Skýrslur

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Útgefið:

06/12/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS-Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11005-11)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Í þessari skýrslu er stiklað á stóru á framkvæmd og helstu niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem fram fór á árunum 2012-2013. Ástæða þess að dregist hefur að gefa út lokaskýrslu verkefnisins er sú að árið 2013 varð eigandi verkefnisins, Sægarpur ehf. gjaldþrota. Verkefnið var því ekki fullklárað og hefur legið að mestu í dvala síðan 2013. En þar sem stærstum hluta verkefnisins hafði verið lokið áður en Sægarpur fór í þrot, þykir höfundum rétt og skylt að greina hér opinverlega frá hvað fram fór í verkefninu og hverjar helstu niðurstöður þess voru. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu og flutning á lifandi beitukóngi, auk þess að kanna markaði fyrir slíkar afurðir. Framkvæmdar voru tilraunir með mismunandi aflameðferð um borð í veiðiskipi og geymslu eða flutning, sem gaf vísbendingar um að með réttri meðhöndlun og frágangi væri hægt að halda beitukóngi á lífi í u.þ.b. viku. stefnt hafði verið að því að tryggja a.m.k. 10 daga lifun til að það teldist raunhæft að ætla sér að flytja út lifandi beitukóng. Niðurstöður tilraunanna sýndu hins vegar að þegar meira en vika var liðin frá veiði dró hratt úr lifun og kjötið var orðið óhæft til neyslu á tíunda degi. Mögulega væri hægt að þróa þessa ferla betur til að tryggja betri lifun, en miðað við þessar niðurstöður er geymsluþolið ekki nægjanlega langt til að þetta geti talist álitlegur kostur að sinni. Einnig voru gerðar tilraunir til að halda beitukóngi lifandi í hringrásarkerfi í fiskikeri. Markmiðið með þeim tilraunum var að kanna hvort hægt væri að geyma lifandi beitukóng á „lager“ fyrir vinnslu í landi. Útbúið var hringrásarkerfi með síubúnaði sem dugði til að hald lífi í beitukóngi í viku. Höfundar telja að mögulega væri hægt að lengja tímann með öflugri síubúnaði. Þessar niðurstöður verða að teljast jákvæðar og til þess fallnar að þær gætu verið teknar upp hjá fyrirtækjum sem standa að vinnslu á beitukóngi. Markaðir fyrir lifandi beitukóng voru einnig skoðaðir, en segja má að sú könnun hafi endanlega fært heim sanninn um að útflutningur á lifandi beitukóngi væri ekki raunhæfur kostur. Það sé einfaldlega betri kostur að vinna beitukónginn hér heima. Breytist markaðsaðstæður hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að bæta ferla svo að slíkur útflutningur verði mögulegur.

This report contains an overview of the progress and main results in a research project that ran in 2012-2013. The reason for the delay in publication of this final report is that the project owner was declared bankrupt in 2013 and the project has been dormant since then. The authors of the report did however feel obligated to make public the progress and main results that were achieved before the owner went out of business. The aim of the project was to develop best practice for catching, handling, packaging, storage and transport of live whelk; as well as studying the markets for live whelk. Experiments were made with different onboard handling, storage and transport of live whelk. These experiments indicated that it should be possible to keep the whelk alive for one week after capture, with correct handling. The goal had however been to ensure that the whelk could be kept alive for at least ten days. Experiments were also made where it was attempted to keep whelk alive in a regular plastic fish-tub equipped with a circulation system. The objective with this was to examine if whelk could be stored, in a relatively simple and inexpensive manner, in-stock for land-based processing. The results indicate that such a system could be used to keep a living inventory of whelk for the processing. The authors of this report are confident that the timeframe could be extended by fitting the system with more efficient filtration equipment. The markets for live whelk were briefly analysed and the results of that analyses indicate that export of live whelk from Iceland is not economically feasible or practical. There is simply too little premium paid for live whelk at the moment.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Heather Philp, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Anna Hjaltadóttir

