Fréttir

Síld: Geymsla í 20 gráðu frosti hefur áhrif gæði

“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna,” segir í skýrslu Matís um hvernig hægt er að bæta gæði síldar til neyslu. Þá segir að betri gæði leiða af sér aukna samkeppni í framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.

Í ágripi skýrslunnar (Improved quality of herring for human consumption) segir að síld sé ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. “Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli.” Þá segir að mikilvægt sé að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum.

“Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum.”

Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar, til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. “Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við
-20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.”

Hægt er að skoða skýrsluna hér.

Fréttir

Hægt að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um 30%: Felur í sér 15% lægri framleiðslukostnað

Hægt er að lækka fóðurverð fyrir eldisþorsk um allt að því 30% og lækka þar með framleiðslukostnað um 15% með því að draga úr próteinnotkun og auka fitu. Þá er hægt að lækka fóðurkostnað því að nota ódýrara fiskimjöl og hráefni úr jurtaríkinu í fóðrið, aðallega hjá stærri fiski, að því er fram kemur í rannsókn á þróun sjófiskafóðurs.

Verkefnið: Þróun sjófiskafóðurs er samstarfsverkefni Matís, Fóðurverksmiðjunnar Laxár, Háskólans á Hólum, Versins á Sauðárkróki og Háskólans á Akureyri. Það var styrkt af AVS rannsóknasjóði.

Jón Árnason deildarstjóri á eldisdeild Matís segir mikilvægt að rannsaka sérstaklega fóður fyrir fiskeldi því það sé langstærsti einstaki kostnaðarliður eldisfyrirtækja vegna framleiðslunnar, eða í kringum 55% af rekstrarkostnaði við framleiðslu á hvert kg af þorski. “Stór hluti rannsókna á fóðri á heimsvísu hefur hingað til verði unnin innan fóðurfyrirtækja og þess vegna eru niðurstöður oft ekki opinberar. Því skiptir miklu máli fyrir fiskeldisfyrirtæki hér á landi að fá í hendur nýjar rannsóknir um hvernig þau geti lækkað kostnað,” segir Jón.

Prótein er dýrasta hráefnið í fóðurgerð

Hann segir að þorskur bregðist við mismunandi hráefnum í fóðri; hann hafi þörf fyrir ýmis næringarefni en einkum mikla þörf fyrir prótein, sem sé nauðsynlegur þáttur til uppbyggingar á fiskholdi. Próteinið er hins vegar dýrasta meginhráefnið í fóðurgerð. “Það skiptir þorskinn ekki öllu máli að fá allt próteinið úr hágæða fiskimjöli heldur getur hann að vissu marki nýtt sér aðrar gerðir fiskimjöls og prótein úr jurtaríkinu,” segir Jón.

Fiskur til sýnis á European Seafood Exposition í Brussel.

Niðurstöður tilrauna með mismikið prótein í fóðri sýna að ekki sé tölfræðilegur munur á vexti ef prótein er aukið umfram 48% í 70 gr. fiski. Þá sé ekki ávinningur að því að auka prótein umfram 39-43% í fóðri fyrir 600 gr. fisk. Það er því hægt að lækka hráefniskostnað með því að lækka próteininnihald í fóðri frá því sem er í dag án þess að það komi niður á vexti.

Þá segir Jón að aukning fitu í fóðri valdi einhverri aukningu í lifraprósentu hjá 500-800 gr. þorski en hún sé innan þess sem fundist hafi í villtum þorski við landið. Þó sé marktæk hærri lifraprósenta í smærri þorski við aukna fitu í fóðri. Þetta þýðir að hægt er að skipta út próteini fyrir fitu upp að vissu marki.

Ótvíræðar niðurstöður

Niðurstöður verkefnisins benda til þess að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi til þess að lækka fóðurkostnað. Hægt sé að nota mismunandi hráefni og lækka prótein miðað við notkun dagsins í dag. Þá er ennfremur mögulegt að nota meiri fitu, einkum í stærri fiski.

Jón segir að afrakstur rannsókna á fóðri fyrir þorskeldi hér á landi séu ótvíræðar. “Niðurstöður benda til þess að hægt sé að lækka fóðurverð um 30% og lækka þar með framleiðslukostnað á þorski um 15%, ef tekið er mið af hráefnisverði frá því fyrr á þessu ári. Þá eru tækifæri til þess að lækka fóðurkostnað enn frekar með þvi að stilla nákvæmlega af hlutföll hráefna í fóðri með hliðsjón af meltanleika næringarefnanna í þeim.”

