Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir (nemandi HA), Friðbjörn Möller, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.   Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna.

Zooplankton is the food source of our fish stocks, with Calanus finmarchicus being the most abundant species in the marine ecosystem around Iceland in addition to Acartia that may be found in the zooplankton throughout the year. The overall goal of this project was to culture natural zooplankton species (Calanus finmarchicus and Acartia) for production of eggs that is the basis for commercial production of copepods. Facilities for culturing zooplanktonic species and live algae have been set up as a part of the project. Natural zooplankton has been collected using various approach and attempts have been made to culture copepods under various conditions. Eggs of Acartia tonsa have furthermore been hatched and cultured in two separate experiments. The main results indicate that zooplankton species are extremely sensitive to handling and temperature changes during collection and trasnport. Significant losses were observed during the first days following collection and the copepod cultures only survived through a few weeks. Previous studies show that nutrition profoundly affects reproduction, survival and productivity of zooplankton species. The present results indicate that the algae paste used did not fulfil the nutritional requirements of the copepods but improved results were achieved using live algae cultures. Hatching of dormant eggs proved successful and eggs have been collected from the experimental units. Further experiments are planned with the aim to study the effects of nutrition, food supply and copepod densities on the development, sex ratio and productivity of the cultures.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamband kúabænda, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Neytendasamtökin

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina.

A survey on the composition and labelling of minced beef was carried out in January 2010. Eight products of prepacked minced beef were sampled from supermarkets in Reykjavik. The labels were compared to provisions in regulations. The products were analyzed for meat species soy protein, fat, protein, ash and water. Added water and added carbohydrates/fiber were calculated from analytical values. The main results of the survey were that other meat species were not added to the minced beef and soy protein was not detected. According to calculations, water was added to 6 out of 8 samples but for one of the samples water was not listed as an ingredient. In two products added water was less than the 12 percentage stated on the label. Potato fibers were according to the labels added to 4 products. This is in accordance with regulations. Fat percentage was higher than declared in three products and protein was less than declared in two products. Labelling did not fulfil regulation requirements in some cases. Nutrient labelling was lacking in 2 samples. Addresses of producers and subtext in the name of the products were sometimes missing. The Icelandic regulation on meat and meat products No. 331/2005 is unclear on how to estimate and calculate added water and needs to be revised.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS‐sjóðurinn / R 09075‐09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila.   Í þessari samantekt er lögð áhersla á markaðsaðstæður og helstu framleiðsluaðferðir brauðaðar fiskvara sem hafa lengi verið ein algengasta áframvinnsla á íslenskum ufsa erlendis.   Markaðsækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis. Mikilvægt er þó að hafa í huga að velja og þekkja vel þann markað sem stefnt er á. Brauðaður fiskur telst til tiltölulega hefðbundinna matvæla en breytileiki innan vörutegundarinnar er þó töluverður og ræðst mikið af smekk neytenda í hverju landi fyrir sig.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, mostly to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value.   In this summation emphasis is put on the market situation and processing methods of breaded fish products, which are probably the most common end‐ product of Icelandic saithe abroad. Today is an opportunity for marketing of products which are economical, of high quality, convenient and quick to serve. Breaded fish products fulfil those requirements by ensuring raw material quality, processing and handling conditions. Great variety is within this product category which is now categorized as conventional food. Local preferences can vary greatly. Thorough selection and knowledge of markets is essential.   There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export within Iceland due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.     

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn / R 09075-09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila. Í verkefninu var áherlsa lögð á aðferðir til brauðunar sem hefur lengi verið ein algengasta vinnsluaðferð á íslenskum ufsa erlendis.   Verkefnið fór ágætlega af stað og fljótlega var búið að komast í samband við hugsanlega kaupendur í Þýskalandi. Sýni af vörum voru send til þeirra til að fá mat á hvernig best væri að þróa vöruna að þeirra óskum. Nokkrar tilraunir voru framkvæmdar sem gáfu til kynna að vöruþróunin væri á réttri leið. Hinsvegar þegar komið var ágætis skrið á vinnuna var ljóst að rekstrargrundvöllur Festarhalds var mjög ótryggur og fljótlega fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. Þrátt fyrir að verkefnið hafi þróast með öðrum hætti en gert hafði verið ráð fyrir þá gáfu niðurstöður tilrauna til kynna að þær vörur sem voru prófaðar voru að ásættanlegum gæðum og líklegar til að uppfylla kröfur markaðarins. Það er því full ástæða að áætla að grundvöllur sé fyrir því að fullvinna brauðaðar vörur úr ufsa hér á landi. Tækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, especially to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value. In the project, analysis was performed on the potential of processing breaded fish products by a local processing plant. Results of experiments were positive and indicated that the products fulfilled market demands of composition and quality. There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Hlynur Stefánsson, Emil B. Karlsson, Óli Þór Hilmarsson, Einar Karl Þórhallsson, Jón Haukur Arnarson, Sveinn Margeirsson, Ragnheiður Héðinsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Samantekt / Improvements in the food value chain. Roundup

