Skýrslur

Lífríki í hverum í Vonarskarði / Microbial diversity in hot springs in Vonarskarð

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís H. Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Orkustofnun vegna Rammaáætlunar

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum í Vonarskarði / Microbial diversity in hot springs in Vonarskarð

Sýni voru tekin á jarðhitasvæðinu austan Eggju í Vonarskarði. Alls voru tekin 32 sýni úr mismunandi hverum, lækjum og jarðvegi við mismunandi hitastig og sýrustig. Frumefni voru mæld í nokkrum vatnssýnum. Tegundasamsetning baktería og fornbaktería var ákvörðuð með sameindalíffræðilegum aðferðum. Alls voru greindar 1052 16S rRNA genaraðir baktería sem dreifðust á 23 fylkingar.   Rúmlega 50 nýjar bakteríutegundir fundust í sýnunum, þar af 11 sem eru líklega fulltrúar nýrra ættkvísla. Genaraðir úr fornbakteríum voru 155 talsins. Tíu nýjar fornbakteríutegundir fundust, þar af fimm fulltrúar nýrra ættkvísla.    Lífríki jarðhitasvæðisins í heild verður því að teljast afar sérstakt. Algengastar voru frumbjarga tegundir af fylkinginu Aquificae. Frumbjarga og ófrumbjarga Proteobacteria tegundir fundust í umtalsverðu magni og var bæði um þekktar og nýjar tegundir að ræða. Dæmigerðar tegundir blágrænna baktería og Chloroflexi fundust í sýnunum. Firmicutes, Bacteroidetes og Chlorobi tegundir fundust einkum í sýnum sem tekin voru við lægri hitastig. Fornbakteríur sem fundust í sýnunum dreifðust á tvo stærstu hópa fornbaktería þ.e. Crenarcheota og Euryarchaeota. Líffræðilegur fjölbreytileiki baktería og fornbaktería í sýnunum var oftast á bilinu Nt/Nmax= 1,0‐3,0 sem er dæmigert fyrir jaðarvistkerfi. Í nokkrum tilvikum var hann hærri, einkum í sýnum þar sem hitastig var tiltölulega lágt og því lífvænlegra fyrir fleiri tegundir.   Sjö bakteríutegundir voru ræktaðar úr sýnunum, þar af ein ný tegund af ættkvísl Sediminibacter af fylkingu Bacteroidetes. Nokkrar Thermus tegundir voru ræktaðar, m.a. T.islandicus sem er einlend á Íslandi. Proteobakteríurnar Thermomonas hydrothermalis og Tepidimonas ignava voru einnig ræktaðar upp úr nokkrum sýnum og hitakæra Firmicutes tegundin Anoxybacillus kualawohkensis.

Samples were taken from the geothermal area east of Eggja in Vonarskarð. A total of 32 samples were collected from different sites at various temperature and pH values. The concentration of 72 elements were estimated in water samples. Species composition of Bacteria and Archaea was estimated using molecular methods. A total of 1052 16S rRNA gene sequences belonging to 23 bacterial phyla were detected. Roughly 50 novel bacterial species were found of which 11 represent new genera. Ten novel archaeal species were found, five of which represent new genera. Species belonging to the autotrophic phylum of Aquificae dominated many samples. Species of different subphyla of Proteobacteria were also represented in high ratios in the samples, both described    and novel species. Common species of Cyanobacteria and Chloroflexi were also detected. Species of the Firmicutes, Bacteroidetes and Chlorobi phyla were common in samples taken at lower temperatures. Archaeal species in the samples belonged to both Crenarchaeota and Euryarchaeota. The calculated biodiversity index for bacteria and archaea in the samples was 1,0‐3,0 which is in concordance with values obtained for extreme ecosystems. It was higher in a few samples which were taken at lower temperatures and thus represent habitats acceptable for more diverse organisms. Seven bacterial species were isolated from the samples. One of these represents a novel species of the genus Sediminibacter within the phylum of Bacteroidetes. Several Thermus species were cultivated, i.e. T.islandicus which has so far only been found in Iceland. The Proteobacteria species Themomonas hydrothermalis and Tepidimonas ignava were also isolated as well as a thermophilic Firmicutes species, Anoxybacillus kualawohkensis.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Jónína Þ Jóhannsdóttir, Agnar Steinarsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordisk Atlantsamarbejde (NORA)

