Fréttir

Rýrnun á fiski í gámum lítil

„Í rannsóknum okkar á rýrnun á fiski í gámum hafa komið fram fremur lágar tölur. Langt undir 10%. Þegar þessi útflutningur var hvað mestur 1986, mældum við þetta í nokkrum tilfellum. Þá kom í ljós að rýrnun í þorski var 1 til 2%. Síðan var gerð mun ítarlegri tilraun fyrir um einu og hálfu ári. Þá fluttum við fiskinn ekki út, en líktum eftir slíkum innflutningi á rannsóknastofu okkar. Þá kom í ljós að þetta var um 2 til 4% í þorski og eitthvað aðeins minna í ufsa,“ segir Sigurjón Arason, verkefnastjóri hjá Matís í samtali við Morgunblaðið, 13. febrúar.

„Loks var þetta skoðað mjög vandlega fyrir um ári síðan. Þá kom í ljós að rýrnun í þorski var um 2,4%, en ef fiskurinn var umísaður hér fyrir útflutning fór rýrnunin upp í 3,6%. Rýrnunin í ýsunni var um 4,8% en við umísun fóru hún upp í 7%. Allt hnjask eftir að gengið hefur verið frá fiskinum ísuðum í kör í fyrsta sinn eykur vökvatapið. Við eigum einnig gamlar mælingar á vökvatapi í fiski, sem hefur verið fluttur milli landshluta við erfið skilyrði. Við athuguðum rýrnunina eftir aldri, fjögurra til sjö daga frá veiðum. Þá kom í ljós að eftir því sem hráefnið var eldra, tapaðist meira við flutningana. Síðan þessar mælingar voru gerðar, hafa orðið miklar vegabætur og því er vökvatapið vafalítið minna nú,“ segir Sigurjón

Fréttir

Matís með formennsku í European Sensory Network

Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Vinnslu- og vöruþróunarsviði Matís, tók í byrjun árs við formennsku í European Sensory Network (ESN) sem eru alþjóðleg samtók rannsóknastofnana og fyrirtækja á sviði skynmats og neytendarannsókna. Emilía mun gegna formennsku næstu tvö árin.

Í ESN eru 23 þátttakendur frá 16 Evrópulöndum, en einnig eru fjórir aðilar utan Evrópu í samtökunum: frá Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Ísrael.
Þessi alþjóðlegu samtök voru upphaflega stofnuð sem vettvangur fyrir umræður og samvinnu meðal bestu rannsóknafyrirtækja í hverju landi og er ætlað að tryggja matvælaiðnaði í hverju landi aðgengilegar og örugggar aðferðir við skynmat. Þáttakendur eru allir með mikla reynslu á þessu sviði.

Starfsemin ESN felst í:
• Fundum til bera saman aðferðir, niðurstöður rannsókna og til að skipuleggja rannsóknarverkefni
• Halda námstefnur fyrir iðnðaðinn í mismunandi löndum
• Þróa aðferðir á sviði skynmats og neytendakannana
• Sameiginleg rannsóknaverkefni.

Á þessu ári er fyrirtækjum í matvælaiðnaði þessara landa boðið að taka beinan þátt í ESN samstarfi (ESN-Industry Network Partnerships). Fyrirtækin munu leggja fram fjármagn í ákveðin rannsóknaverkefni sem þau geta sameinast um og verða rannsóknaverkefnin unnin af tveimur eða fleiri ESN-þáttakendum hverju sinni. Ný rannsóknaverkefni verða síðan valin árlega. Meðal annars verður stuðlað að notkun skynmats og bestu sameigilegum aferðum á því sviði til að bæta vöruþróun matvæla.  Þessi ESN iðnaðarvettvangur mun auka samskipti einstakra aðila ESN við matvælaiðnaðinn. 

 
Emilía er deildarstjóri Neytenda- og skynmatsdeildar á  Matís.  Hún segir að Matís sé leiðandi á sviði skynmats hér á landi og að þessi alþjóðlega starfsemi sé liður í því að á Íslandi verði til þekking og reynsla sem nýtast mun íslenskum matvælaiðnaði. 

Nánar um ESN samtökin

Fréttir

Hollara brauð með byggi

Trefjaefni lækka kólestról og draga úr blóðsykri

Hægt er að auka hollustu brauðvara með því að nota að hluta til bygg í staðinn fyrir hveiti, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) og Landbúnaðarháskóla Íslands. Í byggi eru trefjaefni sem geta lækkað kólestról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur.