Fréttir

Starfsmenn Matís vinna verkefni á Sri Lanka

Starfsmenn Matís hafa lokið við gerð skýrslu um vatn og ís í fiskvinnslu á Sri Lanka. Þeir hafa haft umsjón með rannsóknum á þessu sviði undanfarin eitt og hálft ár og önnuðust lokaniðurstöður skýrslurnnar.

Um er að ræða samvinnuverkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sjávarútvegsráðuneytis Sri Lanka og NARA, sjávarútvegsstofnunar Sri Lanka. Starfsmenn Matís voru fengnir til að vinna að þessu verkefni frá árinu 2006 og túlka gögn í lokaniðurstöður skýrslunnar. Viggó Marteinsson og Hrólfur Sigurðsson, starfsmenn á örverudeild Matís, kynntu niðurstöðurnar á fundi í sjávarútvegsráðuneyti Sri Lanka í síðustu viku.

Jafnhliða því voru tveimur starfsmönnum NARA afhent viðurkenningarskjöl fyrir tveggja vikna námskeið sem þær sóttu hjá Matís á Íslandi í nóvember.


Á myndinni eru Viggó Marteinsson, Tharangika Suvinie Dahanayake, Kumudini Sriyalatha Hettiarachchi og Hrólfur Sigurðsson.

Fréttir

Vill fólk borða stressaðan eldisfisk?

Neytendum finnst stressaður eldisfiskur álíka góður og óstressaður. Þó virðist ábatasamt fyrir framleiðendur að mæta auknum kröfum um velferð dýra, segir í umfjöllun Morgunblaðsins um erindi Emilíu Martinsdóttur á haustráðstefnu Matís. Þar segir að velferð dýra og umhverfisvæn matvælaframleiðsla hafi í auknum mæli vakið áhuga almennings á sama tíma og áhersla hafi verið lögð á að koma á reglugerðum um fiskeldi.

“Eitt af þeim sjónarmiðum, sem hafa verið í umræðunni, er einmitt velferð dýra í eldisframleiðslu. Mikilvægt er því að kanna hvort mismunandi meðferð á fiski í tengslum við dýravelferð hefur í raun áhrif á bragð og eiginleika afurðarinnar. Ef sú er raunin gæti það haft á hrif á neytendur,” segir í Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. desember.

Segir að haustið 2006 hafi verið framkvæmd viðamikil samevrópsk rannsókn sem var hluti af þátttöku Matís í svonefndu SEAFOOD plus-verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. “Markmiðið var að kanna hvort eldisþorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til dýravelferðar annars vegar og hins vegar framleiddur á hefðbundinn hátt, hefði mismunandi gæðaeinkenni. Einnig var gerð neytendakönnun til að kanna hvort neytendur hefðu mismunandi smekk fyrir þessum afurðum og hvort mismunandi upplýsingar um eldið hefðu áhrif á hvernig neytendum geðjast að afurðum. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir þá sem stunda fiskeldi, vinna vörur úr eldisfiski sem og seljendur, “ segir í grein Morgunblaðsins

Þá segir að á Íslandi hafi könnunin verið tvískipt. “Annars vegar komu rúmlega eitt hundrað manns til Matís og smökkuðu á norskum eldisþorski og hins vegar fengu um sjötíu fjölskyldur fisk með sér heim til að elda og smakka. Sambærileg könnun var gerð meðal neytenda í Hollandi og á Spáni á sama tíma,” segir í Morgunblaðinu.

Eldisþorskur, sem var með hefðbundnum aðferðum, reyndist hafa flögukenndari og mýkri áferð og minnti meira á villtan fisk, en eldisþorskur, sem var framleiddur með sérstöku tilliti til velferðar dýra, reyndist hafa kjötkenndari og seigari áferð. Þeir neytendur sem komu til Matís til að smakka fisk, fengu að vita að fiskurinn, sem þeir smökkuðu, væri norskur eldisþorskur, en engar upplýsingar voru veittar um framleiðsluaðferðina. “Þessum hópi neytenda fannst eldisþorskur framleiddur með hefðbundnum aðferðum ívið betri en þorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til velferðar dýra. Helst var það áferðin og lyktin, sem þeim fannst betri af hinum hefðbundna eldisþorski,” kemur fram í Morgunblaðinu.