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi / Produksjon av kvalitetsrotatorier for oppdrett av torskeyngel

Mikill áhugi er fyrir því að leita leiða til að stjórna eldisaðstæðum á öllum stigum fiskeldis. Stýring örveruflóru í umhverfi og meltingarvegi lirfa er m.a. talið geta dregið úr afföllum sem verða á fyrstu stigum eldis sjávarfiska. Mikill fjöldi baktería fylgir að jafnaði fóðurdýrum í þorskeldi en notkun endurnýtingarkerfa við ræktun hjóldýra hefur meðal annars þá kosti að minni fjöldi baktería nær fótfestu í kerfunum samanborið við loturæktir. Notkun bætibaktería til stýringar bakteríuflóru hefur aukist mikið á liðnum árum og hefur í sumum tilfellum stuðlað að auknum vexti og gæðum lirfa. Jafnframt því að efla samstarf þorskseiðaframleiðenda á Norðurlöndum þá er markmið verkefnisins að þróa aðferðir sem auka stöðugleika og hagkvæmni í framleiðslu fóðurdýra. Byggt er á endurnýtingarkerfi sem hannað var af Sintef í Noregi og er í þessum hluta rannsökuð áhrif og viðvera valinna bætibaktería í kerfinu. Helstu niðurstöður meðhöndlunar með tveimur völdum bakteríustofnum sýndu að hjóldýrin þoldu vel meðhöndlunina og aukin uppskera dýra fékkst við meðhöndlun með bakteríunum í frostþurrkuðu formi. Mikil fækkun varð á fjölda baktería í lífhreinsi við meðhöndlun með fljótandi bakteríurækt og náði bakteríufjöldi í lífhreinsi ekki upphaflegum fjöldi á því tímabili sem tilraunin stóð yfir, en nokkur aukning varð þó í fjölda mjólkursýrubaktería. Þó svo magn mjólkursýrubaktería í hjóldýrum hafi aukist fyrst eftir meðhöndlun þá reyndust bætibakteríustofnar ekki ná fótfestu í kerfinu eða leiða til breytinga á samsetningu bakteríuflórunnar þegar meðhöndlað var í þessum styrkleika. Verkefnið er styrkt af Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) og unnið í samvinnu Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod og Stofnfisks auk Nordland Marin Yngel.

There is an increasing interest in controlling environmental parameters during the first production stages of aquaculture and controlling bacterial numbers is among various environmental parameters that are believed to promote increased survival of larvae. Elevated bacterial numbers are introduced into the system through the live feed, but numbers of bacteria have been found to be greatly reduced by the use of recirculation culturing system as compared with batch culturing systems. Furthermore, the use of potentially probiotic bacteria in aquaculture has increased over the past years and has in some cases contributed to increased growth and quality of marine larvae. In addition to promoting collaboration between cod producers within the Nordic countries, the main goal of the current project is to develop methods for stable and advantageous production of live feed animals (rotifers). The project is based on a recirculation culturing system engineered by SINTEF and the present part of the project deals with the effect of treatment and persistence of selected probiotic bacterial strains in the system. The overall results indicate that the rotifer cultures were not negatively affected by the bacterial treatment and treatment using freeze-dried preparations of the two probiotic strains even resulted in improved harvesting of the live feed. A drop in bacterial numbers within the bio-filter unit was, however, observed following the addition of liquid bacterial cultures, indicating negative effects of the bacteria on the bacterial community of the bio-filter unit. An increase in the numbers of lactic acid bacteria was observed in the rotifer cultures following treatment, but the probiotic bacterial strains were neither found to become established as a part of nor affect the dominating bacterial community of the system using the concentrations applied. The project was supported by the Nordisk Atlantsamarbejde (NORA) and is a collaboration between Matís, Hafrannsóknastofnunar, SINTEF, Fiskaaling, IceCod, Stofnfiskur and Nordland Marin Yngel.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Útgefið:

01/03/2009

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb

Markmið verkefnisins er að undirbúa samstarfsverkefni aðila á Íslandi, í Færeyjum og Noregi um þróun á loftþurrkuðum afurðum úr lambakjöti í tengslum við stofnun lítilla sprotafyrirtækja og matarferðamennsku.

