Fréttir

Sjálfbær hágæða matvæli úr stórþörungum

Upphafsfundur SEAFOODTURE verkefnisins fór fram þann 13. maí 2024 hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Það voru 10 samstarfsaðilar frá 8 löndum sem sóttu upphafsfund verkefnisins sem fór fram þann 13. maí 2024 á Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni.

Um er að ræða þriggja ára verkefnið sem felur í sér 9 vinnupakka þar sem eftirtaldir samstarfsaðilar taka þátt:

  • Spanish Council for Scientific Research (CSIC – verkefnisstjórn), Spánn
  • Universidade de Santiago de Compostela (USC), Spánn
  • Tarsus Üniversitesi (Tarsus), Tyrkland
  • Porto-Muiños, Spánn
  • Sapienza Università di Roma (Sapienza), Ítalía
  • Universidade de Aveiro (UA), Portúgal
  • Innovate Food Technology LTD. T/A Innovate Solutions, Írland
  • Matís, Ísland
  • SINTEF Ocean, Noregur
  • Þang / Tartu Ülikool (Tartu), Eistland

Verkefnasíða verkefnisins er aðgengileg hér.

Vefsíðu verkefnisins má svo finna hér.

Fréttir

Austfirðingar áhugasamir um loftslagsmál

Þann 5. júní hélt Matís, ásamt Austurbrú, vinnustofu á vegum Evrópuverkefnisins NATALIE á Reyðarfirði. Í lok síðasta árs hófst Evrópuverkefnið NATALIE, sem Matís og Austurbrú eru þátttakendur í. Megin áhersla verkefnisins er að þróa svokallaðar náttúrutengdar lausnir (e. Nature-based solutions; NBS). Lausnum þessum er ætlað að bregðast við þeim vandamálum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Þar má nefna aukna skriðuhættu, hækkandi sjávarstöðu, þörungablóma og fleira.

Markmið vinnustofunnar var að kynna verkefið fyrir helstu hagsmunaaðilum svæðisins og fá þeirra sýn á þá möguleika sem verkefnið býður upp á. Í tilfelli NATALIE eru hagsmunaaðilar allir þeir aðilar sem þurfa að glíma við einhvers konar áskoranir tengdar loftslagsbreytingum og það er því fjölbreyttur hópur sem kemur að verkefninu. Þátttakendur vinnustofunnar voru 11 og komu frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. Verkefnið NATALIE var kynnt fyrir þátttakendum  og hópavinna fór svo fram samkvæmt stöðluðu vinnulagi verkefnisins. Unnið var með loftslagsáskoranir, mögulegar náttúrutengdar lausnir og hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir innleiðingu þeirra. Lykilatriði er að fá sjónarhorn hagsmunaaðila áður en hafist er handa við innleiðingu náttúrutengdra lausna. Þeir eru sérfræðingar þegar kemur að þeim vandamálum sem svæðið stendur frammi fyrir og geta því lagt til þekkingu sem  ekki er augljós utanaðkomandi aðilum, t.d. um stöðu aðgerða, fyrirhugaðar lausnir og mikilvægi ákveðinna innviða.

Vinnustofan gekk vel og ánægjulegt að sjá hve virkir þátttakendur voru og viljugir til þess að leggja sitt af mörkum svo markmiðum NATALIE verði náð. Hagaðilar svæðisins eru þegar meðvitaðir um þær loftslagstengdu áskoranir sem Austurland stendur frammi fyrir og vilja auka viðnámsþrótt svæðisins varðandi þær. Þessi mikli áhugi fyrir loftslags- og umhverfismálum hjá hagsmunaaðilum á Austurlandi er dýrmætur fyrir NATALIE verkefnið og Matís og Austurbrú hlakka til frekari samvinnu.

