Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn / R 09075-09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila. Í verkefninu var áherlsa lögð á aðferðir til brauðunar sem hefur lengi verið ein algengasta vinnsluaðferð á íslenskum ufsa erlendis.   Verkefnið fór ágætlega af stað og fljótlega var búið að komast í samband við hugsanlega kaupendur í Þýskalandi. Sýni af vörum voru send til þeirra til að fá mat á hvernig best væri að þróa vöruna að þeirra óskum. Nokkrar tilraunir voru framkvæmdar sem gáfu til kynna að vöruþróunin væri á réttri leið. Hinsvegar þegar komið var ágætis skrið á vinnuna var ljóst að rekstrargrundvöllur Festarhalds var mjög ótryggur og fljótlega fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. Þrátt fyrir að verkefnið hafi þróast með öðrum hætti en gert hafði verið ráð fyrir þá gáfu niðurstöður tilrauna til kynna að þær vörur sem voru prófaðar voru að ásættanlegum gæðum og líklegar til að uppfylla kröfur markaðarins. Það er því full ástæða að áætla að grundvöllur sé fyrir því að fullvinna brauðaðar vörur úr ufsa hér á landi. Tækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, especially to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value. In the project, analysis was performed on the potential of processing breaded fish products by a local processing plant. Results of experiments were positive and indicated that the products fulfilled market demands of composition and quality. There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Hlynur Stefánsson, Emil B. Karlsson, Óli Þór Hilmarsson, Einar Karl Þórhallsson, Jón Haukur Arnarson, Sveinn Margeirsson, Ragnheiður Héðinsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir eru margar, s.s. röng vörustjórnun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Lögð var áhersla á virðiskeðju eins flokks matvæla: kældar kjötvörur. Of mikil eða röng framleiðsla og umframbirgðir á viðkvæmum vörum voru greind sem ein megin orsök sóunar. Röng vörumeðhöndlun og vörustjórnun skipta einnig miklu máli. Þróuð var frumgerð að upplýsingakerfi til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað í virðiskeðjunni. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að vönduð og öguð vinnubrögð í allri virðiskeðjunni og gott upplýsingaflæði milli birgja og smásala feli í sér geysimikla möguleika til hagræðingar, ekki síst á sviði vörustjórnunar.

Great amount of waste is created in the food value chain. The reason is manifold; inadequate logistics, wrong treatment, inadequate temperature management, damaged packaging etc. Food producers and retail belief this waste can be reduced substantially by joint forces of stakeholders in the food supply chain, resulting in lower food prices. The aim of the project was to analyse where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. Fresh/chilled meat products were chosen for the case study. The main sources of waste were identified as excessive production and inventory levels of persiable products, improper handling of products and raw material and problems with logistics. Prototype of decision support system was made to improve inventory and production management in the supply chain. The results indicate that elaborate and disciplined practices throughout the value chain and improved information sharing between suppliers and retailers can create opportunities for rationalisation, especially in the field of logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Þessi skýrsla tekur fyrir fyrsta hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á greiningu/kortlagningu á ferli vöru og vörustýringu og var honum skipt upp í þrjá verkþætti sem unnir voru samhliða. Öll þáttökufyrirtækin voru heimsótt. Farið var yfir verkferla hjá fyrirtækjunum, aðstaða þeirra skoðuð og álit fengið um það hvað betur má fara í ferli kældra kjötvara út fá þeirra sjónarhóli. Kannað var hvers konar upplýsingar fyrirtækin hafa um vörurnar, á hvaða formi þær eru og hvernig þær eru nýttar. Þá var skoðað hvaða upplýsingar berast milli hlekkja í virðiskeðjunni, hvernig þær berast og hvaða upplýsingar/gögn frá öðrum hlekkjum geta hjálpað viðkomandi aðila til betri stýringar á óþarfa rýrnun. Í framhaldi af þessari vinnu var gerð greining á þeim þáttum sem þóttu mikilvægastir og tillögur mótaðar um úrbætur varðandi verklag, upplýsingar, mælingar ofl.

