Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2010. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2010 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐  og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2010 og var styrkur þeirra almennt lágur í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2010. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance programme, which has now been ongoing for seven consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2010 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for seven consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2010, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2010 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2009. In the year 2010 emphasis was laid on gathering information on the organic compounds PBDEs and inorganic trace elements in the edible part of marine catches as well as in the fish meal and fish oil for feed. The results reveal that the concentrations of PBDEs compounds are in low in fish and fish products for feed. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Kristín Valtýsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður, Rannsóknasjóður Háskóla Íslands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla ‐ varmafræðileg hermun vinnslu‐ og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1‐1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur. 

The main aim of the research project Hermun kæliferla – Thermal modelling of processing and transport of fresh fish, which was launched in June 2008, was to improve technology and practices used for fish processing and transport by means of analysis of chill chains, experiments and computational modelling. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of fresh fish fillets packaged in boxes, which can be used to predict product temperature evolution as a function of variable ambient temperature. Numerical heat transfer models were used to optimise the design of 3, 5 and 7‐kg expanded polystyrene boxes manufactured by Promens Tempra with the aim of minimising the maximum fish temperature in boxes under thermal load.  Improved thermal protection of the new box design was confirmed in different experiments, both with regard to lesser product temperature variations and prolonged freshness period and storage life of products. The results from another storage study suggest that the storage life of fresh fish products in a corner box can be more than 1‐1.5 days shorter than in the centre boxes of a full size pallet stack in a real air transport chain, depending on the level of ambient thermal load. Environmental and product temperatures were mapped in different chill chains with special emphasis laid on precooling during processing and temperature distribution in reefer containers of different types and loading patterns. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Hraðfrystihúsið Gunnvör – mikilvægt samstarf!

Hraðfrystihúsið Gunnvör er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða og rekur bæði öfluga útgerð og fiskvinnslu í landi, auk þess að hafa náð talsverðum árangri í uppbyggingu þorskeldis. Fyrirtækið nýtur góðs af samstarfi við Matís og nálægðina við starfsstöð Matís á Ísafirði.

Framfarir sýnilegar í þorskeldinu
„Við höfum notið góðs af starfsstöð Matís á Ísafirði á undanförnum árum í ýmsum verkefnum, fyrst og fremst hvað varðar vinnslu- og eldistengd verkefni,” segir Kristján Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri hjá Hraðfrystihúsinu
Gunnvöru.

„Ef við horfum á vinnsluþáttinn þá snúa verkefnin sem við höfum unnið með Matís til að mynda að þróun á nýjum vinnsluaðferðum, vinnslutækni og þróun nýrra afurða. Í þorskeldinu höfum við líka nýtt okkur þekkingu og aðstöðu Matís til að hjálpa okkur en vissulega hafa margir fleiri komið að því verkefni með okkur. Þorskeldið er langhlaupsverkefni sem þumlungast áfram og ekkert sem bendir til annars en það haldi áfram á sömu braut. Við erum að sjá ýmis jákvæð skref í þorskeldinu og því er hægt að tala um framfarir. Hins vegar spila mjög margir þættir inn í árangur í þessari grein, s.s. fóðrun, kynbætur, sjúkdómar, markaðsmál, vöruþróun og fleira mætti telja. Hvað varðar marga af þessum þáttum getum við leitað til Matís að vinna með okkur,” segir Kristján.

„Staðsetning starfsstöðvar Matís hér á Ísafirði skiptir okkur máli og í raun fyrir báða aðila í svona samstarfi. Boðleiðirnar eru styttri og árangur skilar sér betur. Og með nálægðinni í samstarfsverkefnum er líka líklegra að nýir fletir og nýjar hugmyndir komi fram. Við komum því til með að nýta okkur áfram þjónustu starfsstöðvar Matís líkt og verið hefur. Með þeim fyrirvara
þó að sú óvissa sem er í sjávarútveginum og hefur verið að undanförnu dregur úr möguleikum okkar til að efna til nýrra verkefna á sviði rannsókna og þróunar. Það er staðreynd,” segir Kristján Jóakimsson.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri Vinnslu, virðisaukningar og eldi.

