Fréttir

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 – Matís með erindi og fleira

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 fer fram dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar (fyrri dagur, f.h.) og í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu.

Á þinginu verður boðið upp á fjölbeytt erindi og munu starfsmenn Matís flytja allmörg þeirra og koma með önnur innlegg svosem eins og einblöðunga ofl.

Upplýsingar um fræðaþingið frá skipuleggjendum þess:

Fyrir hönd stofnana okkar boðum við til Fræðaþings landbúnaðarins 2009 sem haldið verður samkvæmt meðfylgjandi dagskrá dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar (fyrri dagur, f.h.) og í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu.

Þátttakendum á Fræðaþinginu, sem gista vilja á Hótel Sögu eða Hótel Íslandi eru boðin eftirfarandi kjör:

Gisting með morgunverði:
Hótel Saga
Eins manns herbergi – kr. 8.000
Tveggja manna herbergi – kr. 9.000
Park Inn
Eins manns herbergi – kr. 7.000
Tveggja manna herbergi – kr. 8.000

Gistingu þarf að panta með góðum fyrirvara og geta þess að um Fræðaþing sé að ræða. Pantanasími er 525 9900.

Ráðstefnugjald er kr. 12.000 og er innifalið í því fundargögn og kaffi/te.

Ráðstefnuritið kostar kr. 4.000 í lausasölu. Fyrirlesarar og fundarstjórar eru undanþegnir gjaldinu. Drög að dagskrá fundarins fylgja.

Að þessu sinni gefst þátttakendum á Fræðaþinginu kostur á að kaupa hádegisverðbáða þingdagana á Hótel Sögu. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig til hádegisverðar um leið og þeir skrá þátttöku á þingið.          

Vakin er athygli á að skráning fer fram á heimasíðunni http://www.bondi.is/ og einnig í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 8:15. Dagskráin byrjar stundvíslega kl. 9:00.

Dagskrá þingsins má finna á heimasíðunni http://www.bondi.is/  og verður hún uppfærð reglulega.

Skýrslur

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Ása Vala Þórisdóttir, Fanney Þórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Inga Þórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi: R020-05

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Viðhorf og fiskneysla ungs fólks 16 til 20 ára: Íhlutun á Akureyri Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood

1. Markmið verkefnisins „Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða“ var m.a. að afla upplýsinga um viðhorf og fiskneyslu ungs fólks. Hér er gerð gein fyrir niðurstöðum íhlutandi rannsóknar sem gerð var á ungu fólki á aldrinum 16-20 ára. Skoðað var hvort fræðsla um fisk og meira aðgengi að honum mundi skila sér í aukinni fiskneyslu og jákvæðari viðhorfum gagnvart fiski.

2. Aðferð og þátttakendur: Rannsóknin fór fram á nemendum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem bjuggu á nemendagörðunum Lundi. Íhlutunin fór fram á þann hátt að fiskmáltíðum í mötuneytinu var fjölgað um helming og haldnir voru fræðslufyrirlestrar fyrir nemendurna þar sem rúmlega 80 nemendur mættu (27%) og kynning sett á vefinn. Samin var viðhorfs- og neyslukönnun á formi spurningalista og hún lögð fyrir nemendurna. Sama könnunin var lögð fyrir haustið 2006 (n=225, 75%) fyrir íhlutunina og vorið 2007 (n=220, 73%) eftir íhlutunina. Spurningalistanum var skipta í sjö hluta: 1. Viðhorf til heilsu og fæðuflokka; 2. Fiskneysla og neysla ýmissa matvæla; 3. Smekkur fyrir fiskréttum; 4. Þættir sem hafa áhrif á fiskneyslu; 5. Forsendur fiskneyslu; 6. Utanaðkomandi áhrifavaldar, 7. Þekking varðandi fisk.

