Ritrýndar greinar

Bacterial diversity of weathered terrestrial volcanic glasses, Iceland 2010

The diversity of microbial communities inhabiting two terrestrial volcanic glasses of contrasting mineralogy and age was characterised. Basaltic glass from a <0.8 Ma hyaloclastite deposit (Valafell) harboured a more diverse Bacteria community than the younger rhyolitic glass from ∼150-300 AD (Dόmadalshraun lava flow). Actinobacteria dominated 16S rRNA gene clone libraries from both sites, however, Proteobacteria, Acidobacteria and Cyanobacteria were also numerically abundant in each. A significant proportion (15-34%) of the sequenced clones displayed <85% sequence similarities with current database sequences, thus suggesting the presence of novel microbial diversity in each volcanic glass. The majority of clone sequences shared the greatest similarity to uncultured organisms, mainly from soil environments, among these clones from Antarctic environments and Hawaiian and Andean volcanic deposits. Additionally, a large number of clones within the Cyanobacteria and Proteobacteria were more similar to sequences from other lithic environments, included among these Icelandic clones from crystalline basalt and rhyolite, however, no similarities to sequences reported from marine volcanic glasses were observed. PhyloChip analysis detected substantially greater numbers of phylotypes at both sites than the corresponding clone libraries, but nonetheless also identified the basaltic glass community as the richer, containing approximately 29% unique phylotypes compared to rhyolitic glass.

Hlekkur að grein

Fréttir

Fiskmarkaður fyrir almenning hefur opnað í Reykjavík

Langar þig í ferskan fisk og annað sjávarfang? Fiskmarkaðurinn við gömlu höfnina opnaði á Hátíð hafsins, sl. laugardag 5. júní.

Félag um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt, í samstarfi við Faxaflóahafnir og Matís, stendur að fiskmarkaðnum. Fiskmarkaðurinn  verður opinn frá 10-17 og er stefnt að því að hann verði haldinn á hverjum laugardegi fram á haust.

Verkefnið fór upphaflega af stað árið 2009 þegar AVS-sjóðurinn styrkti gerð rannsóknarskýrslu og tillögu að útliti og uppsetningu á fiskmarkaði fyrir almenning (sjá skýrsluna hér). Hluti skýrslunnar var svo sendur inn í hugmyndasamkeppni um nýsköpun í ferðaþjónustu sem Höfuðborgarstofa stóð fyrir árið 2009. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrk og í kjölfarið var stofnað félag til að koma fiskmarkaðinum á laggirnar.

Á Fiskmarkaðnum við gömlu höfnina er lagt upp úr að selt sé ferskt sjávarfang og að þeir sem selji það geti upplýst kaupendur um gæði, uppruna og notkun þess. En hvernig á að meta ferskleika fisks og annars sjávarfangs?

Hjá Matís hafa verið gerðar rannsóknir á ferskleika sjávarafurða um árabil. Ein afurð þessara rannsókna er svokölluð gæðastuðulsaðferð til að meta ferskleika.

Aðferð þessi hefur verið aðlöguð að ferskleikamati fyrir ýmsar algengar fisktegundir:

Nánari upplýsingar veita Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is, og Kolbrún Sveinsdóttir, kolbrun.sveinsdottir@matis.is.

Fréttir

Verkefni sem Matís tekur þátt í í fréttum um alla Evrópu

Chill on verkefnið er til umfjöllunar á Euronews fréttastöðinni frá 3. til 9. júní.

Chill-on verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og miðar að því að bæta gæði og öryggi, gagnsæi og rekjanleika í birgðakeðju á kældum / frystum fiskafurðum með því að þróa hagkvæma tækni, tæki og leiðir til áframhaldandi eftirlits og skráningu á viðeigandi gögnum og úrvinnslu gagna.

Hér má finna tengil á myndbrot um Matís á sjónvarpsstöðinni.