Fréttir

Samgöngusamningur Matís vekur athygli

Matís býður starfsmönnum sínum upp á samgöngusamning sem felst í að þeir fá greitt fyrir að nota vistvænan ferðamáta á leið sinni til og frá vinnu.

Í vor gafst starfsmönnum Matís kostur á að skrifa undir samgöngusamning og fá greitt frá fyirtækinu fyrir að ganga, hjóla eða fara með strætisvögnum til og frá vinnu. Greiðir fyrirtækið þá sömu upphæð og strætókort kostar á mánuði, hvort sem starfsmaður nýtir sér strætó eða velur annan vistvænan ferðamáta.

„Verkefnið gekk bara virkilega vel. Það tóku mun fleiri þátt í þessu en við bjuggumst við. Hjá Matís starfa um 100 manns og um 45 manns tóku þátt í þannig að þetta er bara mjög gott þáttökuhlutfall,“ sagði Jón Haukur Arnarsson mannauðsstjóri hjá Matís.

Jón segir að ávinningurinn fyrir fyrirtækið sé margvíslegur þótt beinn fjárhagslegur ávinningur sé kanski ekki augljós.
„Megin ávinningurinn er ánægt starfsfólk og það kemur fram á margvíslegan hátt, til dæmis er þetta tímasparnaður fyrir fólk, það er búið að taka út sína heilsurækt og þarf ekki að fara á líkamsræktastöð eftir að það kemur heim. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að veikindadögum fækkar með heilsueflingu og það er náttúrulega beinn hagur fyrir fyrirtækið,“ sagði Jón Haukur.

Jón Haukur segir að áfram verði boðið upp á samgöngusamninga hjá Matís en upphaflega hafi hugmyndin komið frá Umhverfisráðuneytinu. Þar fengust þær upplýsingar að síðan þá hefðu fjölmörg önnur ráðuneyti og ríkisstofnanir tekið upp sama hátt.

Frétt af www.ruv.is.

Nánari upplýsingar veiti Jón Haukur Arnarsson.

Fréttir

Þorskurinn kominn í tísku hjá landanum

Sala á þorski til neyslu innanlands er mun meiri það sem af er ári en allt árið 2008. Fréttablaðið var með skemmtilega frétt um þetta og viðtal við Gunnþórunni Einarsdóttur hjá Matís og við Svein Kjartansson hjá Fylgifiskum.

Fréttina má sjá með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Gæði og vinnsla búfjárafurða – námskeið Matís og LBHÍ

Námskeiðið er um samsetningu, meyrni, bragðgæði, sérkenni og eiginleika hráefna til matvælavinnslu og afurða úr íslenskri búfjárrækt. Tekið út frá innlendum og alþjóðlegum rannsókna og þróunarefnum á síðustu áratugum svo og lögum og reglugerðum.

Að loknu námskeiðinu munu nemendur hafa yfirsýn yfir kjöt- og mjólkurframleiðslu og yfir helstu vinnsluaðferðir og afurðir á Íslandi. Einnig hvað einkennir þær og gerir þær sérstakar út frá samsetningu, bragðgæðum og út frá hefðum og aðstæðum á Íslandi. Nemendur munu einnig gera sér grein fyrir matvælaöryggis og stjórnunar á mikilvægum eftirlitsstöðum við framleiðslu og kjöt- og mjólkurvörum. Loks munu nemendur vita hvað þarf til að stofna fyrirtæki í smáframleiðslu matvæla, eða heimaframleiðslu og hvað þarf til og hvernig sótt er um starfsleyfi til heilbrigðisyfirvalda. Einnig fá þeir yfirlit yfir vöruhönnun, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar, val á umbúðum og umbúðamerkingar í tengslum við smáframleiðslu matvæla út frá sérkennum, staðbundum aðstæðum, hefðum og menningu.