Styrkt af:

AVS (V 11 019-11)

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni þessa verkefnis þar sem markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum. Þessir blettir sem myndast á ferskum karfaflökum eru gulleytir og myndast innan fimm daga frá vinnslu flakanna, það skapar vandamál vegna flutningstíma þeirra og skerðir gæði þeirra vegna sjónrænna áhrifa. Rannsóknirnar sem voru framkvæmdar í verkefninu ná yfir þessa fimm daga sem tekur blettina að myndast. Í tilraunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir blettamyndunina var ferskum karfaflökum pakkað annars vegar í frauðplastkassa þar sem motta á botninum leysti út koltvíoxíð á meðan hinn hermdi flutningur átti sér stað og hins vegar var flökunum pakkað einu og einu í lofttæmdar umbúðir þar sem var einnig motta undir þeim sem hleypti út koltvíoxíði. Niðurstöðurnar voru þær að með þessum umbúnaði flakanna var komið í veg fyrir oxun lípíða í holdinu en bæði sjónræn áhrif og áferð flakanna versnuðu. Önnur tilraun var þá gerð þar sem karfi var blóðgaður um leið og hann var tekinn um borð í veiðiskipið og hann borinn saman við karfa sem kom óblóðgaður að landi (eins og venjan er) yfir fimm daga tímabil. Niðurstöðurnar urðu þær að blettirnir voru minna áberandi í fiskinum sem hafði verið blóðgaður um borð í veiðiskipinu. Lokaniðurstöður urðu þær að líklegur orsakavaldur þessara gulleytu bletta sem myndast á ferskum karfaflökum sé tengd niðurbroti á litarefnum sem innihalda járn s.s. blóðrauða og mýóglóbini.

The species Sebastes marinus, commonly known as redfish, is the subject of a series of experiments aimed at determining the cause and mitigation of the appearance of yellowish stains on the surface of processed fillets. These detract from the visual quality and occur within five days of processing, thus precluding their transport to customer by sea and reducing their potential value. An investigation of progression described the appearance of the staining over a five day period. An attempt to prevent the staining was carried out by packing the fillets in two forms of modified atmosphere, one where the fillets were maintained in standard boxes with the addition of carbon dioxide releasing pads, and one where the fillets were individually sealed in vacuum bags with carbon dioxide releasing pads. It was found that the packaging prevented oxidation of lipids in the muscle but the visual and textural quality was greatly reduced. A further investigation monitored the appearance of stains in fish that had previously been bled at sea. It was found that the yellowish stains were less apparent in the bled fish compared to those that had not been bled. In addition, the textural quality was again reduced suggesting this may be a most suitable method for improving the quality such that the fresh fillets may be transported by sea. It is proposed that the likely cause is related to the breakdown of ironcontaining pigments such as haemoglobin and myoglobin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson

Styrkt af:

AVS (R 12-026)

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Markmiðið með þessu verkefni var að koma með tillögu að gerð staðlaðra vörulýsinga fyrir íslenskar sjávarafurðir svo hægt væri að greina betur þær afurðir sem fluttar eru út. Nauðsynlegt er að allir séu með sambærilegan skilning á hugtökum sem notuð eru til að lýsa afurðum. Farið var yfir hvaða upplýsingar eru til er varða veiðar og útflutning og staða kortlögð, síðan var útbúinn orðskýringalisti með myndum. Sett var upp leið til að útbúa staðlaða aðferð til að búa til vörulýsingar og í framhaldi af því var hönnuð tillaga að því hvernig hægt er að auka upplýsingar um þær afurðir sem fluttar eru út.