Á vefsíðu verkefnisins kemur m.a. fram að markaðssvæði Evrópusambandsins sé annar stærsti markaður í heimi fyrir fersk og frosin matvæli og að viðskipti með kæld og frosin matvæli aukist ár frá ári. Þar segir einnig að fiskur sé í þriðja sæti af þeim matvælum sem mest sé neytt af í Evrópu og vegna þess hve ferskur fiskur sé viðkvæm vörutegund hafi verið ákveðið að rannsaka allt sem viðkemur gæðamálum og rekjanleika í birgðakeðju og flutningum með kældan og frystan fisk í verkefninu.

Rannsóknir Matís í verkefninu snúa að mestu að fiskafurðunum og aðferðum til að auka geymsluþol og öryggi þeirra, en samstarfsverkefni af þessari stærð opnar fyrir ýmsa nýja möguleika og þekkingarflæði hingað heim.

Þættirnir um Chill on eru á dagskrá á eftirtöldum tímum:

Fim. 3. júní kl.            17:45
Fös. 4. júní kl.            00:45      08:45      12:45
Lau. 5. júní kl.            05:45      11:15      16:45     21:45
Sun. 6. júní kl.            09:45      13:45      19:45
Mán. 7. júní kl.            08:15      17:45     
Þri. 8. júní kl.              00:45       12:15     17:15
Mið. 9. júní kl.             00:45       09:15     15:45

Fréttir

Matarsmiðjan á Flúðum vekur mikla athygli

Viljayfirlýsing um Matarsmiðjuna á Flúðum hefur vakið mikla athygli. Sjöfn Sigurgísladóttir var í viðtali á Bylgjunni núna fyrir stuttu um áætlanir um Matarsmiðju og hlývatnseldi.

Viðtalið við Sjöfn má finna hér.

Síðustu misseri hefur verið unnið að undirbúningi þess að setja á laggirnar matarsmiðju í uppsveitum Árnessýslu sem verður miðstöð fyrir vöruþróun og fullvinnslu á grænmeti og til að efla fag- og háskólamenntun á svæðinu með kennslu og rannsóknum.

Á Flúðum munu samstarfsaðilar leigja húsnæði og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir starfsemi Matarsmiðjunnar. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sérfræðiaðstoð til að þróa vörur án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu, búnað og starfsleyfi á meðan verið er að koma vörum á markað.

Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla, þ.e.a.s  koma á smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknum á afurðum úr ylrækt á svæðinu og skapa þannig ný og áhugaverð tækifæri á Flúðum og nágrenni en ekki síður að skapa mikilvægan vettvang fyrir frumkvöðla og smáframleiðendur að fullvinna vörur sínar til markaðssetningar.

Vaxtarsamningur Suðurlands styrkti Matís við undirbúnings matarsmiðjunnar. Í vor sendu samstarfsaðilarnir svo inn nýja umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands um þróun á Matarsmiðjunni.

Stofnað verður sérstakt félag um rekstur matarsmiðjunnar á Flúðum. Samstarfsaðilar munu í sameiningu vinna að því að tryggja framgang verkefnisins svo hægt verði að nýta aðstöðuna til þróunarstarfs, kennslu, námskeiðahalds og tilraunastarfsemi.

Á næstunni mun starfsmaður verða ráðinn í fullt starf í smiðjuna. Matís leggur mikið upp úr starfsemi sinni utan höfuðborgarsvæðisins og upp úr samstarfi við fyrirtæki og hagsmunaaðila um allt land en fyrirtækið rekur m.a. starfstöðvar á sex stöðum utan Reykjavíkur.

Undirskrift_MSF
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitastjóri Hrunamannahrepps, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri
Matís, Ragnar Magnússon, oddviti hreppsnefndar Hrunamannahrepps og Guðjón
Þorkelsson, sviðsstjóri á sviðinu Nýsköpun og neytendur hjá Matís skrifuðu undir
viljayfirlýsinguna.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is, og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, sjofn.sigurgisladottir@matis.is.

Fréttir

Áhugaverður fyrirlestur í húsakynnum Matís

Prófessor Wolfgang Hillen verður með fyrirlestur hjá Matís, Vínlandsleið 12, Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 10.00 – 11.00. Fyrirlesturinn ber heitið: Tetracycline Dependent Gene Regulation in Bacteria and Mammals: From Mechanisms to Applications. 