NATALIE er fimm ára verkefni og eru þátttakendur alls 43, víðsvegar að úr Evrópu, allt frá Rúmeníu til Íslands. Áskoranirnar sem þessi svæði glíma við eru mismunandi en eiga það allar sameiginlegt að tengjast hringrás vatns. Verkefnið er umfangsmikið en Matís hefur umsjón með rannsóknarsvæði 7 (e. Case study 7) sem snýr að norðurslóðum. Matís og Austurbrú munu, í góðu samstarfi við hagsmunaaðila á svæðinu, taka þátt í þróun nýrra NBS lausna á svæðinu. Lausnirnar eru unnar í samstarfi við sérfræðinga hjá Exeter háskóla og Heimskautaháskólanum í Tromsö (UiT).

Verkefnið NATALIE er fjármagnað af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins undir styrk N° 101112859.

Fréttir

Upphafsfundur í BioProtect verkefninu

Dagana 22.-23. maí fór fram í Kaupmannahöfn upphafsfundur í evrópska rannsóknar- og nýsköpunarverkefninu BioProtect, sem leitt er af Matís og Hafrannsóknastofnun. Verkefnið mun standa yfir næstu 4 ár, þar sem saman koma 18 fyrirtæki og stofnanir víða að úr Evrópu með það að markmiði að þróa lausnir til að takast á við loftslagsbreytingar og ógnun manna við líffræðilegan fjölbreytileika sjávar. Verkefnið hefur hlotið 8 milljón evra stuðning frá Horizon Europe rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun og er því á meðal stærstu verkefna sem íslenskir aðilar hafa stýrt innan rammaáætlana Evrópu.

Þennan upphafsfund sóttu um 40 lykil-fulltrúar þátttakenda, ásamt fulltrúum Evrópusambandsins og utanaðkomandi ráðgjöfum. Á fundinum var sérlega jákvætt andrúmsloft þar sem allir hlutaðeigandi eru spenntir fyrir komandi verkefnum, og nýttu meðal annars fundinn til að skipuleggja í þaula þá vinnu sem fram mun fara á komandi misserum.

Sophie Jensen lagði áherslu á mikilvægi samstarfs í BioProtecgt og að allir þátttakendur standi undir þeirri ábyrgð sem til er ætlast svo að verkefnið skili tilætluðum niðurstöðum
Sophie Jensen hjá Matís og Julian Burgos hjá Hafró stýra verkefninu

Í aðalhlutverki á fundinum voru þau Sophie Jensen hjá Matís, sem stýrir verkefninu (e. coordinator), og Julian Burgos hjá Hafró, sem er vísindalegur leiðtogi verkefnisins (e. scientific manager), en saman mynda þau frábært stjórnunarteymi fyrir þetta áhugaverða og þarfa verkefni.

Christophe Pamoulie, rannsóknarstjóri Hafró, fer yfir hlutverk stofnunarinnar í BioProtect.
Sæmundur Sveinsson og Cecile Dargentolle hjá Matís tryggðu að ekki kæmu upp tæknileg vandamál, auk þess að halda nákvæma fundargerð.
Jónas R. Viðarsson hjá Matís hefur það hlutverk í BioProtect at tryggja að allar formlegar kröfur Horizon Europe séu uppfylltar (e. Administrative manager) s.s. varðandi samninga, hugverk, skráningu á vinnuframlagi og kostnaði o.m.fl.
Fríður hópur lykilþátttakenda í BioProtect sem tóku þátt í upphafsfundi verkefnisins

Fréttir

Grænmetisbók Matís veitir upplýsingar um grænmeti frá uppskeru til neytenda

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Grænmetisbók Matís er nú öllum aðgengileg á vefsíðu Matís. Í þessari vefbók eru aðgengilegar upplýsingar um grænmeti allt frá uppskeru til þess að grænmetið kemur á borð neytenda. Fjallað er um mikilvægi innlendu grænmetisframleiðslunnar fyrir fæðuöryggi, hollustu grænmetisins, rétt geymsluskilyrði, pökkun grænmetis og hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti. Áhersla er á stuttan hnitmiðaðan texta og hægt er að sækja viðbótarupplýsingar með því að smella á hlekki í textanum.