3. Niðurstöður: Íhlutunin skilaði betri þekkingu á fisknum og lýsisneyslan jókst um nær helming og meira hjá stúlkum en strákum. Þrjátíu og tvö prósent nemenda neyttu lýsis daglega eftir íhlutun en aðeins 22% fyrir íhlutun. Ennfremur neyttu 38% lýsis 4-7 sinnum í viku eftir íhlutunina en aðeins 28% fyrir íhlutun. Að meðaltali borðaði unga fólkið fisk sem aðalrétt 1,8 sinnum í viku fyrir íhlutun en 1,9 sinnum í viku eftir íhlutun en munurinn var ekki marktækur. Fiskneysla nemendanna er því ekki langt frá ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Hvað varðar hvatningu til fiskneyslu þá voru foreldrar sterkustu áhrifavaldarnir en áhrif þeirra minnkuðu aðeins eftir íhlutun. Viðhorf nemenda til fisks varð neikvæðara eftir íhlutun en þrátt fyrir það minnkaði fiskneysla þeirra ekki. Þeim sem ekki voru fyrir fisk fyrir íhlutun geðjaðist betur að honum eftir íhlutun. Markviss fræðsla um bæði hollustu fisks og aukið framboð á fjölbreyttum fiskréttum eru nauðsynleg til að stuðla að aukinni fiskneyslu ungs fólks.

The aim of the project “Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood” was to obtain information on the attitudes of young people towards fish and fish consumption. Results are shown from an interventive research which was carried out on young people of the age group 16-20. It was examined if education about fish and its accessibility would result in increased fish consumption and more positive attitudes towards fish. Method and participants: Students from the college and vocational school at Akureyri participated in the study. The intervention was done by doubling the number of fish meals at the school’s canteens and informative lectures were given to over 80 students (27%) and information was given on the school web. The students answered a questionnaire on attitudes and consumption of fish. The same study was done twice; in the autumn 2006 (n=225, 75%) before the intervention and in spring 2007 (n=220, 73%) after the intervention The questionnaire was divided into 7 parts: 1. Attitudes towards health and food types; 2. Consumption of fish and other foods; 3. Liking of various fish dishes; 4. Factors affecting fish consumption; 5. Prerequisite of fish consumption; 6. External effects; 7. Knowledge about fish. Results: The intervention resulted in better knowledge about fish and the fish liver oil consumption almost doubled, more among girls than boys. Thirty-two percent of the students consumed fish oil daily after the intervention but only 22% before. Further, 38% consumed fish oil 4-7 times a week after the intervention but only 28% before. On average, the young people consumed fish as a main dish 1.8 times a week before the intervention but 1.9 after, the difference was not significant. The fish consumption of the students is therefore not far from the recommendation of the Public Health Institute of Iceland. The parents had most influence on encouraging increased fish consumption, but their effect decreased a little after the intervention. The attitudes of the students towards fish became more negative after the intervention but did not however decrease their fish consumption. Those who did not like fish before the intervention liked it better after the intervention. Systematic education on the wholesomeness of fish and increased variety of fish dishes are essential to encourage increased fish consumption among young people.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Patricia Y. Hamaguchi, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Arnljótur B. Bergsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleinisjóður landbúnaðarins & Vaxtarsamningur Norðurlands vestra

Lífvirkir eiginleikar mysupróteina / Bioactive properties of whey proteins

Rannsóknir þær sem lýst er í þessari skýrslu eru þáttur í verkefninu Nýting ostamysu í heilsutengd matvæli. Verkefnið fjallar um að bæta nýtingu og auka verðmæti mysu sem fellur til við ostaframleiðslu hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki með því að nýta bæði prótein og mjólkursykur til framleiðslu á heilsudrykkjum og fæðubótarefnum. Með bættri nýtingu mjólkur t.d. með notkun próteina úr mysu má komast hjá óþarfa losun lífefna út í umhverfið.   Ostamysa frá Mjólkursamlagi KS var aðskilin í fjóra hluta með himnusíubúnaði (Membrane Pilot Plant Type MEM11) í vinnslusal Líftækniseturs Matís á Sauðárkróki af starfsmönnum Iceprotein, annars vegar í gegnum 10 kDa himnu og hinsvegar 200 Da himnu. Efnasamsetning (raki, prótein, salt, steinefni) og lífvirkni (ACE‐hamlandi virkni og andoxunareiginleikar) voru greind á rannsóknarstofu Matís í þessum fjórum sýnum auk þess sem mysan sjálf óbreytt var mæld. Niðurstöðurnar lofa góðu og sýna vel að lífvirkni er til staðar í mysunni, sem nýst getur í markfæði.