“Miklar framfarir hafa orðið í kynbótum og ræktun byggs hér á landi. Byggið hefur fyrst og fremst verið nýtt sem skepnufóður en áhugi á nýtingu þess til manneldis hefur farið vaxandi. Það er ekki síst vegna þess að meira er af trefjaefnum í byggi en hveiti,” segir Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá Matís.

Mikilvægt að auka magn trefjaefna

Ólafur segir að hægt sé að auka hollustu brauðvara með því að nota að hluta til bygg í staðinn fyrir hveiti. “Frá manneldissjónarmiði er mikilvægt að auka magn trefjaefna í fæði Íslendinga. Það er sérstaklega áhugavert að í bygginu eru vatnsleysanleg trefjaefni sem kallast beta-glúkanar. Þessi trefjaefni geta lækkað kólesteról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur.”

Ólafur nefnir að í tilraunabakstri úr byggi, sem hafi farið fram í þremur bakaríum, hafi náðist fullnægjandi árangur fyrir brauð með allt að 40% byggi á móti 60% af hveiti. “Það er því hægt að mæla með því að bökunariðnaðurinn fari að nota bygg í framleiðslu sína.”

Þá var næringargildi metið fyrir íslenskt bygg og reyndist það sambærilegt við það sem gerist erlendis. Öryggi byggs var metið með mælingum á örverum. Kólígerlar, Bacillus cereus og Clostridium perfringens greindust ekki og fjöldi myglusveppa var lágur.

“Allar mælingar benda því til að íslenska byggið henti vel til manneldis,” segir Ólafur Reykdal hjá Matís.

Bakarar í Brauðhúsinu Grímsbæ hnoða byggbrauð.
Brauðvara frá Brauðhúsinu.

Framleiðnisjóður styrkti verkefni Matís og Landbúnaðarháskólans.

Fréttir

Öskudagurinn á Matís

Landsmenn hafa væntanlega ekki varhluta af því að í dag er Öskudagurinn og yngri kynslóðin á ferli í alls kyns múnderingum. Nokkrir hópar hafa litið inn hjá Matís í Borgartúni 21 og sungið, sumir m.a.s. á dönsku! Við fengum að smella myndum af þessum kátu gestum.

Anna Sigrún, móttökuritari á Matís, var vel undirbúin, skartaði sjálf fjólublárri hárkollu og hafði birgt sig upp af sælgæti. Söngglaðir gestir komu því ekki að tómum kofanum, heldur fengu bæði hefðbundið sælgæti en voru ekki síður ánægðir með að fá harðfisk að launum fyrir sönginn.

Nemendur úr Lauganes- og Laugalækjarskóla
Sungið af lífi og sál
Stelpur úr Laugalækjarskóla

Flestir söngvaranna voru nemendur úr Laugarnes- og Laugarlækjaskólum.

Fréttir

Aukið virði sjávarfangs: FisHmark-hugbúnaður

Þann 14. febrúar n.k. verður kynnt til sögunnar frumgerð hugbúnaðar, FisHmark, sem gerir stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja mögulegt að framkvæma nákvæmari áætlanagerð í fiskveiðum. AVS hefur styrkt verkefnið. Fundurinn, sem fer fram á 2. hæð á Radisson Saga Hótel, hefst klukkan 13:30.

Með þessum nýja hugbúnaði er hægt að:

  • Auka virði sjávarfangs og tryggja aðgang inn á kröfuharða sérmarkaði
  • Greina hvaða þættir hafa áhrif á virði sjávarfangs og afkomu fiskveiða og fiskvinnslu
  • Búa til tillögur að hagkvæmasta fyrirkomulagi að veiðum og ráðstöfun afla
  • Auðvelda fiskseljendum að miðla upplýsingum um vöru, svo sem um uppruna hennar
  • Tengja saman gögn úr rafrænum afladagbókum, mælingum í móttöku og úr upplýsingakerfum um vinnslu og markað
  • Leita hagkvæmustu lausna í virðiskeðju þorskafurða og auka hagnað fyrirtækja

Sjá dagskrána hér.