Verkefnið var styrkt af Þróunarfé garðyrkju sem er á vegum matvælaráðuneytisins. Markmið verkefnisins voru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun. Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Hjá Matís hafa verið unnin fjölmörg verkefni um grænmeti. Sérstaka athygli hafa vakið niðurstöður um hliðarafurðir grænmetis, pökkun grænmetis og heilsufarsleg áhrif pökkunarefna. Nú er hægt að nálgast niðurstöður verkefnanna gegnum grænmetisbókina. Ástæða er til að benda á að hægt er að nálgast upplýsingar um bestu geymsluskilyrði fyrir hinar ýmsu grænmetistegundir en vöntun hefur verið á slíkum upplýsingum. Loks má benda má að nýjar norrænar næringarráðleggingar leggja áherslu á neyslu grænmetis.   

Ritrýndar greinar

Catalyzing progress in the blue economy through joint marine microbiome research across the Atlantic

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

International agreements recognize the importance of cooperative scientific research to conserve and promote sustainable development of a shared Atlantic Ocean. In 2022, the All-Atlantic Ocean Research and Innovation Alliance Declaration was signed. The All-Atlantic Declaration continues and extends relationships forged by the Galway Statement on Atlantic Ocean Cooperation and the Belém Statement on Atlantic Ocean Research and Innovation Cooperation. These efforts are consistent with programs, actions, and aims of the United Nations Decade of Ocean Science for Sustainable Development. In preparation for implementation of the All-Atlantic Declaration, members of the Marine Microbiome Working Group and the Marine Biotechnology Initiative for the Atlantic under the Galway and Belém Statements respectively, joined forces to call for cooperation across the Atlantic to increase marine microbiome and biotechnology research to promote ocean health and a sustainable bioeconomy. This article reviews the goals of the marine microbiome and biotechnology initiatives under the Galway and Belém Statements and outlines an approach to implement those goals under the All-Atlantic Declaration through a Blue Biotech and Marine Microbiome (BBAMM) collaboration.

Ritrýndar greinar

 A total of 219 metagenome-assembled genomes of microorganisms from Icelandic marine waters

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is


Marine microorganisms contribute to the health of the global ocean by supporting the marine food web and regulating biogeochemical cycles. Assessing marine microbial diversity is a crucial step towards understanding the global ocean. The waters surrounding Iceland are a complex environment where relatively warm salty waters from the Atlantic cool down and sink down to the deep. Microbial studies in this area have focused on photosynthetic micro- and nanoplankton mainly using microscopy and chlorophyll measurements. However, the diversity and function of the bacterial and archaeal picoplankton remains unknown. Here, we used a co-assembly approach supported by a marine mock community to reconstruct metagenome-assembled genomes (MAGs) from 31 metagenomes from the sea surface and seafloor of four oceanographic sampling stations sampled between 2015 and 2018. The resulting 219 MAGs include 191 bacterial, 26 archaeal and two eukaryotic MAGs to bridge the gap in our current knowledge of the global marine microbiome.

Ritrýndar greinar

Marine Microbial Communities of North and South Shelves of Iceland

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

The North Atlantic Ocean surrounds Iceland, influencing its climate and hosting a rich ecosystem that provides the Icelandic nation with economically valuable marine species. The basis of the Icelandic marine ecosystem consists of communities of diverse microorganisms including bacteria, archaea, and unicellular eukaryotes. While the primary production of Icelandic waters has been monitored since the 50s, there is limited knowledge of the taxonomic and metabolic diversity of the marine microorganisms in Icelandic waters based on molecular techniques. In this study, we conducted annual sampling at four hydrographic stations over several years to characterize marine microbial communities and their metabolic potential. Using 16S ribosomal RNA gene amplicon sequencing and metagenomics, we resolved the microbial community composition on the North and South Shelves of Iceland, analyzed its evolution from 2011 to 2018, identified frequently occurring taxa, and predicted their potential metabolism. The results showed correlations between the marine microbial community profiles and the water masses in spring, between the North and South Shelves of Iceland. The differences in marine microbial diversity appear to be linked to the average seawater temperature in the mixed surface layer at each sampling station which also constrains the relative abundance of photosynthetic microorganisms. This study set a baseline for the marine microbial diversity in Icelandic marine waters and identified three photosynthetic microorganisms – the cyanobacteria Synechococcus and two members of the Chlorophyta clade – as valuable indicator species for future monitoring, as well as for application in ecosystem modeling in context with research on climate change.