This report discusses the first part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this first part emphasis was put on product processes and logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta var lögð áhersla á að kanna áhrif hitastigs á rýrnun m.t.t. helstu skrefa í ferli kældra kjötvara frá framleiðenda þar til þær komast í hendur neytenda.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part emphasis was put on the influence of temperature on impairment of chilled meat products in respect to the different steps in the supply chain.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta eru settar saman tillögur að bættu verklagi til að bæta framleiðslu- og flutningsferla kældra kjötvara með megin áherslu á hitastigsstýringu í ferlinu. Verklýsingarnar eru byggðar á kröfum sem eru settar af reglugerðum, opinberum leiðbeiningum og niðurstöðum rannsókna. Verklagsreglunum er skipt upp í þrjá hluta; framleiðslu, flutning og smásölu. Ekki eru gerðar verklýsingar fyrir sértækar vinnsluaðferðir.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part propositions are made for good practices in relation to the meat chill chain. The propositions are based on regulation requirements; good manufacturing guidelines and research conclusions. They are divided into three main parts; processing, transport and retail. Specific processing methods are not included.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Í skýrslunni er leitað svara við fjölbreytileika og tegundasamsetningu örvera í fiskvinnsluumhverfi. Rannsóknarvinnan hófst með uppsetningu og þróun aðferða til að skanna örverusamsetningu með sameindalíffræðilegum aðferðum og svo á seinni stigum var hafist handa við að skoða valin umhverfi úr fiskiðnaðinum.  Tvær fiskvinnslur voru heimsóttar, hvor um sig í tvígang þar sem úttekt var gerð á vinnslunni og u.þ.b. 20 sýni tekin í hverri ferð.    Í ljós kom fjölbreytt samfélag baktería þar sem þekktar skemmdarbakteríur voru í jafnan í háu hlutfalli ásamt ýmsum öðrum tegundum.    Örverutalningar sýndu fram á hátt magn baktería á yfirborðum vinnslulína á meðan á vinnslu stendur með fáa bakteríuhópa í yfirmagni en einnig fjölmargar aðrar tegundir í minna magni.    Helstu hópar baktería sem fundust tilheyra Photobacterium phosphoreum, sem var í hæsta hlutfallslegu magni heilt yfir í rannsókninni, ásamt Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter og Pseudoalteromonas. Allar þessar tegundir eru þekktar fiskibakteríur sem lifa í roði og þörmum lifandi fiska.  Þetta er fyrsta verkefnið sem vitað er um þar sem sameindalíffræðilegar aðferðir eru notaðar til að skanna bakteríuvistkerfi fiskvinnsluhúsa.   Hér hefur því verið lagður þekkingargrunnur að bakteríuvistkerfum við mismunandi aðstæður í fiskvinnslum sem mun nýtast til frambúðar við rannsóknir og þróun á bættum vinnsluferlum og geymsluaðferðum á fiski.

In this report we seek answers on diversity and species composition of bacteria in fish processing environment. The study initiated   method development to screen microbial systems using molecular methods followed by analysis of samples from 2 fish processing plants. This research shows the presence of a diverse microbial community in fish processing environment where known spoilage microorganisms are typically in high relative numbers along with various other bacterial species. Total viable counts showed the presence of bacteria in high numbers on processing surfaces during fish processing where few species typically dominated the community. Photobacterium phosphoreum was the most apparent species followed by genera such as Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter and Pseudoalteromonas. All these species are known fish associated bacteria that live on the skin and in the digestive tract of a living animal. To our knowledge, this is the first study where molecular methods are used to screen microbial communities in fish processing plants. This research has therefore contributed a database on bacterial diversity in fish processing plants that will be used in the future to improve processing and storage methods in the fish industry.

Skoða skýrslu

Fréttir

Atlantshafsþorskur – hverjar eru próteinþarfir fyrir hámarksvöxt?

Nýlega birtust niðurstöður úr rannsókn sem sérfræðingar Matís ofl. stóðu að og var framkvæmd í þeim tilgangi að varpa ljósi á próteinþörf Atlantshafsþorsksins þannig að vöxtur hans yrði sem mestur.

Auk þess fór fram fyrirlestur um sama efni á í XIII International Symposium on Fish Nutrition and Feeding sem haldi var í Florianópolis í Brasilíu fyrir stuttu. Boðsfyrirlestrar voru 7 og auk þess voru valdir til flutnings 81 fyrirlestur af hugmyndum sem sendar voru inn um sjálfvalið efni. Einn af þessum fyrirlestrum var fyrrnefndur fyrirlestur sem bar heitið „Protein requirements of Atlantic cod Gadus morhua L“ haldinn af starfsmanni Matís, Jóni Árnasyni.

