Skýrslur

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Paulina E. Romotowska, Sigurjón Arason, Ásbjörn Jónsson, Magnús V. Gíslason, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif hitasveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða / Effects of temperature fluctuations during storage and transportation on quality and stability of frozen mackerel products

Markmið verkefnisins „Hámörkun gæða frosinna makrílafurða“ er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna. Með því að skoða samspil þessara þátta er hægt að hámarka gæði og nýtingu makríls og því um leið verðmæti hans. Þetta er fyrsta skýrslan úr verkefninu og fjallar hún um áhrif hitastigsveiflna við geymslu og flutning á gæði og stöðugleika frystra makrílafurða. Matsþættir voru m.a. los, ensímvirkni og þránun. Hermdir voru gámaflutningar til Japans. Heilfryst hráefni sem veitt var í lok júlí og byrjun september var fryst og geymt við -25 °C í einn mánuð. Við „flutning“ var afurðin sett í geymslu við -18 °C ±5 °C í einn mánuð. Sýnin voru mæld fyrir frystingu, eftir „flutninginn“, og eftir það á 3ja mánaða fresti í geymslu við -25 °C. Til samanburðar voru sýni geymd við stöðugt hitastig (-25 °C). Þessu til viðbótar voru heilfrystar makrílafurðir geymdar í allt að 12 mánuði við -18 °C sem og -15 °C til þess að leggja mat á áhrif mismunandi geymsluaðstæðna. Greinilegur munur var á gæðum og stöðugleika frosinna makrílafurða sem voru geymdar við lágt og stöðugt hitastig samanborið við afurðir sem urðu fyrir hitaálagi t.d. vegna gámaflutnings. Niðurstöðurnar sýna að ekki ætti að geyma makríl við hærra hitastig en – 25 °C.

The aim of the project “Quality optimization of frozen mackerel products” is to study the quality and stability of mackerel products during frozen storage as affected by season, different pre-cooling methods, freezing techniques and storage conditions. This is the first report from the project and describes the effects of temperature fluctuations during storage and transportations on quality and stability of frozen mackerel products. The main attributes investigated were e.g. gaping, enzymatic activity and rancidity. Container shipment were simulated. Whole mackerel caught late July and early September was frozen and stored at -25 °C for one month. During “transportation”, the products was heat abused at -18 °C ±5 °C for one month. Samples were analysed after freezing, the transportation and with 3 months interval during subsequent storage at -25 °C. For comparison, samples were stored at stable temperature (-25 °C). Additionally, frozen mackerel products were stored for up to 12 months at -18 °C and – 15 °C to evaluate further the effects of storage temperature. A significant difference in quality and stability were detected between products stored at stable and low temperature and products that underwent heat abuse during e.g. transportation. The results demonstrates that frozen mackerel products should not be stored at higher temperature than -25 °C.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu

Skýrslur

Modeling of Temperature Changes, Energy Usage and Quality Changes During Automatic Box Freezing of Mackerel

Útgefið:

01/04/2013

Höfundar:

Hagalín Ásgrímur Guðmundsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS research fund (F12 014‐12 and R12 040‐12), “Atvinnusköpun í sjávarbyggðum” research fund.

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Modeling of Temperature Changes, Energy Usage and Quality Changes During Automatic Box Freezing of Mackerel

Í ágúst 2012 í Tvøroyri í Færeyjum fór fram rannsókn á framleiðslulínu hjá Varðin Pelagic, sem kemur m.a. frá Skaganum hf. á Akranesi. Markmiðið var að bera saman kassaplötufrystiaðferð Skagans við hefðbundna blástursfrystingu með tilliti til orkunotkunar, hitastigs og afurðagæða. Nýtni kassaplötufrysta var metin með tíma‐ og hitamælingum, hermunum á fiskhita gegnum vinnslulínuna og gæðamati á mismunandi stöðum í vinnslunni.

In August 2012 a trip was made to Tvøroyri, Faraoe Islands to measure and analyze Vardin Pelagic’s new production line by Skaginn among others. The goal was to compare the automatic box freezing method to the commonly used blast freezing method in terms of energy usage, temperature and product quality. The efficiency of the automatic box freezer was evaluated by mapping the processing time and ambient temperature effects, simulating the product temperature in the production line and performing quality assessment throughout the production line.

Skýrsla lokuð til 1. apríl 2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa verðmætar afurðir til manneldis úr makríl sem veiddur er af uppsjávarskipum ásamt því að meta arðsemi slíkrar vinnslu. Afurðir makrílvinnslu til manneldis eru mun verðmætari en afurðir frá fiskimjölsvinnslu og eru mikli hagsmunir fólgnir í vinnslu til manneldis s.s. niðursuða og heitreyking. Gerðar voru tilraunir með vinnslu makríls í niðursuðu. Makríll var soðinn niður í tómatpúrre og reyktur og soðinn niður í olíu. Einnig voru gerðar tilraunir með heitreykingu á makríl. Hagkvæmni slíkrar vinnslu var gerð ásamt næmnigreiningu, miðað við 13% ávöxtunarkröfu. Jákvæðar niðurstöður tilrauna með vinnslu makríls í niðursuðu og heitreykingu ásamt arðsemismati á slíkum vinnslum, gáfu til kynna að slík vinnsla væri arðbær til lengri tíma.

The main objective of this project was to develop valuable products from mackerel for human consumption together with evaluation of profitability of such processing. Mackerel products for human consumption are more valuable than products from oil and meal processing. Trials were done on processing mackerel products from canning in oil and tomatpuré, and hotsmoking. Profitability of such process was evaluated with IRR (internal rate of return) of 13%. Favourable results of the project indicated that processing of canned and smoked products could be profitable in the long‐term.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla  og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greiningu makrílsýna sem safnað var sumrin 2008 og 2009 gerð skil. Einnig var fjallað um flokkunareiginleika.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer.   In this part conclusion are present after the collecting and analysis of samples during summers 2008 and 2009. Also, some conclusions are about grading properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Útgefið:

01/01/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta eru mörkuðum fyrir makrílafurðir gerð skil. Farið er yfir helsu útflytjendur og helstu kaupendur. Einnig er farið dýpra í útflutning hvað varðar afurðir og verð hjá tveimur stærstu útflutningsþjóðunum.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. In this section the focus is on markets for mackerel products. The focus is on exporters and buyers and also more about export and prices at the two biggest export nations for mackerel products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar á fiskinum, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greining makrílsýna sem safnað var sumarið 2008 gerð skil. Kynntar eru fyrstu niðurstöður verkefnisins sem snúa að stærð, þyngd, hauslengd, hæð og breidd, kyni, fitu-, vatns- og þurrefnisinnihaldi sýnanna.

The objective of this project is to study mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements on the fish, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Part of this will be to analyze what kind of technology is necessary for processing the mackerel. Market analysis will be carried out for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this report results from sampling during the summer 2008 are presented.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var gerð þarfagreining á hvað þarf til að vinna makríl um borð í skipum sem veiða hann yfir sumartímann á Íslandsmiðum. Einnig voru vinnsluferlar á tveimur frystiskipum skráðir.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. Furthermore, manufacturing processing methods aboard two freezer vessels were documented.

Skoða skýrslu
IS