Ritrýndar greinar

The distribution and diversity of eukaryotic phytoplankton in the Icelandic marine environment

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

Phytoplankton play a crucial role in the marine food web and are sensitive indicators of environmental change. Iceland is at the center of a contrasting hydrography, with cold Arctic water coming in from the north and warmer Atlantic water from the south, making this geographical location very sensitive to climate change. We used DNA metabarcoding to determine the biogeography of phytoplankton in this area of accelerating change. Seawater samples were collected in spring (2012–2018), summer (2017) and winter (2018) together with corresponding physico-chemical metadata around Iceland. Amplicon sequencing of the V4 region of the 18S rRNA gene indicates that eukaryotic phytoplankton community composition is different between the northern and southern water masses, with some genera completely absent from Polar Water masses. Emiliania was more dominant in the Atlantic-influenced waters and in summer, and Phaeocystis was more dominant in the colder, northern waters and in winter. The Chlorophyta picophytoplankton genus, Micromonas, was similarly dominant to the dominant diatom genus, Chaetoceros. This study presents an extensive dataset which can be linked with other 18s rRNA datasets for further investigation into the diversity and biogeography of marine protists in the North Atlantic.

Fréttir

Hvað verður í matinn? – Málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu

Á föstudaginn næstkomandi, þann 31 maí, fer fram málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu. Málþingið ber yfirskriftina „Hvað verður í matinn?“ og stendur frá 9:00 – 12:30 í Norðurljósasal Hörpu.

Þarna verður það nýjasta á sviði matvælarannsókna í brennidepli ásamt áskorunum og tækifærum í matvælaframleiðslu í framtíðinni. Á meðal fyrirlesara verða Bente Torstensen, forstjóri NOFIMA (matvælarannsóknir í Noregi), Dirk Carrez, framkvæmdastjóri Biobased Industries Consortium og Ólavur Gregersen frá Ocean Rainforest, en sá síðastnefndi er færeyskur frumkvöðull í nýtingu þörunga í matvæli, fóður og umbúðir. Hann hefur komið upp gríðarstórri þörungaverksmiðju og er leiðandi á heimsvísu í rannsóknum og þróun á nýtingu þara. Þessi starfsemi hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim enda gæti þessi iðnaður gegnt lykilhlutverki við að skipta út hefðbundnum plastumbúðum fyrir lífbrjótanlegt plast og einnig til að stuðla að auknu fæðuöryggi um heim allan.

Sérfræðingar Matís munu jafnframt kynna sínar rannsóknir, t.d. í tengslum við hliðarafurðir í grænmetisrækt, þróun fiskneyslu Íslendinga, nýtprótein, matvælakerfi í borgum svo eitthvað sé nefnt. Svo munu fulltrúar frá meðal annars SFS, bændasamtökunum og Háskóla Íslands sitja í pallborði og svara spurningum um áhrif matvælarannsókna á matvælaiðnaðinn og samfélagið.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, opnar málþingið og fundarstjóri verður Bergur Ebbi. Hér fyrir neðan er dagsrká málþings og skráningarhlekkur. Þau sem skrá sig hér fá einnig sendan hlekk á streymið, en málþinginni verður jafnframt streymt á Visir.is.

Facebooksíða málþingsins

Upptökur, glærur fyrirlesara og myndir frá málþinginu eru aðgengilegar hér:

Hvað verður í matinn? Málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu

Fréttir

Sumarhátíð Matís verður þann 5. júní

Verið öll hjartanlega velkomin á sumarhátíð Matís þann 5. júní næstkomandi kl 16:00 – 18:00 að Vínlandsleið 12.

Það verður sannkölluð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, þar sem Stjörnu Sævar mun mæta á svæðið, andlitsmálning fyrir börnin ásamt spennandi vísindastöðvum fyrir unga sem aldna.

Hér er hægt að sjá viðburðinn á Facebook.

IS