The aim of the project was to standardize product description for Icelandic seafood products, as it is very important to have the possibility to analyze the export, value and quantity. Same understanding of the meaning of the words used is necessary. Information about catch and export were analyzed and a dictionary for the various products were made. A new idea for standardizing product description was introduced as well as a new system for registration of exported seafood products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Útgefið:

01/08/2013

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Tempra ehf, Umbúðir og ráðgjöf ehf

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Comparison of packaging methods for bulk storage of fresh cod loins / Samanburður pakkningalausna í frauðumbúðum við geymslu á þorskafurðum

Meginmarkmið tilraunarinnar var að bera saman pakkningalausnir fyrir fisk m.t.t. gæðarýrnunar og vöruhita við geymslu sem líkist aðstæðum við útflutning og dreifingu. Markmiðin voru að bera saman kæligeymslu á vörum pökkuðum (1) í 5‐kg einingum í (H1) skipa‐ eða (H2) flugkössum; (2) í 3‐kg einingum í (H3) flugkössum samanborið við H2; (3) með CO2‐ mottur (H4) til að draga úr örveruvexti í 5‐kg einingum geymdum undir 93% vakúm í EPS kössum. Niðurstöður sýna að líftími H1 var styst, en minni gæðabreytingar voru meðal hinna hópanna. Hins vegar var ferskleikinn mestur og líftíminn lengstur hjá H4, sem ber saman við hægari TVB‐N og TMA myndun og örveruvöxt vegna CO2‐myndunar ásamt lægri vöruhita. Hraðastur örveruvöxtur mældist í H3 eftir 8 daga geymslu. Enginn marktækur munur var milli hópanna m.t.t. TVB‐N og TMA gilda, sem voru hæst í H1 og H3. Drip var a.m.k. helmingi hærra í H4 en í öðrum hópum.

The overall aim of the storage study was to compare the quality deterioration and temperature profile of cod loins differently packaged in expanded polystyrene boxes and stored under conditions mimicking distribution. The purpose of the study was threefold; to compare chilled storage (1) of 5‐kg bulk fish packaged in sea freight (H1) or air freight (H2) boxes; (2) of 3‐kg (H3) or 5‐kg (H2) bulk fish packaged in air freight boxes; (3) with the use of CO2‐emitting pads (H4) as a mean to slow down bacterial deterioration of cod loins (5 kg) packaged under partial vacuum and stored in EPS boxes. The results clearly indicated that group H1 had a shorter shelf life as it developed spoilage characteristics faster than the other three groups. Less difference was seen between the remaining three groups but group H4 retained its freshness slightly longer than groups H2 and H3. This can be explained by the CO2 present and the lower mean product temperature. More advanced microbial spoilage was detected in H3 group compared to H2, as shown by higher microbial counts in H3 being though insignificant. No significant differences were observed after 8‐day storage in TVB‐N and TMA content of the four groups, despite the higher levels measured in H1 and H3. Drip loss was at least two times higher in H4 than the other groups.

Closed Report / Lokuð skýrsla

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Markmið tilraunarinnar var að bera saman ferskleika, gæði og geymsluþol undirkældra (CBC) þorskhnakka við geymslu í lofti og í loftskiptum pakkningum (MAP) við stýrt hitastig til að líkja eftir hitasveiflum við flutninga og dreifingu á Evrópumarkaði. Fylgst var með breytingum á samsetningu gassins í pakkningunum og gert skynmat og örveru‐  og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur í botnvörpu að vorlagi og unninn þremur dögum frá veiði. Tveggja daga lenging varð á ferskleikatímabili og eins dags á geymsluþoli fisks í loftskiptum pakkningum (2,7 kg í bakka) miðað við loft (3,1 kg) í frauðplasti þrátt fyrir að 0.5 °C munur hafi verið á meðalhitastigi hópanna og var lofthópurinn geymdur við lægra hitastig  (‐0.3 ± 0.9 °C). Mestu hitasveiflurnar leiddu til mestrar styttingar á ferskleika‐ tíma í loftskiptum pakkningum. Þorskhnakkar sem geymdir voru undirkældir við ‐1.1 ± 0.1 °C höfðu 13 daga geymsluþol. Niðurstöður örverutalninga og efnamælinga sýndu hversu mikilvæg Photobacterium phosphoreum er við TMA‐myndun í skemmdarferli þorskhnakka við geymslu bæði í lofti og loftskiptum pakkningum. MAP og undirkæling hægðu á og breyttu skemmdarferlinu. MAP jók drip um 2% á seinni stigum geymslunnar.

