Fréttir

Erfðagreining nautgripa -baráttan gegn matvælasvindli

Vörusvik í sölu matvæla eru gríðarlegt vandamál um allan heim, en slík viðskipti má flokka til glæpastarfsemi þar sem gróðavonin er mikil, en áhætta og viðurlög lítil fyrir þá einstaklinga sem iðjuna stunda. Árið 2013 komst upp um stórfellt misferli í Evrópu þar sem hrossakjöt var í stórum stíl selt sem nautakjöt í evrópskum stórmörkuðum. 

Hrossakjötshneykslið 2013 olli mikilli vitundarvakningu meðal neytenda og framleiðenda nautakjöts í Evrópu. Málið opnaði jafnframt augu neytenda fyrir því hve flókin og viðkvæm virðiskeðja kjötframleiðslu er í raun og veru. Mörg fyrirtæki sem vinna í þessari verðmætu grein matvælaframleiðslu áttuðu sig einnig sig á því nauðsyn þess að koma upp hraðvirkum, öflugum og hagkvæmum aðferðum til að sannreyna uppruna afurða á matvælamarkaði.

Matís hefur undanfarið ár leitt alþjóðlegt rannsóknaverkefni, fjármagnað að fullu af evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food. Verkefnið nefnist BLINK, en markmið þess er að þróa nýtt rekjanleikakerfi fyrir nautakjöt. Aðferðin byggir á þeim miklu framförum sem orðið hafa undinfarinn áratug í erfðagreiningartækni og er sambærileg við aðferðir sem nýttar verða í erfðamengjaúrvali í íslenska kúakyninu sem stefnt er á að innleiða hér á landi á næstu árum.

Hugmyndin bakvið aðferðafræðina felst í að við slátrun nautgrips verði lífsýni, t.d. hársýni eða vefjasýni tekið af gripnum. Sýnið er síðan sent til rannsóknastofu þar sem erfðaefni er einangrað og þúsundir erfðamarka greind í hverjum einasta grip. Þessar erfðaupplýsingar eru í framhaldinu nýttar til að útbúa einstakt „strikamerki“ fyrir hvern einasta nautgrip sem fer í gegnum tiltekið sláturhús. Erfðafræðilegt strikamerki hefur þá kosti umfram hefðbundin strikamerki, sem allir kannast við úr matvörubúðinni, að það fylgir kjötinu hvert sem það fer og ekki er hægt að breyta því á neinn hátt. Fyrrgreindum erfðaupplýsingum, ásamt fylgigögnum, er að lokum komið fyrir í gagnagrunni. Ef grunur vaknar um að svik séu til staðar einhversstaðar í keðjunni frá nautgrip á fæti til kjötbita á diski, er hægt senda sýni af kjötinu í erfðagreiningu og fá úr því skorið hvort uppruni nautakjötsins sé sá sami og umbúðir matvælanna segja til um.

Þessari aðferðafræði væri auðveldlega hægt að beita til að sannreyna uppruna íslensks nautakjöts úr matvörubúðum eða veitingastöðum. Nýlegar rannsóknir hafa staðfest að hinn íslenski kúastofn er erfðafræðilega mjög ólíkur öðrum nautgripum. Með einföldu erðfaprófi væri því hægt að staðfesta uppruna íslensks nautakjöts.

Verkefninu lýkur í janúar á næsta ári. Að því loknu munu erlendir samstarfsaðilar Matís vekja athygli á aðferðafræðinni meðal evrópskra kjötframleiðenda. Vonir standa til að unnt verði að taka tæknina í almenna notkun í hinum vestræna heimi á næstu árum og að hana megi einnig nýta til rekjanleika á kjötafurðum annarra búfjártegunda.

Skýrslur

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Eirik Leknes, Jón Árnason, Snorri Gunnarsson, Benedikt Kristjánsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, María Pétursdóttir, Helgi Thorarensen, Soizic Le Deuff, Arnþór Gústavsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Trond Bjørndal, Sigríður Hjörleifsdóttir, Albert Imsland

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Meginmarkmið verkefnisins „Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi (MAXIMUS)“ var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500 kr/kg) og stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betri tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.   Í MAXIMUS verkefninu var unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20%. Unnið var að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast var við að minnka vægi sjávarpróteins og tókst að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Í verkefninu var jafnframt þróað multiplex erfðamarkasett fyrir sandhverfu sem hefur gert kleift að arfgerðagreina mikið magn seiða á fljótlegan og öruggan hátt. Þetta erfðamarkasett mun nýtast til að flýta fyrir erfðaframförum í sandhverfueldi í framtíðinni.   Unnið var að markaðsrannsóknum og reynt að rýna í framtíðarhorfur eldisins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi.