Nánari upplýsiingar um námskeiðið má finna hér og hjá Guðjóni Þorkelssyni sviðsstjóra hjá Matís.

Fréttir

Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat verður haldin í Danmörku þann 5. og 6. október 2011

Norræn ráðstefna um skynmat, sem haldin var á Íslandi í maí 2010, verður að þessu sinni í Danmörku. Ráðstefnan er einkum ætluð fagfólki og vísindafólki sem vinnur með skynmat og neytendur, í vöruþróun og markaðssetningu neytendavara.

The Nordic Workshop in Sensory Science – focus on sensory professionalism
Efni ráðstefnunnar fjallar um fagmennsku, nýjungar á sviði skynmats og notkun skynmats í matvælaiðnaði. Meðal annars verður fjallað um hvernig skynrænir eiginleikar hafa áhrif á upplifun, hvernig hægt er að spá fyrir um val neytenda, notkun mismunandi einkunnaskala í skynmats og neytendarannsóknum, úrvinnslu og nýjar fljótlegar skynmatsaðferðir.

Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís verður með erindi sem fjallar um þjálfun fólks í skynmati og  Emilía Martinsdóttir, fagstjóri Matís  er í  undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni www.sensorik.dk. Skráning fer fram til 1. september á fyrrnefndri vefsíðu.

Einblöðungur um ráðstefnuna er hér.

Fréttir

Fagur Fiskur matreiðsluþættirnir endursýndir

Vegna fjölmargra óska hefur RÚV nú ákveðið að endursýna Edduverðlauna þættina Fagur Fiskur sem nutu geysilegra vinsælda sl. vetur.

Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum kl. 18:25 á RÚV. Hægt er að skoða þættina og uppskriftirnar á www.fagurfiskur.is.

Fréttir

Nýr bæklingur um Matarsmiðju Matís á Höfn í Hornafirði

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um Matarsmiðjuna á Höfn má finna í nýjum bæklingi hér.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Fréttir

Áhrif mismunandi forkæliaðferða og endurhönnunar pakkninga á hitastýringu ferskra fiskafurða

Miðvikudaginn 17. ágúst 2011, kl. 15:30 mun Kristín Líf Valtýsdóttir halda meistaraprófsfyrirlestur við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild (IVT) Háskóla Íslands um verkefni sitt. Meistaraprófsfyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnun Matís í stofu 312

 Leiðbeinendur: Sigurjón Arason, Halldór Pálsson og Björn Margeirsson

Prófdómari: Gunnar stefánsson

Ágrip
Markmið þessa verkefnis var að kanna áhrif mismunandi forkæliaðferða og endurhönnununar pakkninga á hitastýringu ferskra fiskafurða. Ófullnægjandi hitastýring í kælikeðju ferskra fiskafurða frá framleiðanda til kaupanda hefur neikvæð áhrif á gæði afurðanna og því er ákjósanlegt að forkæla fiskafurðir hratt og örugglega niður að geymsluhitastigi fyrir pökkun. Varmaeinangrun pakkninga takmarkar varmaflutning frá umhverfi til vöru. Hitadreifing í fiski var kortlögð fyrir mismunandi forkæliaðferðir og varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna frauðplastpakkningar (EPS). Niðurstöður forkælitilrauna voru hitaprófílar sem þjóna sem leiðbeiningar að árangursríkri forkælingu. Varmaeinangrun pakkninga var bætt með því að auka bogaradíus og þar með þykkja horn. Þannig var upphaflegi EPS kassinn endurbættur með aðstoð tölvuvæddra varmaflutningslíkana. Tilraunir sem framkvæmdar voru með ferskum fisk með frumgerðum og síðar nýja endurhannaða kassanum sýndu fram á bætta varmaeinangrun. Lokaniðurstöður eru þær að með því að forkæla vöruna niður að geymsluhitastigi og með notkun endurbættra pakkninga má auka gæði og verðmæti fiskafurða töluvert.

 Nánari upplýsingar veitir Kristín Líf Valtýsdóttir. kristinlif@matis.is

IS