Vitað er að mikil sóun á sér stað í virðiskeðju matvæla. Orsakir eru margar, s.s. röng vörustjórnun, röng meðferð, rofin kælikeðja eða ófullnægjandi kæling á einhverju stigi, rofnar umbúðir og ótal margt fleira. Matvælaframleiðendur og smásalar telja að verulega megi draga úr slíkri sóun með samstilltu átaki allra sem koma að virðiskeðjunni. Þannig mætti lækka verð á matvælum umtalsvert. Markmið verkefnisins var að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Lögð var áhersla á virðiskeðju eins flokks matvæla: kældar kjötvörur. Of mikil eða röng framleiðsla og umframbirgðir á viðkvæmum vörum voru greind sem ein megin orsök sóunar. Röng vörumeðhöndlun og vörustjórnun skipta einnig miklu máli. Þróuð var frumgerð að upplýsingakerfi til að bæta framleiðslustýringu og minnka birgðakostnað í virðiskeðjunni. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að vönduð og öguð vinnubrögð í allri virðiskeðjunni og gott upplýsingaflæði milli birgja og smásala feli í sér geysimikla möguleika til hagræðingar, ekki síst á sviði vörustjórnunar.

Great amount of waste is created in the food value chain. The reason is manifold; inadequate logistics, wrong treatment, inadequate temperature management, damaged packaging etc. Food producers and retail belief this waste can be reduced substantially by joint forces of stakeholders in the food supply chain, resulting in lower food prices. The aim of the project was to analyse where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. Fresh/chilled meat products were chosen for the case study. The main sources of waste were identified as excessive production and inventory levels of persiable products, improper handling of products and raw material and problems with logistics. Prototype of decision support system was made to improve inventory and production management in the supply chain. The results indicate that elaborate and disciplined practices throughout the value chain and improved information sharing between suppliers and retailers can create opportunities for rationalisation, especially in the field of logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu / Improvements in the food value chain. Mapping of product process and logistics

Þessi skýrsla tekur fyrir fyrsta hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á greiningu/kortlagningu á ferli vöru og vörustýringu og var honum skipt upp í þrjá verkþætti sem unnir voru samhliða. Öll þáttökufyrirtækin voru heimsótt. Farið var yfir verkferla hjá fyrirtækjunum, aðstaða þeirra skoðuð og álit fengið um það hvað betur má fara í ferli kældra kjötvara út fá þeirra sjónarhóli. Kannað var hvers konar upplýsingar fyrirtækin hafa um vörurnar, á hvaða formi þær eru og hvernig þær eru nýttar. Þá var skoðað hvaða upplýsingar berast milli hlekkja í virðiskeðjunni, hvernig þær berast og hvaða upplýsingar/gögn frá öðrum hlekkjum geta hjálpað viðkomandi aðila til betri stýringar á óþarfa rýrnun. Í framhaldi af þessari vinnu var gerð greining á þeim þáttum sem þóttu mikilvægastir og tillögur mótaðar um úrbætur varðandi verklag, upplýsingar, mælingar ofl.