The experiment described in this report is part of the project Utilization of Cheese whey in health-based food products which aims are to improve utilization and increase value of whey that is discarded during the cheese production at KS Sauðárkrókur, by using proteins and lactose to produce health drink and nutritional supplements. With better utilization, unnecessary disposal of bioactive components can be avoided.   Cheese‐Whey samples from KS were fractionated with membrane filtration equipment (Membrane Pilot Plant Type MEM11) at Matís Biotechnology center in Sauðárkrókur with molecular weight cut‐offs 10 kDa and 200 Da. Chemical composition and bioactivity properties were analyzed at Matís Laboratory. Results show that whey contains promising bioactive compounds that could be used as functional food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Margeir Gissurarson, Hannes Magnússon, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Cecilia Garate

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum / Compilation of previous test results of capelin roes

Á undanförnum árum og áratugum hafa verðið gerðar ýmsar mælingar og rannsóknir á loðnuhrognum hér á landi hjá Matís ohf/Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér er fyrst og fremst um að ræða rannóknir á örverum, hrognafyllingu og vatnsinnihaldi. Í skýrslunni verður fjallað um örverurannsóknir sem gerðar voru á vertíðinni 1984, örverumælingar á tímabilinu 2000-2008 og mælingar á vatnsinnihaldi og hrognafyllingu 1984-2008.

In recent years and decades various studies and measurements have been carried out on capelin roes in Iceland at Matís ohf/Icelandic Fisheries Laboratories. They mainly include studies on microorganisms, roe-fill and water content. In this report, microbial studies on microorganisms from the capelin season 1984 are presented along with microbial measurements carried out during 2000-2008 and measurements of roe-fill and water content 1984- 2008.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Útgefið:

01/02/2009

Höfundar:

Jón Örn Pálsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Forverkefni (S 034‐05)

Votfóður fyrir eldisþorsk / Moist diet for farmed fish

Gellyfeed er samnefni fyrir tveggja þrepa framleiðsluferli á votfóðri fyrir eldisfisk. Aðferðin var þróuð með það markmið að lækka geymslu‐ kostnað og framleiða sterkar fóðurpillur.  Rannsóknir staðfesta að lútun hráefnis og geymsla í lengri tíma skaðar gæði próteina og gerir hráefnið óhæft til votfóðurgerðar. Hámarks geymslutími    fiskhráefnis í sterkt basísku ástandi er 14 dagar.  Aðferðin getur  verið gagnleg við eyðingu baktería, vírusa og sníkjudýra.    Valkostir til geymslu á hráefnum til votfóðurgerðar eru frysting og meltavinnsla. Framleiðsla votfóðurs úr aukaafurðum sem falla til á norðanverðum Vestfjörðum getur verið vænlegur kostur. Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins bannar ekki not á aukaafurðum frá villtum þorski í fóður fyrir eldisþorsk.

Gellyfeed is a name of a two-step production process of moist diet for farmed fish. The process is developed to reduce cost of preserving by‐ products and to make a physical strong pellet. Research confirm that alkaline preserved raw material and longtime storing damage the protein quality and make the raw material not suitable to use in moist diet. Maximum storing time of alkaline preserved by‐products is 14 days. The process can be practical for eliminating harm from bacteria, viruses or parasites.   The alternative methods for storing by‐products are freezing or silage production. Moist diet produced from by‐products from the northern region of the Westfjords in Iceland seems to be economically promising option. The legislation from the European Union does not forbid using by‐ products from wild cod as a raw material in production of moist diet.

Skoða skýrslu

Fréttir

Frétt í Ægi – Af hverju borðar ungt fólk ekki meira af fiski?

Niðurstöður sem aflað var fyrir meistaraprófsritgerð Gunnþórunnar Einarsdóttur, starfsmanns Matís, á fiskneyslu ungs fólks voru fyrir stuttu birtar í tímaritinu Ægi.

Niðurstöður rannsóknar Gunnþórunnar sýndu í heild sinni að fiskneysla er undir viðmiðum og að þekking á fiski sé ekki góð. Virðist því vera þörf á aðgerðum til að fá ungt fólk til að borða meiri fisk.

Greinina í Ægi má í heild sinni sjá hér.