The overall aim of this project, MAXIMUS, was to develop methods to significantly reduce production costs in farming of turbot (Scophthalmus maximus). Production of turbot in Iceland has been growing and therefore it is important to develop technology to lower the production costs.   Turbot is an ideal species for farming in land‐based stations in Iceland, having many good characteristics as an aquaculture species and high (1500 kr/kg) and stable market value. Rearing fish in land‐based farms comes however with a cost and it is important to constantly strive to develop new technology to reduce cost of production. Firstly, methods to use photoperiod control to increase growth rate up to 20% compared to traditional methods were developed. Secondly, it was found that crude protein in turbot feed can be reduced by approximately 10% compared to current level in commercial feed without negative effects on growth. This will make production of a more cost efficient and less expensive feed for large turbot possible. Thirdly, multiplex genotyping systems were developed, making it possible to determine the pedigree of the parent fish during breeding to ensure genetic diversity leading to high growth rate.   Finally, the current and future developments in turbot production and markets were analyzed. Production of this species is likely to increase considerably in coming years. In addition, there are important developments in technology that may impact on future supply and cost of production. An estimation of the economic implications of optimized turbot farming system in Iceland, profitability and revenue, was also investigated. Overall the results from this project will make turbot production in Iceland more feasible, and profitable, in the future.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Alexandra M. Klonowski, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Helgi Thorarensen, Einar Svavarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Markmið verkefnisins var að búa til öflug erfðagreiningasett fyrir bleikju með 15-20 erfðamörkum. Mörg erfðamörk hafa verið birt fyrir bleikju og aðra laxfiska en gallinn er sá að ekkert hentugt fjölmögnunar erfðamarkasett er þekkt en það er forsenda þess að notkun tækninnar sé hagkvæm. Mikilvægt er að erfðamörkin sýni breytileika innan stofnsins, séu af ákveðinni stærð en þó misstór, virki vel í fjölmögnunarahvarflausn og séu vel læsileg eftir að búið er að keyra sýnið á raðgreiningarvél. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort hægt væri að finna hentug erfðamörk sem mætti setja saman í 2-3 hvarfblöndur. Prófuð voru 70 vísapör fyrir 56 birt erfðamörk. Niðurstaða verkefnisins var sú að hægt var að koma saman 17 erfðamörkum í 3 hvarfblöndur. Alls voru greindir 140 fiskar úr eldisstofni Hóla með þessum 17 erfðamörkum en auk þess voru 12 villtir fiskar greindir með þeim. Niðurstöður sýndu að erfðamörkin nýttust til að aðgreina mismunandi hópa bleikju. Úrvinnsla á erfðagreiningum staðfesti greinilega að Hólableikjan er aðallega byggð upp af tveimur stofnum. Nokkur sýni af villtri bleikju sem voru erfðagreind gáfu nýjar samsætur sem ekki sjást í eldisfiskinum. Nú eru því til erfðamarkasett sem geta nýst í kynbótastarfi, í stofnrannsóknum á villtri bleikju og í rekjanleikarannsóknum. Þetta verður til að efla kynbótastarf og er öflugt verkfæri við rannsóknir á bleikju í framtíðinni.

The goal of the project was to develop genotyping protocols for Arctic charr containing multiplexes of 15-20 microsatellite markers. Many microsatellite markers have been published for salmonoid fishes, but no multiplexes are known which are of practical use when analyzing many samples at a time and therefore, to make the research profitable. The microsatellite markers must show variability among the fishes, they must be of certain sizes and of variable sizes, they must be amplifiable in multiplex PCR reactions and they must be easily readable from the machine. The risk of the project was to find published microsatellite markers which would fulfill these criteria and fit into 2-3 multiplex PCR reactions. Seventy primer pairs were tested for 56 published microsatellite markers. The results of the project were that 17 microsatellite markers which fit into 3 multiplex PCR reactions. A total of 140 fish from the brood stock of Arctic charr from the University at Holar was analyzed in the study as well as 12 samples from wild fish of different lakes and rivers. The results indicate that these markers can be used to analyze different stocks of Arctic charr. Furthermore, analyzes of the brood stock confirms that it mainly consists of two different stocks. New alleles were observed in the wild fish compared to the brood stock fish. A genotyping protocol to analyze Arctic charr for use in breeding industry, in wild fish research and in tractability analyzes, is now available. This will help in building up breeding programs and will be a helpful tool of the genetic research of Arctic charr.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðagreiningasett fyrir þorsk / Genotyping kits for Atlantic cod

Útgefið:

01/06/2007

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Inga Schulte, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Steinunn Magnúsdóttir, Klara Björg Jakobsdóttir, Christophe Pampoule, Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðagreiningasett fyrir þorsk / Genotyping kits for Atlantic cod

Markmið verkefnisins var að þróa ný erfðagreiningasett fyrir þorsk (Gadus morhua) sem væru byggð á endurteknum DNA stuttröðum (microsatellites). Alls voru 118 erfðamörk rannsökuð. Tvö tíu erfðamarkasett voru þróuð (CodPrint10a og CodPrint10b) og búið er að leggja inn einkaleyfisumsókn fyrir þessum erfðamörkum. Tæplega 300 íslensk sýni sem tilheyrðu 3 mismunandi sýnatökusvæðum (N-Ísland, SV- Ísland (grunnsævi) og SV-Ísland (djúp) voru greind með þessum 20 erfðamörkum, en til samanburðar voru sýnin einnig greind með níu vel þekktum og mikið notuðum erfðamörkum. Þessir þrír sýnahópar greindust betur í sundur með CodPrint10a og CodPrint10b erfðamörkum en með áður þekktu erfðamörkunum. Rannsóknirnar sýna að nýju erfðamörkin henta bæði í stofnrannsóknir og í foreldragreiningar.

The goal of the project was to develop new genotyping kits for Atlantic cod (Gadus morhua) based on microsatellite markers. A total of 118 markers were analyzed. Two 10 microsatellite markers sets were developed (CodPrint10a and CodPrint10b) and they were used to analyze approximately 300 samples that were collected in the Northeast Iceland, Southwest inshore Iceland and Southwest offshore Iceland. As a comparison the samples were also analyzed with nine previously known markers. A comparison of the new microsatellite loci and the nine previously used, showed that the power of individual discrimination was much stronger with the new microsatellite loci. Indeed, the discrimination of the samples was clearer with much less overlap of the individuals. Together, these results suggest that the new microsatellite loci are powerful and suitable for both population genetic analysis and paternity analysis, due to their high polymorphism and resolution power.

Skoða skýrslu
IS