Skýrslan felur í sér samantekt og greiningu á stöðu loftþurrkunar á Íslandi og könnun á markaðslegum og viðskiptalegum forsendum. Greiningin skiptist í:

(1) könnun á stöðu loftþurrkaðs lambakjöts á Íslandi

(2) áhrif framleiðsluaðferða á verkun, gæði og öryggi: samantekt á tæknilegum og öryggislegum forsendum og

(3) samantekt á forsendum þess að upprunamerkja og vernda ákveðnar afurðir.

Loks er gerð grein fyrir vali á samstarfsaðilum og mótun verkefna sem tengjast loftþurrkun lambakjöts.

The aim of the project is to prepare a cooperative project between parties in Iceland, Faeroe islands and Norway on development of new air-dried products from lamb. The product development will be done in relation with establishment of small companies and food tourism.

The report is a summation and analysis on the situation of air drying in Iceland and exploration of market and business-related issues. The analysis is divided into:

(1) exploration on the situation of air dried lamb in Iceland

(2) influence of production methods on curing, quality and safety

(3) summation of criterion for origin-based labelling and protection of specific products.

Finally, established cooperation and creation of projects linked to air dried lamb is listed.

Report closed until 01.04.2012 / Skýrsla lokuð til 01.04.2012

Skoða skýrslu

Fréttir

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum – skýrsla Matís

Út er komin ný skýrsla hjá Matís. Skýrslan er samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum.

Á undanförnum árum og áratugum hafa verðið gerðar ýmsar mælingar og rannsóknir á loðnuhrognum hér á landi hjá Matís ohf/Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér er fyrst og fremst um að ræða rannóknir á örverum, hrognafyllingu og vatnsinnihaldi. Í skýrslunni verður fjallað um örverurannsóknir sem gerðar voru á vertíðinni 1984, örverumælingar á tímabilinu 2000-2008 og mælingar á vatnsinnihaldi og hrognafyllingu 1984-2008.

Upplýsingarnar sem þarna má finna eru spennandi og vel viðeigandi þessa dagana enda mönnum tíðrætt um mikilvægi loðnunnar fyrir hagkerfi landsins.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson@matis.is.

Fréttir

Hrönn Ólína Jörundsdóttir ver doktorsritgerð sína í umhverfisefnafræði

Starfsmaður Matís, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, varði doktorsritgerð sína “Útbreiðsla og breytingar í magni þrávirkrar lífrænnar mengunar í langvíueggjum frá Norðvestur Evrópu” (Temporal and spatial trends of organohalogens in guillemot (Uria aalge) in North Western Europe) þann 6. febrúar 2009 við Umhverfisefnafræðideild Stokkhólmsháskóla.

Ritgerðin fjallar í stórum dráttum um þrávirka lífræna mengun á Norðurlöndunum, t.d. PCB og skordýraeitrið DDT ásamt niðurbrotsefnum þeirra, sem mæld voru aðalega í langvíueggjum. Efnin voru mæld í eggjum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð til að fá landfræðilegan samanburð.

Niðurstöður sýna að lífríki Norður Atlantshafsins er minna mengað en lífríki Eystrasaltsins, en þó reyndust ýmiss mengandi efni vera í svipuðum styrk á þessum svæðum og þarf að rannsaka nánar af hverju það stafar. Flúoreruð alkanefni, sem koma m.a. úr útivistarfatnaði, hafa nýlega fundist í umtalsverðu magni í náttúrunni mældust í langvíueggjum frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð og voru í einstaka tilfellum í hærri styrk í eggjum frá N-Atlantshafi en í Eystrasaltinu. Brómeruð eldvarnarefni, sem m.a. eru notuð í raftæki, voru allstaðar mælanleg og virðist vera hægt að greina mismunandi uppruna efnanna sem berast til Norður Atlantshafsins, annars vegar frá N-Ameríku og hins vegar frá Evrópu.

Einnig var gerður samanburður á magni mengandi efna í sjö íslenskum fuglategundum, þ.e. kríu, æðarfugli, langvíu, fýl, sílamáfi, svartbak og skúmi. Skúmurinn reyndist hafa umtalsvert háan styrk mengandi efna, m.a. PCB sambanda og skordýraeitursins DDT, og er mikilvægt að rannsaka heilsuástand skúmsins.