Fréttir

Mikill áhugi á námskeiðum Matís

Margeir Gissurarson, verkefnastjóri hjá Matís, hélt námskeið á Ísafirði nú fyrir stuttu. Námskeiðið snéri að rækjuvinnslum og var m.a. fjallað um hitun matvæla, skynmat og HACCP.

Námskeiðið fór fram við Fræðslusetur Vestfjarða dagana 15. og 16. jan. sl. Mikil og góð þátttaka var á námskeiðini og var mikil ánægja á meðal þáttakenda með hvernig til tókst.

Frekari upplýsingar um þetta námskeið og fleiri námskeið sem Matís býður upp á má finna á fræðsluvef Matís.

Fréttir

Marningskerfi

3X Technology á Ísafirði fékk á sl. ári styrk frá AVS sjóðnum til að þróa nýjan búnað til að vinna marning úr aukaafurðum. Megin áherslan er lögð á að ná fiskholdi af hryggjum án þess að marningurinn mengist blóði.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Matís ohf og Hraðfystihúsið Gunnvör hf og er markmið verkefnisins að vinna marning úr aukaafurðum svo sem hryggjum og öðrum afskurði sem til fellur við bolfiskvinnslu. Hannaður verður vélbúnaður sem tekur mið af því að hámarka bæði gæði og nýtingu hráefnisins.

Náðst hefur að framleiða ljósan marning með staðlað vatnsinnihald með því að þvo marningin í sérhannaðri þvottatromlu og til þess að minnka vatnsinnihaldið þá er marningurinn keyrður í gegnum marningspressu þar sem umfram vatnsmagn er pressað úr marningnum.

Á myndinni má sjá nýja tækið frá 3X Technology á ísafirði en það samanstendur af þvottatromlu og marningspressu. Verkefninu lýkur á þessu ári.

Fréttir

Matís leitar eftir starfskrafti

Matís ohf. óskar eftir að ráða matráð til að sjá um salatbar og súpu í hádeginu í starfstöð sinni að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi. Auglýsing þess efnis birtist í Morgunblaðinu um helgina.

Um er að ræða 40% stöðu og vinnutíminn er frá 11 til 14.

Frekari upplýsingar:
Ragnar Jóhannsson í síma 422 5106 eða ragnar.johannsson@matis.is
Sigríður Hjörleifsdóttir í síma 422 5113 eða sigridur.hjorleifsdottir@matis.is

Umsóknir sendist á Jón H. Arnarson, mannauðsstjóra Matís, á póstfangið jon.h.arnarson@matis.is.

Smelltu hér til þess að sjá aulgýst störf hjá Matís og til þess að fylla út almenna atvinnuumsókn.

Fréttir

Stjórnendur frá Wholefoods Market í heimsókn hjá Matís

Stjórnendur Wholefoods Market verslunarkeðjunnar komu til Matís fyrir stuttu og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.

Wholefoods Market (www.wholefoodsmarket.com/) er stór bandarísk verslunarkeðja sem hóf starfsemi í Texasríki árið 1980. Verslunarkeðjan er með starfsemi í yfir 270 búðum í Bandaríkjunum og á Englandi og er hún hvað þekktust fyrir sölu á matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Til dæmis er úrval verslunarkeðjunnar á lífrænt ræktuðum matvælum með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að vita hvaðan matvæli koma og haft sérstakan áhuga á upprunamerkingum. Heimsókn Wholefoods Market til Matís var m.a. einmitt í þeim tilgangi að kynnast betur upprunamerkingum á matvælum en Matís hefur skipað sér í fremstu röð í rannsóknum í þessum málaflokki.

WFM_1-1
WFM_2-1
WFM_3-1

Daginn eftir hélt svo Baldvin Jónsson, sem er tengiliður Íslendinga við Wholefoods Market, mjög áhugaverðan fyrirlestur fyrir starfsmenn Matís um starfsemi verslunarkeðjunnar og gildi fyrirtækisins. Vakti fyrirlestur þessi mikinn áhuga á fannst nokkrum sem á hlustuðu að margt í starfsháttum og gildum Wholefoods Market mætti taka til fyrirmyndar hér á landi.

Baldvin_Jonsson_1-1
Baldvin_Jonsson_2-1

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.

IS