Fréttir

Þróun smáþörungafóðurs fyrir fiskeldi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Markmið verkefnisins er að kanna hvort Omega-3 ríkir örþörungar, sem eru framleiddir hjá Algaennvation Iceland á Hellisheiði, henti betur sem fóður fyrir dýrasvif, rækju og skelfisk.

Örþörungar eru grunnurinn í fæðukeðjunni og uppspretta margra næringarefna, svo sem Omega-3, sem er mikilvæg fyrir heilbrigðan vöxt og lifun á frumvaxtarstigi margra fiska, krabbadýra og lindýra. Í mörgum klakstöðvum eru örþörungar notaðir til að rækta og auðga dýrasvif (t.d. rotifers og artemia) sem síðan er gefið sem fóður á lirfustigi fiska og rækju. Næringargildi fóðursins byggir á gæðum örþörunganna. Í dag eru gæðin á næringarinnihaldi örþöruna talin vera flöskuháls vegna núverandi vaxtatækni sem er háð sólarljósi og veðurskilyrðum. Þetta leiðir til breytileika í vaxtarskilyrðum og þörungagæðum vegna áhrifa árstíðabundinna sveiflna. Vegna þessa er framleiðsla kostnaðarsöm og verð á örþörungum hátt.

Fiskeldisiðnaðurinn er að leita að sjálfbærri, hreinni, hagkvæmri og Omega-3 ríkri ræktun/uppsprettu ferskra örþörunga, sem innihalda stöðuga næringarsamsetningu árið um kring. Þetta verkefni á að vera skref til að leysa þennan vanda.

Þátttakendur í verkefninu eru sérfræðingar frá Algaennovation og Matís ásamt doktorsnemendum.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði

Heildarstyrkur verkefnisins er um 43 milljónir til tveggja ára, 2019-2021.

Verkefnastjóri verkefnisins er Kristinn Hafliðason, verkefnastjóri hjá Matís er Davíð Gíslason.

Samstarfsaðilar í þessu verkefni er Algaennovation Iceland og Matís ohf.

Heimsmarkmiðin sem þetta verkefni snertir eru: 3, 9, 12, 14.