Ljóst er að hluti þeirrar mengunar sem mælist í íslensku lífríki berst með haf- og loftstraumum til Íslands en hins vegar er umtalsverður hluti tilkominn vegna notkunar Íslendinga á varningi sem inniheldur margvísleg mengandi efni.

Leiðbeinendur voru dr. Åke Bergman prófessor í umhverfisefnafræði við Háskólann í Stokkhólmi, dr. Anders Bignert prófessor, Náttúrugripasafn Svíþjóðar og dr. Mats Olsson prófessor emeritus. Andmælandi var Dr. Derek Muir, Environment Canada.

Prófnefndina skipuðu þau dr. Kristín Ólafsdóttir, dósent við Háskóli Íslands, dr. Björn Brunström, prófessor við Háskóla Uppsala og dr. Conny Östman, dósent við Háskóla Stokkhólms.

Frekari upplýsingar veitir Hrönn, hronn.o.jorundsdottir@matis.is.

Fréttir

Málþing MARIFUNC á Íslandi 19. mars nk

Þann 19. mars nk. á Hótel Hilton-Nordica mun 2. málþing MARIFUNC fara fram. Skipuleggjandi málþingsins er Matís.

Um er að ræða hálfs dags málþing þar sem farið verður yfir þau vísindalegu gögn sem til eru um sjávarfang og heilsu, notkun og gæði fitu úr sjávarfangi og próteina úr sjávarfangi til framleiðslu á markfæði (functional foods) og hver viðbrögð neytenda eru við markfæði úr sjávarfangi.

Dagskrá málþingsins:

Hvað: 2 málþing Marifunc verkefnisins um Sjávarfang og heilsusamleg efni – Hver er staða mála gagnvart neytendum og fyrirtækjum?’
Hvenær: 19. mars 2009, 8.30 – 12.45
Hvar:  Hótel Hilton-Nordica. Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.  Fundarsalur  E.

Skráning: senda þarf tölvupóst á Marifunc.registration@matis.is. Fram þarf að koma nafn þátttakanda, netfang og hvaðan þáttakandinn er (borg/land). Einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Aðgangur er ókeypis.
Skráningarfrestur: þriðjudagur 17. mars.

Bakgrunnur málþingsins:
Á málþinginu verður farið yfir rannsóknir um áhrif sjávarfangs og efnisþátta í sjávarfangi á heilsu.  Einnig verður fjallað um notkun og gæði feitmetis og próteina sem notuð eru sem efnisþættir í fæðubótarefni og markfæði.  Erindin á málþinginu byggja að niðurstöðum verkefnisins Nordic Network for Marine Functional Food (MARIFUNC)  á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Málþingið er skipulagt af Matís ohf. (www.matis.is) og Rannsóknastofu í næringarfræði (www.rin.hi.is).

Dagskrá (öll erindi verða á ensku):8.30 Skráning og kaffi
9.00  Opnun og kynning. Sjöfn Sigurgísladóttir,  forstjóri Matís ohf., Ísland.
9.10  Kynning á  MARIFUNC. Joop Luten, Coordinator MARIFUNC, Nofima Marine, Noregur.
9.25 Sjávarfang og heilsa- Hvað er  að frétta ? Alfons RamelRannsóknastofu í næringarfræði, Háskóli Íslands, Landspítali.
10.25 Kaffihlé
10.45 Áskoranir við notkun  fitu úr sjávarfangi í markfæði og fæðubótarefni.  Nina Skall Nielsen , DTU Aqua, Danmörk
11.30 Fiskprótein og peptíðvörur- vinnsluaðferðir, gæði og vinnslueiginleikar. Guðjón Þorkelsson/ Hörður Kristinsson,  Matis ohf., Ísland.
12.15 1-2-3-4 Heilsa. Ola Eide, Olivita, Noregur.
12.35 Málþingslok

Hér er áhugaverður tengill um efni málþingsins.

Frekari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri, gudjon.thorkelsson@matis.is.

Fréttir

Matís á Framadögum 2009

Framadagar 2009 verða haldnir föstudaginn 20. febrúrar í húsakynnum Háskólabíós.