Prófessor Wolgang Hillen er formaður örverufræði líffræðideildar, Friedrich-Alexander University, Erlangen-Nürnberg í Þýskalandi.
Nánar um efnið fyrirlestursins

Tetracycline Dependent Gene Regulation in Bacteria and Mammals: From Mechanisms to Applications
Tetracycline dependent gene regulation originates from resistance genes against this antibiotic in bacteria. The resistance mechanism has provided evolutionary pressure to establish a gene regulation system with low background expression combined with sensitive and efficient induction. The relevant prokaryotic components have been modified to function in nearly all organisms, including transgenic mice and human cell lines. A special strategy will be described for the construction of a suicide device for gene therapy by inducing apoptosis in human cell lines at will using regulated t-Bid expression. The basal expression is reduced below the induction threshold by a combined repressor/activator regulation construct, which leads to over 99% cell death upon induction. Furthermore, a screen for the nuclear localization of proteins will be described that does not need microscopy but instead makes use of a purely genetic procedure in which expression of a reporter gene indicates nuclear localization. The potential for screening novel therapeutics will be discussed.

Nánari upplýsingar veitir Franklín Georgsson, franklin.georgsson@matis.is.

Skýrslur

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Jónas Rúnar Viðarsson, Ásbjörn Jónsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar / Computer controlled scraping knives for filleting machines

Skýrsla þessi greinir frá framgangi og niðurstöðum verkefnisins „Tölvustýrðir sköfuhnífar fyrir flökunarvélar“ sem styrkt var af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins var að þróa og smíða tölvustýrðan búnað til að stjórna hreyfingum sköfuhnífa í flökunarvél að gerðinni F-189-PLC frá Fiskvélum. Vonir stóðu til að tölvustýrðu sköfuhnífarnir myndu bæta flakanýtingu og gera kleift að flaka smærri fisk en áður hefur reynst mögulegt með ásættanlegum árangri. Mælingar á flakanýtingu vélarinnar eftir breytingar sýna að nýting hefur aukist um 0,81%, þegar verið er að flaka meðalstóran þorsk (u.þ.b. 2 kg). Ekki reyndist hins vegar unnt sökum hráefnisskorts, að mæla hvort vélin skilaði betri árangri við flökun á mjög smáum fiski (<0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið. ><0,7 kg). Tölvustýrðu sköfuhnífarnir virðast fylgja skurðarkúrfunni betur en eldri búnaður og einnig að þeir nái lengra inn að beinum. Einnig lítur út fyrir að aukinn hreyfanleiki sköfuhnífanna dragi úr áreiti á fiskholdið.

This is a report on the progress and results of the project „Computer controlled scraping knives for filleting machines“. The aim of the projects was to develop and build a computer guided device to control movements of scraping knives in the F-189-PLC filleting machine from Fiskvélar. The goal was to increase filleting yield and make it possible to fillet smaller fish than has been possible before. Measuring filleting yield of the machine after it has been fitted with the new device shows that yield has improved by 0,81%. Unfortunately the success of the machine when filleting very small fish (<0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved manoeuvrability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish. ><0,7 kg) has not yet been carried out due to lack of raw material. The new device appears to guide the knives better along the cutting curve and allow them to cut closer to the bones. Improved maneuverability of the knives is also reducing strain on the flesh of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Population genetics of the Icelandic Nephrops norvegius stock / Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Christophe Pampouli, Hrafnkell Eiríksson, Steinunn Á. Magnúsdóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins (The Icelandic Fisheries Research Fund), Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Population genetics of the Icelandic Nephrops norvegius stock / Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum

Eins og nafn verkefnisins „Stofnerfðafræði leturhumars á Íslandsmiðum“ gefur til kynna, þá var markmið verkefnisins að skoða stofngerð leturhumars (Nephrops norvegicus) á Íslandsmiðum en stofngerðarrannsóknir eru mikilvægur þáttur fyrir sjálfbæra veiðistjórnun. Markmið verkefnis voru í megindráttum þau að þróa ný erfðamörk til að meta erfðabreytileika innan og milli landfræðilegra aðskildra veiðisvæða við Ísland, að skilgreina faðerni eggjamassa kvendýra af aðskildum veiðisvæðum til að varpa ljósi á æxlunarferli leturhumars og að setja saman áætlun um veiðistjórnun þar sem tekið væri tillit til stofnerfðafræðilegra þátta. Erfðagreining felst í því að nota svonefnd erfðamörk en þau byggja á ákveðnum DNA röðum sem eru á einhvern hátt greinanlegar í erfðamenginu. Algengast er að nota erfðamörk sem byggjast á endurteknum stuttröðum (2-6 basar) sem vitað er að séu breytilegar á milli einstaklinga sömu tegundar. Þessi svæði eru því breytileg í lengd á milli einstaklinga og gerir þau því að hentugum kosti. Erfðagreining er mjög öflug tækni sem nota má til einstaklingsgreininga í hópi lífvera. Þessari aðferð er nú í vaxandi mæli beitt til foreldragreininga, til að meta stofngerð, til rekjanleika rannsókna og til að hraða markvissum kynbótum.Yfirleitt þarf að nota 5-15 mismunandi erfðamörk til að aðgreina einstaklinga. Mikill hluti þróunarvinnu felst því í að finna bestu aðstæður fyrir PCR hvörf þar sem hægt er að nota sem flest erfðamörk í einu hvarfi (multiplex) og samtímakeyrslur á raðgreiningavél. Vel gerð erfðagreiningasett sem eru auðveld og ódýr í notkun og gefa miklar upplýsingar og góða greiningarhæfni eru mjög gagnleg til margvíslegra nota. Þau eru því verðmætar afurðir og markaðsvara, þar sem bæði má selja erfðagreiningar og þjónustu sem á þeim byggja. Í verkefninu voru þróuð átta ný erfðamörk fyrir leturhumar og þau notuð til að greina sýni frá aðskildum landfræðilegum veiðisvæðum við Ísland en skosk leturhumarsýni voru höfð sem úthópur. Að auki voru fjögur áður birt erfðamörk notuð til greininganna. Niðurstöður greininga með þessum 12 erfðamörkum frá landafræðilega aðskildum svæðum (ásamt úthópnum) sýndu ekki marktækan erfðafræðilegan mun leturhumars á milli svæðanna. Afrakstur verkefnisins hefur verið birtur í greinum og nemendaverkefni. Nemendaritgerðin ber titilinn „Development of microsatellite multiplex systems for Nephrops norvegicus“ og er eftir Sóleyju Valgeirsdóttur. Búið er að samþykkja eina grein til birtingar í verkefninu en þar er átta nýjum erfðamörkunum lýst. Heiti greinarinnar er: „Isolation and characterization of eight new microsatellite loci in the Norway lobster, Nephrops norvegicus (Linnaeus, 1758)“ (samþykkt til birtingar í tímaritinu Molecular Ecology Resources, Appendix 1). Önnur grein hefur verið send inn til birtingar í tímaritinu ICES Journal of Marine Science undir heitinu „A pilot genetic study revealed the absence of spatial genetic structure of the Norway lobster (Nephrops norvegicus) at fishing grounds in Icelandic waters“ en hún fjallar um stofngerð leturhumars á Íslandsmiðum þar sem leturhumar frá Skotlandi var hafður sem úthópur (Appendix 2).