Fréttir

Dregið hefur úr transfitusýrum í matvælum

Dregið hefur úr transfitusýrum í matvælum hér á landi á síðustu árum, að því er fram kom í viðtali Fréttastofu Stöðvar 2 við Ólaf Reykdal verkefnastjóra hjá Matís. „Það hafa verið gerðar einstaka mælingar en fáar á allara seinustu árum, þær sýna að í vissum vörum hafa, hefur dregið úr magni transfitusýra,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2.

Transfitusýrur eru svokölluð hert fita og óæskilegar í miklum mæli en neysla á þeim hækkar blóðkólesteról og eykur þannig líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.

Ólafur segir þó enn nokkuð um að transfitusýrur séu í matvælum. En þær geta verið í unnum matvörum eins og smjörlíki og kexi og vörum sem að hafa verið djúpsteiktar eins og frönskum kartöflum. Ólafur hvetur fólk til að skoða innihaldslýsingar á vörum.

Ólafur Reykdal: „Ef að það kemur fram í innihaldslýsingunni að það hafi verið notuð hert fita þá er þar transfitusýra, það er semsagt hydrogenated.“

Til stendur að gera nýja úttekt á transfitusýrum í matvælum hér á landi, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2.

Fréttir

Bás Matís vinsæll á Framadögum

Háskólanemendur sýndu bás Matís mikinn áhuga á Framadögum, sem fram fóru í Háskólabíói 1. febrúar. Á Framadögum kynnti Matís starfsemi sína og bauð nemendum að vinna að verkefnum eða athuga möguleika um sumarvinnu.

Fjölmargir sýndu áhuga á því að að vinna að verkefnum fyrir Matís og einnig voru margir sem vildu sækja um sumarvinnu.

Matís bás á Framadögum

Skýrslur

Lífríki í hverum við Kröflu og Námafjall

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Orkustofnun vegna Rammaáætlunar / National Energy Authority

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum við Kröflu og Námafjall

Þessi rannsókn á lífríki í hverum á hverasvæðunum við Kröflu og Námafjall er fjórði áfangi verkefnisins um lífríki á hverasvæðum á Íslandi sem er hluti af Rammaáætlun um nýtingu á vatnsafli og jarðvarma á háhitasvæðum. Þegar hefur verið skilað niðurstöðum úr sambærilegum rannsóknum á Hengilssvæði (2005), Torfajökulssvæði (2006) og Krísuvík (2007). Alls voru tekin um 20 sýni af vökva, jarðvegi eða lífmassa og tókst að greina tegundasamsetningu í 13 þeirra með hlutaraðgreiningu á 16S rRNA. Ríkjandi tegundir í Kröflusýnum voru frumbjarga og efnatillífandi af fylkingum Aquificae og β-Proteobaktería. Sýni úr Jarðbaðshólum voru fjölbreyttari og greindust til fylkinga Actinobacteria, Acidobacteria, Firmicutes, ljóstillífandi Cyanobacteria og Deinococcus-Thermus. Í ljósi þess hve gerð sýna og sýnatökustaðir voru fjölbreyttir kom ekki á óvart að tegundasamsetning væri mismunandi. Flestar tegundir sem fundust er einnig að finna á öðrum hverasvæðum í heiminum. Nýjar bakteríutegundir fundust í nokkrum sýnum, m.a. frumbjarga Hydrogenobacter tegund í sýni úr afrennsli frá skiljustöð við Kröflu. Ennfremur fundust tvær nýjar tegundir β-Proteobaktería. Þrjár nýjar tegundir γProteobaktería fundust, ein í Grjótagjá, önnur í jarðvegssýni við gufuauga í Jarðbaðshólum og sú þriðja í afrennslislæk í Kröflu. Ný tegund af Meiothermus ættkvísl fannst í Jarðbaðshólum og að lokum ein fjarskyld (92%) Thermus tegund. Einn stofn náskyldur (≥98%) tegundinni Thermus aquaticus fannst í sýni af Kröflusvæðinu, en þessi tegund hefur verið talin einlend í Bandaríkjunum. Líffræðilegur fjölbreytileiki í sýnunum var áætlaður á bilinu 1,0 – 5,8 á skalanum 1-10, en algengt er að gildið sé á bilinu 1-2 í sýnum úr jaðarvistkerfum þar sem umhverfisálag er mikið. Gildið var afar lágt í nokkrum sýnum í rannsókninni, eða 1,04 í jarðvegssýni úr Suðurhlíðum Kröflu, 1,2 í vökvasýni úr afrennslislæk í Kröflu, 1,0 í leirhver við Víti og 1,1 í vökvasýni úr Bláa lóninu í Bjarnarflagi. Líffræðilegur fjölbreytileiki var talsvert hærri í sýnum úr Grjótagjá (3,4) og Jarðbaðshólum (4,8-5,2) sem kemur ekki á óvart þar sem umhverfisaðstæður voru hagstæðari fleiri tegundum. Vatnssýni úr hverum voru skönnuð fyrir 72 frumefnum (ICP_MS). Vonir eru bundnar við að í framtíðinni verði hægt að tengja saman frumefnamælingar við niðurstöður úr tegundasamsetningu í sýnum.