Vegna gífurlegra breytinga í íslensku atvinnulífi og efnahagsástandi má gera ráð fyrir met þáttöku meðal nemenda þetta árið. Eru Framadagar því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná til framtíðar starfskrafta þjóðarinnar með því að kynna sig og sína starfsemi og ná þannig fram ákveðnu forskoti á samkeppnis aðila í kappinu um hæfasta starfsfólkið.

Frekari upplýsingar má fá á www.framadagar.is og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, jon.h.arnarson@matis.is eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Fréttir

Verkefnið „Bætibakteríur – hin hliðin“ var eitt þeirra verkefna sem tilnefnt var til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2009

Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2008 og var unnið af Hugrúnu Lísu Heimisdóttur, nemanda sem lokið hafði fyrsta ári í líftækni á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri. Verkefni nemanda var hluti af stærra verkefni, “Bætibakteríur í lúðueldi”, sem unnið var í samstarfi Matís ohf., Háskólans á Akureyri, Fiskey hf og Háskólans á Hólum með styrk úr Tækniþróunarsjóði (2006-2008).

Markmið verkefnisins í heild sinni var að leita hugsanlegra bætibaktería í lúðueldi Fiskey hf. og sem síðan væri hægt að bæta út í umhverfið hjá lúðulirfum í þeim tilgangi að bæta vöxt og afkomu lirfanna.

Fyrstu vikurnar eru megin flöskuháls við eldi lúðu og annarra sjávarfiska en þá nærast lirfurnar á lifandi fóðurdýrum. Fóðurdýrunum fylgir mikill fjöldi baktería auk þess sem lirfurnar þurfa á þessu þroskastigi að reiða sig eingöngu á ósérhæfða ónæmissvörun. Mikill áhugi er því fyrir notkun bætibaktería í því markmiði að stjórna samsetningu bakteríuflóru í umhverfi og meltingarvegi lirfa og gera hana jákvæðari fyrir lirfurnar.

Meðhöndlun með blöndu þriggja tegunda hugsanlegra bætibaktería reyndist gefa marktækt betri afkomu lúðulirfa á fyrstu stigum eldisins og í verkefni nemandans var sjónum því beint að hinni hlið bætibakteríanna, þ.e. þeirri hlið sem snýr að þeim eiginleikum bakteríanna sem unnt er að rannsaka og mæla á rannsóknastofunni. Eitt af einkennum öflugra bætibaktería er að hamla vexti óæskilegra baktería og rannsakaði nemandi þessa og ýmsa aðra eiginleika bakteríanna. Einnig er mikilvægt að leita hagkvæmra leiða til þess að framleiða bakteríurnar í miklu magni og geyma þær og flytja án þess að þær missi eiginleika sína. Frostþurrkun er hentug og æskileg leið til þess að geyma og flytja bakteríur og skoðaði nemandinn vöxt bakteríanna og vaxtarhamlandi áhrif þeirra í bæði ferskum og frostþurrkuðum ræktum.

Helstu niðurstöður verkefnisins sýndu að bætibakteríurnar höfðu hamlandi áhrif á vöxt ríkjandi baktería í hluta sýna en lítil sem engin áhrif á vöxt ríkjandi baktería í öðrum sýnum. Þetta gæti bent til þess að í hluta lirfa ríki bakteríuflóra sem náð hefur þar góðri fótfestu og því erfitt að hafa áhrif á vöxt bakteríanna. Því er mikilvægt að meðhöndla með bætibakteríum snemma í eldisferlinu til þess að æskilegar bakteríur nái þar fótfestu. Niðurstöður gáfu jafnframt vísbendingar um að bætibakteríustofnarnir þrír vaxi betur í návist hvors annars en einir og sér.

Því má segja að verkefni nemanda hafi varpað skýru ljósi á eiginleika bætibakteríanna og hentugustu aðferðir við framleiðslu þeirra til notkunar á fyrstu stigum lúðueldis.

Verkefnið var unnið undir leiðsögn Rannveigar Björnsdóttur lektors við HA og annarra sérfræðinga Matís ohf. á Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Rannveig í síma 422-5108.