The genetic structure of population and mating behavior of exploited marine species are important criterions for effective fisheries management. The distribution of Nephrops norvegicus, Norway lobster, in Icelandic waters is limited to the warmer sea of the south coast. The distribution of the Icelandic stock can be divided into ten geographical areas but the main aim of this project was to develop microsatellite markers to use for the genetics analysis and to analyze whether the lobsters in each area are a self-contained unit stock or not. The aim was furthermore to determine the paternity of egg masses from individual females, and thus elucidate the breeding structure in Icelandic waters. The final goal was to produce a plan for the conservation and management of genetic resources in the Icelandic Norway lobster stock taking into account possible natural population diversity. Microsatellites are short sequence repeats of 2-6 bases found in all prokaryotic and eukaryotic genomes analyzed to date. Microsatellites are variable, which means the number of repeats in a specific area of the DNA variants between the different members of a species. Consequently, the alleles of the microsatellites differ by the length. The different alleles and thus the different length of the microsatellites can be caused by insertion or deletion of one or more repeats during the DNA replication. These sequences are usually under a high degree of length variability and that makes them as powerful genetic markers. Therefore, microsatellites are suitable for population genetics, for family tracing in breeding programs, genetic monitoring, and kinship studies as well as tracing of origin. Usually, 5-15 microsatellites are enough to discriminate between individuals. A microsatellite multiplex system is the use of multiple, unique primer sets in a single PCR mixture to produce amplicons of varying sizes, specific to different DNA sequences. By targeting multiple loci at once, additional information may be gained from a single reaction. It is a great advantage that microsatellite markers can be run in multiplex assay systems. Larger numbers of samples and smaller DNA quantities can then be genotyped at once, saving time and money. This also minimizes the risk of handling errors. In this study we developed eight new microsatellite markers that were used to characterize the genetic diversity of Norway lobster, in and between isolated geographical areas in Icelandic waters, and an out-group sample from Scotland. In addition, four previously published microsatellite markers were used for the analysis. The microsatellites did not detect significant genetic differentiation among the location sampled, not even among Icelandic samples and the out-group collected in Scotland. The outcomes of the project are two papers and one student report. The report is titled „Development of microsatellite multiplex systems for Nephrops norvegicus“ by Sóley Valgeirsdóttir. The first paper is titled; „Isolation and characterization of eight new microsatellite loci in the Norway lobster, Nephrops norvegicus (Linnaeus, 1758)“ where the eight new loci are described (Molecular Ecology Resources; Appendix 1; accepted for publication). The second paper is titled „A pilot genetic study revealed the absence of spatial genetic structure of the Norway lobster (Nephrops norvegicus) at fishing grounds in Icelandic waters“ (ICES Journal of Marine Science; Appendix 2; submitted).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Franklín Georgsson, Margeir Gissurarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum / Shelf life of vacuum‐packed smoked herring fillets

Markmið rannsóknarinnar var að kanna geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum og athuga hvaða áhrif það hefur á geymsluþol vörunnar ef rotvarnarefni er ekki notað sem og ef sorbat er notað í stað bensóats, sem notað er í hefðbundinni framleiðslu. Í þessari rannsókn kom fram að notkun rotvarnarefna hefur veruleg áhrif á lengd geymsluþols reyktra síldarflaka. Jafnframt kom fram að sorbat meðhöndlun síldarflaka veitti bestu rotvörn gegn örveruvexti og einnig reyndist sorbat meðhöndlun síldarflaka koma best út í óformlegu skynmati. Hvort þetta stafar af hindrun sorbatsins á örveruvöxt eða að það dragi úr hraða efna‐  og eðlisfræðilegra niðurbrotsþátta í samanburði við síldarflök með bensóati eða án rotvarnarefna þarfnast frekari rannsókna.

The object of this project was to evaluate the shelf life of vacuum packed smoked herring fillets and to evaluate whether the use of the preservatives benzoate or sorbate had any effect on the shelf life of the product Results showed that treatment of the smoked herring fillets with preservatives greatly affected the shelf life and that sorbate treatment of the herring fillets provided the best defence for bacteria growth and also gave best results in an informal sensory testing during the shelf life study. Whether this is due to inhibitory role of sorbate on bacteria growth or that sorbate slows down chemical and physical degradation in comparison to herring fillets with benzoate or without any preservatives needs further investigation.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Útgefið:

01/06/2010

Höfundar:

Ragnar Jóhannsson, Helgi Thorarensen, Ólafur Ögmundarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Betri nýting vatns í bleikjueldi / Efficient rearing systems for Arctic charr

Vatnsþörf í fiskeldi er óhemju mikil og það sem endanlega takmarkar stærð og framleiðslugetu fiskeldisstöðva er aðgengi að heitu og köldu vatni. Markmið verkefnisins var að prófa ódýra og einfalda leið til þess að draga úr vatnsnotkun í bleikjueldi. Í upphafi verkefnisins var gert var ráð fyrir því að hægt væri að nýta vatn í bleikjueldi fjórfalt betur en nú er gert. Hins vegar kom í ljós að það er hægt að nýta vatnið sjöfalt betur. Niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að hægt er að framleiða í kringum sjö sinnum meira af lífmassa í fiskeldi á landi með því vatnsmagni sem notað er í dag. Markmiðum verkefnisins var því náð og gott betur. Til þess að það sé hægt þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

• Mjög mikilvægt er að losa grugg sem fyrst úr vatninu. Því er tromlusía nauðsynlegur búnaður og ber að sía allt vatnið við hvern hring endurnýtingar. Í síunni ætti að notast við 100 μm dúk en hann hreinsar allar agnir sem minnkað geta virkni eldiskerfisins.

• Nægur straumur verður að vera í eldiskerjunum og æskilegt er að vatnskiptahraði sé ekki minni en 45 mínútur til að tryggja sjálfhreinsun og til að fullnægja súrefnisþörf fiska við mikla þéttni.

• Lífhreinsir er nauðsynlegur útbúnaður þegar endurnýting er meiri en 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐1 . Hann losar ammoníak úr eldisvökvanum. Lífhreinsirinn sem notaður var í þessari rannsókn hefur sýnt sig að virkar vel og einkaleyfi hefur fengist á hönnun hans

Aquaculture requires large volumes of water are required for aquaculture and the size and production capacity of fish farms is in most places ultimately determined by access to water and geothermal heat. The objective of this project was to reduce water requirements in Arctic charr aquaculture. Through simple reuse of water the plan was to reduce water requirements fourfold compared with standard reference values in Arctic char fish farms in Iceland. This goal was achived and at the end the reuse was sevenfold. The conclusions of the project are that by using the same amount of water used today and with a simple reuse of it the annual increase in production of Arctic char can be sevenfold the annual production of today. But to make that possible, the following points have to be kept in mind:

• It is necessary to minimize the turbidity in the water with all means. A drum‐filter of 100  μm is therefore needed in the recirculation system.

• The current in the rearing system has to be sufficient and the water change ratio should not be less than 45 minutes to secure self-cleaning and to fulfil the oxygen need of the fish reared in high density.

• A bio filter is needed if the recirculation exceeds 0,03‐0,05 L kg‐1 ∙mín‐ 1 . It phases out the ammonia in the rearing system. The bio filter used in this project has shown that it works and the design of it has a patent

Skoða skýrslu

Fréttir

Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga?

Ítalska Íslenska viðskiptaráð, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag. Þar flytja starfsmenn Matís, þau Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson, mjög áhugavert erindi: “Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.”

Miðvikud. 2. júní 2010
Hús verslunarinnar, 14. hæð  kl 15.-17.00 

Slow Food Reykjavik,  Eygló Björk Ólafsdóttir: 
Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum.
Matís, Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson:
Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.

Eddu hótelin, Friðrik V. Karlsson:
Gamla skyrið í nýju eldhúsi

EG Fiskverkun, Flateyri, Guðrún Pálsdóttir:
Vestfirskur harðfiskur – saga og sérstaða  

Slow Food hreyfingin fæddist á Ítalíu 1989 og hefur gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endurvakningu og nýtingu staðbundinna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn  og sanngjarn – hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu?  Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusamstarfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá uppruna, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum. 

Nánari upplýsingar veita Þóra Valsdóttir, thora.valsdottir@matis.is, og Guðjón Þorkelsson, gudjon.thorkelsson@matis.is.

Skráning hjá Kristin@chamber.is

IS