The aim of this study was to compare freshness, quality deterioration and shelf life of CBC (combined blast and contact)‐treated cod loins packaged in bulk under different atmospheres (air or modified atmosphere, MA) and stored under different temperature profiles to mimic temperature changes during transport and distribution to European markets. Sensory, chemical, microbial and headspace gas composition analyses were performed regularly. The fish was caught by trawler in the spring and processed 3 days post catch. Following simulation of current sea freight conditions and distribution to European markets, a 2‐day and 1‐day increase in freshness period and shelf life of MA‐packaged fish (2.7 kg in trays), respectively, was observed compared to air‐stored loins (3.1 kg in EPS boxes). This is despite a mean product temperature difference of 0.5 °C between the products, being lower (‐0.3 ± 0.9 °C) for air‐stored fish. Abusive conditions had the greatest impact on the reduction of the freshness period for MAP fish. Superchilled storage of MAP loins (‐1.1 ± 0.1 °C) resulted in a 13‐day shelf life. Evaluation of microbial and chemical indicators emphasised the importance of Photobacterium phosphoreum and TMA formation in the deterioration of cod loins stored in air or MA, while superchilled MAP storage delayed as well as modified the spoilage pattern. MAP increased drip loss by about 2% at late storage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS‐sjóðurinn / R 09075‐09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila.   Í þessari samantekt er lögð áhersla á markaðsaðstæður og helstu framleiðsluaðferðir brauðaðar fiskvara sem hafa lengi verið ein algengasta áframvinnsla á íslenskum ufsa erlendis.   Markaðsækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis. Mikilvægt er þó að hafa í huga að velja og þekkja vel þann markað sem stefnt er á. Brauðaður fiskur telst til tiltölulega hefðbundinna matvæla en breytileiki innan vörutegundarinnar er þó töluverður og ræðst mikið af smekk neytenda í hverju landi fyrir sig.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, mostly to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value.   In this summation emphasis is put on the market situation and processing methods of breaded fish products, which are probably the most common end‐ product of Icelandic saithe abroad. Today is an opportunity for marketing of products which are economical, of high quality, convenient and quick to serve. Breaded fish products fulfil those requirements by ensuring raw material quality, processing and handling conditions. Great variety is within this product category which is now categorized as conventional food. Local preferences can vary greatly. Thorough selection and knowledge of markets is essential.   There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export within Iceland due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.     

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn / R 09075-09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur – lokaskýrsla / Using saithe in ready to eat fish product – final report

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila. Í verkefninu var áherlsa lögð á aðferðir til brauðunar sem hefur lengi verið ein algengasta vinnsluaðferð á íslenskum ufsa erlendis.   Verkefnið fór ágætlega af stað og fljótlega var búið að komast í samband við hugsanlega kaupendur í Þýskalandi. Sýni af vörum voru send til þeirra til að fá mat á hvernig best væri að þróa vöruna að þeirra óskum. Nokkrar tilraunir voru framkvæmdar sem gáfu til kynna að vöruþróunin væri á réttri leið. Hinsvegar þegar komið var ágætis skrið á vinnuna var ljóst að rekstrargrundvöllur Festarhalds var mjög ótryggur og fljótlega fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. Þrátt fyrir að verkefnið hafi þróast með öðrum hætti en gert hafði verið ráð fyrir þá gáfu niðurstöður tilrauna til kynna að þær vörur sem voru prófaðar voru að ásættanlegum gæðum og líklegar til að uppfylla kröfur markaðarins. Það er því full ástæða að áætla að grundvöllur sé fyrir því að fullvinna brauðaðar vörur úr ufsa hér á landi. Tækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, especially to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value. In the project, analysis was performed on the potential of processing breaded fish products by a local processing plant. Results of experiments were positive and indicated that the products fulfilled market demands of composition and quality. There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Guðmundur Heiðar Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri / Fishing and processing of live nephros for exportation