Skýrslur

Úttekt á aflífun í sauðfjársláturhúsum haustið 2008

Útgefið:

10/02/2009

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamtök sauðfjárbænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Úttekt á aflífun í sauðfjársláturhúsum haustið 2008

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda ályktaði í apríl 2008 um að gerð verði ítarleg úttekt á meðferð lambakjöts við slátrun, þá sérstaklega við aflífun og kælingu. Í greinargerð með ályktuninni sagði: „Fundurinn telur nauðsynlegt að könnuð verði hugsanleg áhrif þessara tveggja þátta á gæði kjötsins. Þegar skepnan er aflífuð með rafmagni er hætt við að skrokkar nái ekki að blóðrenna nægilega og eins er hætt við kæliherpingu með of snöggri kælingu eða frystingu. Matís ohf. gerði úttekt á ofangreindum þáttum haustið 2008 þar sem aflífun og kæliferlar í 6 sláturhúsum voru kannaðir, þar af var eitt hús heimsótt tvisvar. Fylgst með aflífun á 100 skrokkum í hverju húsi til að sjá verklag og taka út aðstöðu. Sýrustig og hitastig skrokka var mælt reglulega auk þess sem hitastig var mælt í kjötsölum sláturhúsanna. Skrokkar sem teknir voru í þessa rannsókn fylgdu skokkum í gegnum hefðbundið verkunarferli í hverju sláturhúsi fyrir sig en fyrir frystingu var hryggur fjarlægður og frystur sér. Hryggvöðvar voru svo notaðir í áferðarmælinga til að sjá mismunandi verlagsferla á milli sláturhúsa á meyrni kjötsins. Niðurstöður sýna að deyðingaraðferð hefur áhrif á dauðastirðnunarferlið. Það var komið mun lengra í skrokkum lamba í húsum sem nota „hausbak“ aðferðina en hjá húsum sem voru með hausaklemmu. Kælitími er greinilega of stuttur í sumum húsum. Þannig var sýrustig við frystingu hæst þar sem hann var stystur og vel yfir 6,0 í húsinu þar sem hann var einungis 4 tímar. Seigja kjöts var langminnst í hryggvöðva skrokka úr sláturhúsi þar sem notast var við haus-bak aflífunaraðferð, raförvun var notuð og mikil og löng kæling tryggði að kjötið var nálgast fullmeyrnað.

At annual general meeting of sheep farmers association in 2008 was concluded that a general observation ought to take place on treatment of lamb meat at slaughterhouses, particularly at electrocute step and the cooling phase. The aim was to see the influence of these factors on meat quality. Matis ohf. visited 6 slaughterhouses in autumn 2008. The results showed that the electrocution method affected the pH of carcasses. In some slaughterhouses the cooling phase was too short and therefore the pH was too high in carcasses when they were frozen. The tenderest meat came from the slaughterhouse where the meat was electrically stimulated and there was a long cooling paste.

Skoða skýrslu

Fréttir

Stefnumót atvinnulífs og Þekkingarseturs – Matís tekur þátt

Þekkingarsetur Vestmannaeyja býður fulltrúum atvinnulífsins og almenningi á opinn vinnufund þann 9.febrúar kl.17.00 í Alþýðuhúsinu.

Markmiðið með fundinum er að kynna almenningi og fulltrúum atvinnulífsins í Vestmannaeyjum fyrir starfsemi Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Jafnframt verða settir upp umræðuhópar þar sem ræddar verða hugmyndir að verkefnum og hvernig slíkar hugmyndir geta orðið að veruleika.

Dagskrá:
A. Kynning starfsmanna ÞSV á sinni stofnun eða fyrirtæki
1.       Þekkingarsetur Vestmannaeyja
2.       Rannsóknarþjónustan
3.       Matís
4.       Atvinnuþróunarfélagið

Stutt hlé

5.       Náttúrustofa
6.       Surtseyjarstofa
7.       Hafrannsóknastofnunin
8.       Viska
9.       Nýsköpunarmiðstöð Íslands

B.      Kaffihlé, veggspjöld og myndasýning

C.      Umræðuhópar – Styrkjum samfélagið með góðu samstarfi
Sjávarútvegur og atvinnumál
Náttúra og ferðamennska
Menntun

Þrír vinnuhópar þar sem starfsmenn ÞSV og fulltrúar úr atvinnulífinu stýra umræðum  í hverjum hóp fyrir sig og setja niður hugmyndir, markmið, tillögur o.s.frv. Öllum er frjálst að taka þátt í umræðuhópum.

Í lok fundar verður stutt samantekt kynnt úr hverjum umræðuhópi.

Fundi slitið.

IS