This report discusses the first part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this first part emphasis was put on product processes and logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Áhrif kælikeðjunnar á rýrnun kjöts / Improvements in the food value chain. Influence of the chill chain on impairment of meat product

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvæla rýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta var lögð áhersla á að kanna áhrif hitastigs á rýrnun m.t.t. helstu skrefa í ferli kældra kjötvara frá framleiðenda þar til þær komast í hendur neytenda.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part emphasis was put on the influence of temperature on impairment of chilled meat products in respect to the different steps in the supply chain.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Jón Haukur Arnarson, Óli Þór Hilmarsson, Hlynur Stefánsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Tillaga að verklýsingum fyrir kælikeðju kjötvara / Improvements in the food value chain. Propositions for managing the meat chill chain

Þessi skýrsla fjallar um einn hluta verkefnisins Umbætur í virðiskeðju matvæla sem hefur það að meginmarkmiði að greina hvar í virðiskeðju matvælarýrnun á sér stað og skilgreina aðgerðir til að lágmarka sóun sem af rýrnuninni hlýst. Í þessum hluta eru settar saman tillögur að bættu verklagi til að bæta framleiðslu- og flutningsferla kældra kjötvara með megin áherslu á hitastigsstýringu í ferlinu. Verklýsingarnar eru byggðar á kröfum sem eru settar af reglugerðum, opinberum leiðbeiningum og niðurstöðum rannsókna. Verklagsreglunum er skipt upp í þrjá hluta; framleiðslu, flutning og smásölu. Ekki eru gerðar verklýsingar fyrir sértækar vinnsluaðferðir.

This report discusses a part of the project Improvements in the food value chain. The main aim of the project was to analyze where in the value chain waste is created and define actions to reduce it. In this part propositions are made for good practices in relation to the meat chill chain. The propositions are based on regulation requirements; good manufacturing guidelines and research conclusions. They are divided into three main parts; processing, transport and retail. Specific processing methods are not included.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Eyjólfur Reynisson, Sveinn Haukur Magnússon, Árni Rafn Rúnarsson, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Bacterial diversity in the processing environment of fish products / Fjölbreytileiki bakteríusamfélaga í vinnsluumhverfi fiskafurða

Í skýrslunni er leitað svara við fjölbreytileika og tegundasamsetningu örvera í fiskvinnsluumhverfi. Rannsóknarvinnan hófst með uppsetningu og þróun aðferða til að skanna örverusamsetningu með sameindalíffræðilegum aðferðum og svo á seinni stigum var hafist handa við að skoða valin umhverfi úr fiskiðnaðinum.  Tvær fiskvinnslur voru heimsóttar, hvor um sig í tvígang þar sem úttekt var gerð á vinnslunni og u.þ.b. 20 sýni tekin í hverri ferð.    Í ljós kom fjölbreytt samfélag baktería þar sem þekktar skemmdarbakteríur voru í jafnan í háu hlutfalli ásamt ýmsum öðrum tegundum.    Örverutalningar sýndu fram á hátt magn baktería á yfirborðum vinnslulína á meðan á vinnslu stendur með fáa bakteríuhópa í yfirmagni en einnig fjölmargar aðrar tegundir í minna magni.    Helstu hópar baktería sem fundust tilheyra Photobacterium phosphoreum, sem var í hæsta hlutfallslegu magni heilt yfir í rannsókninni, ásamt Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter og Pseudoalteromonas. Allar þessar tegundir eru þekktar fiskibakteríur sem lifa í roði og þörmum lifandi fiska.  Þetta er fyrsta verkefnið sem vitað er um þar sem sameindalíffræðilegar aðferðir eru notaðar til að skanna bakteríuvistkerfi fiskvinnsluhúsa.   Hér hefur því verið lagður þekkingargrunnur að bakteríuvistkerfum við mismunandi aðstæður í fiskvinnslum sem mun nýtast til frambúðar við rannsóknir og þróun á bættum vinnsluferlum og geymsluaðferðum á fiski.

In this report we seek answers on diversity and species composition of bacteria in fish processing environment. The study initiated   method development to screen microbial systems using molecular methods followed by analysis of samples from 2 fish processing plants. This research shows the presence of a diverse microbial community in fish processing environment where known spoilage microorganisms are typically in high relative numbers along with various other bacterial species. Total viable counts showed the presence of bacteria in high numbers on processing surfaces during fish processing where few species typically dominated the community. Photobacterium phosphoreum was the most apparent species followed by genera such as Flavobacterium, Psychrobacter, Chryseobacter, Acinetobacter and Pseudoalteromonas. All these species are known fish associated bacteria that live on the skin and in the digestive tract of a living animal. To our knowledge, this is the first study where molecular methods are used to screen microbial communities in fish processing plants. This research has therefore contributed a database on bacterial diversity in fish processing plants that will be used in the future to improve processing and storage methods in the fish industry.

Skoða skýrslu
IS