Skýrslur

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson, Guðmundur Víðir Helgason, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Sasan Rabieh

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matís

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði. Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

The aim of this research was to investigate the unique position of the territorial waters around NW-Iceland, especially Arnarfjörður, with respect to trace elements, particularly cadmium, in biota. In order to achieve this goal, trace elements in blue mussels (Mytilus edulis), scallops (Chlamys islandica) and sediments around Iceland were analyzed, with special emphasis on sampling in the NW-Iceland area. The main results from this research indicate that cadmium levels are statistically higher in blue mussels from Arnarfjörður compared to other areas in NW-Iceland (T-test, α = 0,05 (5%)). In contrast with cadmium, the iron, copper, manganese and zinc concentrations were lower in the blue mussels from Arnarfjörður in comparison with other areas in NW-Iceland. This difference was most obvious with regard to iron and zinc. The cadmium level in blue mussels from Arnarfjörður, Hestfjörður in Ísafjarðardjúp and Ósafjörður exceeds the maximum cadmium level (1,0 mg/kg wet weight) set by the European commission (EC) for Bivalve molluscs. The cadmium level in blue mussels from Dýrafjörður, Seyðisfjörður in Ísafjarðardjúpi and Patreksfjörður are also close to the maximum cadmium level set by EC. The results for trace elements in sediments from Arnarfjörður do not however explain the high levels of cadmium observed in blue mussels from this area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved quality of herring for human consumption

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Hannes Hafsteinsson, Irek Klonowski, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Nordic Innovation Center

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Improved quality of herring for human consumption

Síld er ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli. Almennur vilji er fyrir því að auka neyslu síldar til manneldis. Þess var mikilvægt að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum. Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar , til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við -20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.

Herring is one of the most important fish species in the North Atlantic and Baltic Sea, with an annual catch exceeding 2 million tonnes. Although a large part of these fish is used for human consumption, as much as 85% of the herring is used for industrial production of fish meal and fish oil. There is a general wish to increase the utilization of herring for human consumption. Thus, it was important to study the various parameters which influence the quality of herring, and in particular how these paramenters are controlled by biological factors. A major reason behind quality problems arising during post-harvest handling of herring is its high content of compounds that efficiently catalyzes the development of rancidity, pigmentation, texture changes and loss of nutritional value. Improved quality will result in increased competitiveness of the Nordic fish processing industry and would improve the attitude among the consumers towards herring products. The general objective of the project was to improve the quality and quantity of herring to be used for food production by investigating how natural variation in raw material characteristics affects post-harvest quality. Attention was given to the quality immediately after landing and the quality after period of frozen storage. The results indicated no clear differences in the quality of herring regarding catching place or season. The frozen storage for a prolonged time had the major influence on the quality of herring fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Markmið AVS Fróðir fiskneytendur er að útbúa leiðbeiningar fyrir neytendur með almennum upplýsingum um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks. Tilgangurinn er að bæta þekkingu almennings á fiski, sem vonandi mun stuðla að aukinni neyslu og auknu verðmæti sjávarfangs. Skýrsla þessi greinir frá gerð leiðbeininganna og niðurstöðum námskeiðs sem haldið var fyrir neytendur um hvernig meta megi ferskleika fisks og kynningu á efni leiðbeininganna. Námskeiðið var tvískipt. Í fyrri hlutanum fengu átta neytendur stuttan fyrirlestur um gæðaeinkenni þorsks og hvernig þau breytast við geymslu. Þeir fengu þjálfun í að meta ferskleika hrárra og soðinna þorskflaka af mismunandi ferskleika samkvæmt einkunnaskölum. Í seinni hluta námskeiðsins voru (sömu) neytendurnir beðnir um að gefa hráum og soðnum flökum einkunn samkvæmt eigin smekk og einnig meta ferskleika. Ennfremur voru þeir beðnir um ábendingar varðandi leiðbeiningarnar, einkunnaskalana og hvort efni námskeiðsins væri gagnlegt. Niðurstöður námskeiðsins bentu til þess að leiðbeiningar af þessu tagi eigi fyllilega erindi við neytendur. Mat þátttakenda námskeiðsins á hráum og soðnum fiskflökum samkvæmt einkunnaskölum sýndi að þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar og þær lýsingar sem gefnar voru á misfersku hráefni. Að námskeiði loknu voru viðkomandi þátttakendur öruggari í gæðamati á fiski, töldu að þeir myndu njóta fiskmáltíða betur en áður og komi til með að kaupa fisk oftar en áður. Skynsamlegt væri að fylgja verkefninu eftir með stærri hópi neytenda, bæði til að fá áreiðanlegra mat á gagnsemi slíkra leiðbeininga, sem og að fylgjast með áhrifum upplýsinga af þessum toga til lengri tíma. Í viðaukum skýrslunnar má sjá leiðbeingarnar og stytta einkunnaskala sem ætlaðir eru neytendum til að meta ferskleika fisks.