Fréttir

Áhrif söltunarferla á eiginleika saltfisks

Föstudaginn 19.2.2010, fór fram doktorsvörn við Háskólann í Lundi, Svíþjóð.  Þá varði Kristín Anna Þórarinsdóttir fagstjóri hjá Matís doktorsritgerð sína „The influence of salting procedures on the characteristics of heavy salted cod“.

Föstudaginn 19.2.2010 fór fram doktorsvörn við Háskólann í Lundi, Svíþjóð (Department of Food Technology, Engineering and Nutrition, Faculty of Engineering, LTH).  Þá varði Kristín Anna Þórarinsdóttir, fagstjóri hjá Matís doktorsritgerð sína „The influence of salting procedures on the characteristics of heavy salted cod“.  Verkefnið var að stærstum hluta unnið á Matís ohf. 

Andmælandi var
KristinLauritzsen, Utviklingschef Norske Sjömatbedrifters Landförening, Þrándheimi, Noregi.

Matsnefnd skipuðu
Prófessor Erik Slinde, Institute of Marine Research, Nordnes, Bergen, Noregi
Dr. Hörður G. Kristinsson, Matís ohf,
Prófessor Björg Egelandsdal, Universitet för miljö och biovetenskap UMB, Ási, Noregi

Doktorsnefnd skipuðu
Prófessor Eva Tornberg, Lund University, Svíþjóð
Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, Matís ohf
Sigurjón Arason, Matís ohf, Háskóla Íslands

Ágrip ritgerðarinnar
Verkun saltfisks hefur þróast mikið undanfarna áratugi, frá því að vera einföld stæðusöltun yfir í nokkra þrepa verkunarferil.  Fjöldi þrepa og val aðferða er mismunandi eftir því hver framleiðandinn er.  Almennt hefst verkunin með forsöltun sem framkvæmd er með sprautun og pæklun eða pæklun/pækilsöltun sem fylgt er eftir með þurrsöltun (stæðusöltun).  Eftir þurrsöltun er afurðum pakkað í viðeigandi umbúðir eftir afurðaflokkum og mörkuðum.  Fyrir matreiðslu, eru afurðir útvatnaðar til að lækka saltinnihald þeirra.     

Markmið þessarar rannsóknar var að dýpka þekkingu á áhrifum mismunandi verkunarferla með tilliti til vatnsheldni og nýtingar saltaðra þorskflaka.  Fylgst var með breytingum á nýtingu, efnainnihaldi, afmyndun próteina og vöðvabyggingu þorsks í gegnum ferillinn; frá hráefni í gegnum forsöltun, þurrsöltun, geymslu og útvötnun. 

Nýting sprautaðra afurða hélst hærri í gegnum allan ferilinn samanborið við aðrar aðferðir.  Nýting afurða sem eingöngu voru pæklaðar í upphafi verkunar var óháð pækilstyrk að því undanskildu að áhrif voru merkjanleg við sjálfa pæklunina.  Hins vegar voru áhrif á gæði neikvæð ef pækilstyrkur fór yfir 20%.  Notkun fosfats jók nýtingu eftir söltun en ekki eftir útvötnun.  Áhrif af viðbættu fosfati á gæði voru metin í tveimur tilraunum en niðurstöðum bar ekki saman á milli þeirra.  Almennt er fosfat þó talið hafa jákvæð áhrif á blæ afurða og bæta þannig gæði.  Áhrif fosfats á nýtingu samanborið við sprautun voru óveruleg.     

Saltinnihald í vöðva var almennt >20% eftir söltun óháð verkunarferlum.  Breytingar (afmyndun) á próteinum voru því miklar en mismunandi eftir söltunaraðferðum.  Bygging myósíns virtist raskast minna við söltun í sprautuðum afurðum.  Það var talið tengjast vægari hækkun á saltstyrk við upphaf söltunar sem leiddi til sterkari „salting-in“ áhrifa en með öðrum aðferðum. 

