Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla  og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Greining sýna og flokkunareiginleikar / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Analysing samples and grading trait

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greiningu makrílsýna sem safnað var sumrin 2008 og 2009 gerð skil. Einnig var fjallað um flokkunareiginleika.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer.   In this part conclusion are present after the collecting and analysis of samples during summers 2008 and 2009. Also, some conclusions are about grading properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar á fiskinum, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greining makrílsýna sem safnað var sumarið 2008 gerð skil. Kynntar eru fyrstu niðurstöður verkefnisins sem snúa að stærð, þyngd, hauslengd, hæð og breidd, kyni, fitu-, vatns- og þurrefnisinnihaldi sýnanna.

The objective of this project is to study mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements on the fish, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Part of this will be to analyze what kind of technology is necessary for processing the mackerel. Market analysis will be carried out for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this report results from sampling during the summer 2008 are presented.

Skoða skýrslu
IS