiðendur, sem aðalega eru konur, stadda í reykjarmekki dag hvern. Þessi vinnuaðstaða er að valda alls kyns kvillum í öndunarvegi og augum. Reykkofarnir sem Matís hefur hannað leysir þessi heilsuvandamál, auk þess sem viðarnotkun minnkar til muna.