Breytingar á bandvef við söltun voru einnig mismunandi eftir söltunaraðferðum.  Millifrumubil eftir söltun var meira í afurðum sem voru sprautaðar og pæklaðar samanborið við afurðir sem eingöngu voru pæklaðar í upphafi verkunar.   Aftur á móti var flatarmál fruma sambærilegt.  Mismunur á vatnsheldni vöðvans og nýtingu eftir verkunarferlum var því tengdur breytileika í afmyndun bæði kollagens og myósíns en hingað til hafa niðurstöður fyrri rannsókna fyrst og fremst verið túlkaðar úr frá breytingum á vöðvatrefjum.    

Tap þurrefnis við verkun var meira í sprautuðum og pækluðum afurðum.  Fyrst og fremst var um „non protein nitrogen“ að ræða   Hlutfall próteina sem tapaðist var lágt og því voru áhrif þurrefnistaps á vatnsheldni vöðvans talin óveruleg. Áhrifin voru fremur talin felast í breytileika í bragði og lykt afurða, vegna  eðlis og eiginleika „non protein nitrogen“ efna en ekki var gerður samanburður á þessum eiginleikum í ritgerðinni.

Hinn nýbakaði doktor, Kristín Anna Þórarinsdóttir er fædd árið 1971, foreldrar hennar eru Þórarinn Snorrason og (Elisabet Charlotte) Johanna Herrmann.  Kristín lauk námi í BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc.-gráðu frá HÍ árið 2000.  Síðan þá hefur hún starfað hjá Matís (www.matis.is).

Kristín er gift Baldvini Valgarðssyni og eiga þau tvö börn, Þorfinn Ara og Valgerði Báru.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Anna Þórarinsdóttir, kristin.a.thorarinsdottir@matis.is.

Fréttir

Búnaðarþing 2010 – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flytur hátíðarræðu

Árlegt Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands hefst sunnudaginn 28. febrúar og stendur til miðvikudagsins 3. mars.

Búnaðarþing verður sett með viðhöfn á sunnudaginn en yfirskrift setningarathafnarinnar er „Aftur kemur vor í dal“. Í vikunni verða hefðbundin þingstörf þar sem m.a. verður fjallað um mál sem tengjast umsókn stjórnvalda að Evrópusambandinu, jarðalögum, fjármálum bænda og uppbyggingu félagskerfis þeirra.

Setning Búnaðarþings fer fram í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. febrúar og hefst kl. 13:30. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, heldur setningarræðu og Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra flytur ávarp og veitir árleg landbúnaðarverðlaun. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, flytur hátíðarræðu og Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi tekur lagið. Aðgangur er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og í boði eru kaffiveitingar.

Búnaðarþingi verður gerð skil á vefnum bondi.is þegar þingstörf hefjast. Á vefnum verður birt dagskrá þingsins, ræður, fundargerðir og upplýsingar um afgreiðslu mála um leið og þær berast.

Nánari upplýsingar veita:

Magnús Sigsteinsson, skrifstofustjóri Búnaðarþings, gsm: 863-3184 , netfang: ms@bondi.is
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, gsm: 861-7740, netfang: hb@bondi.is
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, gsm: 895-6254 , netfang: ebl@bondi.is

Fréttir

Matvælamiðstöð Austurlands auglýsir eftir verkefnum

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að því að koma á fót aðstöðu fyrir Matvælamiðstöð Austurlands í húsakynnum Mjólkurstöðvarinnar en Matvælamiðstöðin var sett á laggirnar haustið 2009 en hún er samstarfsverkefni Matís, Þróunarfélags Austurlands, Fljótsdalshéraðs, Búnaðarfélags Austurlands og Auðhumlu.

Hugmyndin með Matvælamiðstöðinni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu.  Möguleikarnir eru margir, hægt er að leigja aðstöðuna til framleiðslu fyrir þá sem eru með framleiðsluvöru en ekki aðstöðu, einnig er hægt að fá aðstoð aðstöðu fyrir vöruþróun.  Með þessu móti er  hægt að  prófa hugmyndir að framleiðslu og markaðssetja vöru án þess að leggja út í mikinn kostnað við aðstöðu og útvegun nauðsynlegra framleiðsluleyfa.  Nú er Matvælamiðstöðin komin með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og getur því tekið við verkefnum.  Þegar hafa tveir aðilar nýtt sér aðstöðuna og láta vel af.

Áhugasamir endilega hafði samband við Hrund í síma 858 5060 eða með því að senda póst á mma@matis.is

Nánar um Matvælamiðstöðina má finna á www.matis.is/um-matis-ohf/starfsstodvar-matis/egilsstadir/

IS