This project on microbial diversity in hot springs in the Krafla and Namafjall geothermal areas is within the Framework of Utilization of Geothermal power of high temperature geothermal areas in Iceland. Other areas studied so far are the Hengill area (2005), Torfajökull area (2006) and Krísuvik area (2007). Twenty samples were taken from liquid, soil or biomass. Partial sequencing of 16S rRNA genes from the samples was used to estimate species composition in the samples. Species composition was estimated in 13 samples. Dominating species within the Krafla samples were chemolithoautotrophic species of Aquificae and β-Proteobacteria phyla. In Jarðbaðshólar samples, the species were more diverse and belonged to the Actinobacteria, Acidobacteria, Firmicutes, Cyanobacteria and Deinococcus-Thermus phyla. This was not surprising as sample types and sample sites were diverse in character. Most species found in this study were known from other geothermal areas in the world. Novel species were found in several samples: A chemolithoautotrophic Hydrogenobacter species was found in an effluent from the powerplant in Krafla. Two new species of β-Proteobacteria were also found in the samples. Three novel species of γ-Proteobacteria were found, one in Grjótagjá, one in Jarðbaðshólar and one in the Krafla effluent. A novel species of the genus of Meiothermus was found in Jarðbaðshólar. Finally one species, a distant (92%) relative of Thermus spp. A close (≥ 98%) relative of Thermus aquaticus was found in one sample from the Krafla area, but this species has hitherto been confined to the USA. A biodiversity index of the samples was calculated between 1,0-5,8, but a value of 1-2 is common in samples from extreme ecosystems were environmental pressure is high. This value was quite low in several samples i.e. 1,04 in a soil sample from the southern hills of Krafla, 1,2 in a liquid sample from the Krafla effluent, 1,0 in a geothermal mudsample from Víti and 1,1 from a liquid sample from the Blue Lagoon in Bjarnarflag. Calculated biodiversity index in samples from Grjótagja and Jarðbaðshólar was considerably higher which is not surprising as environmental conditions were favourable to a higher number of species. Water samples from hot springs were scanned semi quantitatively for 72 elements and analyzed with ICP-MS. In the future we hope to be able to connect data from element analysis to results of species composition.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Þorgilsson

Styrkt af:

European Commission, Matís, CSL, RIVM, WU, Upatras, Altagra, Ipimar

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Þessi verkefnaskýrsla greinir frá sameiginlegum fundi í tveimur evrópskum verkefnum sem nefnast QALIBRA og BENERIS. Fundurinn var haldinn í Helsinki í Finnlandi 6. til 9. nóvember 2007. Bæði verkefnin heyra undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB og deila sumum verkþáttum. Tilgangur fundarins var:

1) Úttekt tveggja eftirlitsaðila frá ESB á vinnu verkefnanna fyrstu 18 mánuðina

2) Tryggja upplýsingaflæði milli verkefna og ræða áframhaldandi samstarf

3) Umsögn og tillögur vísingaráðgjafanefndar verkefnanna um vinnuna og framhaldið

QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er þriggja og hálfs árs verkefni sem Matís stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA – verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiðið er að setja þessar aðferðir fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á vefnum. Markmið BENERIS verkefnisins er að skapa aðferðafræði til að meðhöndla flóknar ávinnings-áhættu aðstæður, og nota þær síðan til að meta ávinning/áhættu sem ákveðnar tegundir matvæla geta haft í för með sér. Fyrsta tegund matvæla sem unnið verður með við þróun þessarar aðferðafræði er sjávarfang. Þessi skýrsla greinir frá umræðum og helstu niðurstöðum fundarins.