Um var að ræða tilraunaverkefni sem snéri að því að skilgreina aðstæður fyrir skilvirkan útflutning á lifandi humri. Verkefnið spannaði ferlið allt frá veiðum að markaðssetningu humars í Evrópu. Í verkefninu tókst að skilgreinda aðstæður til að koma lifandi humri frá Hornafirði á markað í Suður‐Evrópu. Sýnt var fram á að hægt er að veiða humar í troll til lifandi útflutnings ef tryggt er að nákvæm gæðaflokkum eigi sér stað um borð í veiðiskipinu. Skilgreindir voru verkferlar sem lágmörkuðu afföll við skammtímageymslu á humri í landi og við flutning á markað í Evrópu.  Samanburður við sambærilegar danskar rannsóknir sýndi að lifun var betri í ferlinum okkar eða 66% miðað við 53%. Þó voru hærri afföll vegna hnjasks við trollveiðar á íslensku skipunum en það var bætt upp með þrisvar sinnum hærri lifun við flutning í land og skammtímageymslu í landi (96 klst).   Sýnt var fram á að hægt var að halda humri lifandi án affalla í allt að 48 klst í flutningi á erlendan markað. Reiknað var með að humar þyrfti að lifa í a.m.k. 37 klst. í flutningi til að ná til neytanda í Evrópu. Verð á erlendum mörkuðum var í samræmi við það sem markaðsgreiningar bentu til. Í verkefninu hefur því verið skilgreindur verkferill sem hægt er að byggja á til að hefja sölu á lifandi humri á markaði í Suður‐Evrópu. Þó er nauðsynlegt að ná valdi á gildruveiðum á leturhumri til að auka lifun enn frekar og minnka tímafreka flokkunarvinnu í ferlinu.

This research project was initiated to define conditions for optimized export procedure for Icelandic live nephrops. The project was based on holistic approach spanning the progress from catching nephrops to marketing of the live product in Europe. We were able to define conditions allowing for live export nephrops from Hornafjordur to Europe. We showed that it is possible to export live trawl fished nephrops but only after rigorous quality assessment.   We defined workflow allowing for high survival rate of live nephrops during transportation and storage prior to exporting. Comparison with similar Danish project revealed that our setup allowed for higher survival rate or 66% compared to 53%. The survival rate after Icelandic trawl catching was lower than after Danish trawl catching.  Survival rate during transportation and short time storage (96 hours) was three times higher in our setup.  It was possible to keep nephrops alive for 48 hours in the export packaging, while it was assumed that such export would typically take up to 37 hours.   Prices obtained in the pilot marketing tests were in the price range expected based on our marketing analysis. We have therefore defined a procedure suitable for initiating commercial export of live nephrops to Europe. However it is critical to build up capacity for creeling of nephrops in Icelandic waters to ensure higher survival rates and longer storage time of the live products. This would also reduce the extensive quality assessment needed if the nephrops is trawled.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Útgefið:

01/01/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta eru mörkuðum fyrir makrílafurðir gerð skil. Farið er yfir helsu útflytjendur og helstu kaupendur. Einnig er farið dýpra í útflutning hvað varðar afurðir og verð hjá tveimur stærstu útflutningsþjóðunum.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. In this section the focus is on markets for mackerel products. The focus is on exporters and buyers and also more about export and prices at the two biggest export nations for mackerel products.

Skoða skýrslu
IS