This report is a summary of the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and the BENERIS projects in Helsinki, Finland, November 6-9th, 2007. Both projects are funded by the EC´s 6th framework programme, and have the same contract starting dates and a common workpackage (WP6) for cluster activities. Both projects began on April 1st 2006 and will run until October 2009, or for 42 months. This report contains results of the discussions that took place and the actions defined, while the overheads presented during the meeting are compiled in an Annex to the report. The overall objective of QALIBRA is to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The overall objective of BENERIS is to create a framework for handling complicated benefit-risk situations and apply it for analysis of the benefits and risks of certain foods. The first food commodity to be used in the development of the methodology is seafood.

The objective of the Cluster meeting was:

1) Evaluation (by two independent experts appointed by the EC) of activities from the beginning of the projects until the meeting

2) Sharing of information on scientific progress and plans between Qalibra and Beneris, as well as planning of further cluster activities

3) Obtain feedback and advice from the Qalibra/Beneris Scientific Advisory Panel (SAP)

This report contains results of the discussions that took place and the actions defined.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Alexandra M. Klonowski, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Helgi Thorarensen, Einar Svavarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Markmið verkefnisins var að búa til öflug erfðagreiningasett fyrir bleikju með 15-20 erfðamörkum. Mörg erfðamörk hafa verið birt fyrir bleikju og aðra laxfiska en gallinn er sá að ekkert hentugt fjölmögnunar erfðamarkasett er þekkt en það er forsenda þess að notkun tækninnar sé hagkvæm. Mikilvægt er að erfðamörkin sýni breytileika innan stofnsins, séu af ákveðinni stærð en þó misstór, virki vel í fjölmögnunarahvarflausn og séu vel læsileg eftir að búið er að keyra sýnið á raðgreiningarvél. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort hægt væri að finna hentug erfðamörk sem mætti setja saman í 2-3 hvarfblöndur. Prófuð voru 70 vísapör fyrir 56 birt erfðamörk. Niðurstaða verkefnisins var sú að hægt var að koma saman 17 erfðamörkum í 3 hvarfblöndur. Alls voru greindir 140 fiskar úr eldisstofni Hóla með þessum 17 erfðamörkum en auk þess voru 12 villtir fiskar greindir með þeim. Niðurstöður sýndu að erfðamörkin nýttust til að aðgreina mismunandi hópa bleikju. Úrvinnsla á erfðagreiningum staðfesti greinilega að Hólableikjan er aðallega byggð upp af tveimur stofnum. Nokkur sýni af villtri bleikju sem voru erfðagreind gáfu nýjar samsætur sem ekki sjást í eldisfiskinum. Nú eru því til erfðamarkasett sem geta nýst í kynbótastarfi, í stofnrannsóknum á villtri bleikju og í rekjanleikarannsóknum. Þetta verður til að efla kynbótastarf og er öflugt verkfæri við rannsóknir á bleikju í framtíðinni.

The goal of the project was to develop genotyping protocols for Arctic charr containing multiplexes of 15-20 microsatellite markers. Many microsatellite markers have been published for salmonoid fishes, but no multiplexes are known which are of practical use when analyzing many samples at a time and therefore, to make the research profitable. The microsatellite markers must show variability among the fishes, they must be of certain sizes and of variable sizes, they must be amplifiable in multiplex PCR reactions and they must be easily readable from the machine. The risk of the project was to find published microsatellite markers which would fulfill these criteria and fit into 2-3 multiplex PCR reactions. Seventy primer pairs were tested for 56 published microsatellite markers. The results of the project were that 17 microsatellite markers which fit into 3 multiplex PCR reactions. A total of 140 fish from the brood stock of Arctic charr from the University at Holar was analyzed in the study as well as 12 samples from wild fish of different lakes and rivers. The results indicate that these markers can be used to analyze different stocks of Arctic charr. Furthermore, analyzes of the brood stock confirms that it mainly consists of two different stocks. New alleles were observed in the wild fish compared to the brood stock fish. A genotyping protocol to analyze Arctic charr for use in breeding industry, in wild fish research and in tractability analyzes, is now available. This will help in building up breeding programs and will be a helpful tool of the genetic research of Arctic charr.

Skoða skýrslu
IS