The aim of the project Fróðir fiskneytendur (English: Informed fish consumers) is to write guidelines about seafood with general information for consumers about quality attributes and fish handling. The purpose is to increase knowledge about fish in general, which will hopefully result in increased fish consumption and increased value of seafood. This report describes the conception and writing of the guidelines and the results from a workshop about evaluation of fish freshness and fish handling, held for consumers. Eight consumers received a lecture about fish handling and sensory quality of cod. They were trained to evaluate the freshness of raw- and cooked cod fillets of different storage time, using short sensory grading schemes. The consumers were also asked to grade the fillets according to their liking. In addition, the participants were asked for comments on the guidelines and the grading schemes and to evaluate if the topic in the workshop was useful. The results indicated that the guidelines and sensory grading schemes for freshness evaluation were useful for consumers. After the workshop, the consumers felt more confident about evaluating fish, thought they would enjoy fish meals more than before and would buy fish more often.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Lárus Freyr Þórhallsson, Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Í rannsóknum á peptíðum unnum úr ýmsum matvælapróteinum hafa fundist peptíð með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Íslensk fiskprótein gætu hugsanlega orðið mikilvæg uppspretta slíkra peptíða sem nýta mætti til þróunar verðmætra fiskafurða og heilsufæðis. Markmið verkefnisins er að rannsaka þessa virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð með blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum á einangrun fiskpróteinpeptíða og mælinga á blóðþrýstingslækkandi áhrifum þeirra.

Various processed food proteins have been reported to include peptides with possible antihypertensive effect. Fish proteins are a potential source for such blood pressure-lowering peptides that might be used to develop valuable fish products and nutraceuticals. The aim of this project is to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. The report presents the first results regarding the isolation of fish protein peptides and their bioactive properties as ACE inhibitors.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Samþáttuð kælirannsókn fór fram um áhrif söltunar, próteinsprautunar og undirkælingar á gæði, efna- og eðliseiginleika salt- og próteinsprautaðs þorskvöðva. Rannsóknin sýnir að með sprautun salts og próteina í vöðva má bæta nýtingu, minnka drip og auka suðunýtingu vöðvans. Á móti kemur að sprautun salts og próteina í vöðva eykur örveruvöxt og myndun reikulla basa og styttir þannig geymsluþol afurðarinnar. Með því að lækka geymsluhitastig mátti þó hamla vöxt örvera og myndun reikulla basa. Oflækkun geymsluhitastigs leiddi hins vegar til frumuskemmda vegna ísmyndunar á yfirborði óháð saltstyrk í vöðvanum. Því þykir ekki æskilegt að geyma ferskan eða léttsaltaðan þorskvöðva við hitastig lægri en -2°C. Einnig voru áhrif þess að skola sýnin í pækilbaði eftir sprautun könnuð. Slík skolun hafði ekki marktæk áhrif á vatnsog saltinnihald eða nýtni sýnanna, en sýndi hins vegar minnkun á myndun reikulla basa. Því þykir æskilegt að flök séu skoluð í pækli að lokinni sprautun til að hamla skemmdarferla að fremsta megni. Skynmatsniðurstöður sýndu að eiginleikar vöðvans breyttust marktækt við sprautun salts og próteina í vöðvann, en sprautaðir hóparnir misstu ferskleikaeinkenni sín fyrr en ferski ómeðhöndlaði viðmiðunarhópurinn.

A combined cooling experiment was performed on the effect of salting, protein injection and superchilling on the quality and physicochemical properties of brine and protein injected cod muscle. The study showed that brine and protein injections lead to increased processing and cooking yield, as well as decreased drip. Injection of salt and proteins increase on the other hand microbiological growth and the formation of volatile nitrogen bases, which in turn leads to shorter shelf life. By lowering the storage temperature this growth of microorganisms and volatile nitrogen bases could be decreased. If the storage temperature is kept too low this on the other hand led to cell damages due to ice crystallization on the muscle surface, independent on the salt content of the muscle. It is therefore not recommended to store fresh and light salted cod at temperatures below -2°C. The study also viewed the effect of brining the muscle after brine and protein injection. This brining had no significant effect on the salt or water content of the muscle but decreased the amount of volatile bases. It is therefore recommended that cod muscle is always washed in brine after injection to keep damaging processes at a minimum. Sensory analysis showed a significant difference between the characteristics of brine and protein injected samples to unprocessed cod muscle. The injected groups also lost their freshness characteristics earlier than the unprocessed control group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á eðlis- og efnaeiginleika þorskvöðva

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Bogason

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís, Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á eðlis- og efnaeiginleika þorskvöðva

Samþáttuð kælirannsókn fór fram um áhrif söltunar, mismunandi pökkunaraðferða og söltunaraðferða ásamt áhrifum undirkælingar á gæði og geymsluþol þorskvöðva. Niðurstöður sýna að lagering er æskilegri söltunaraðferð en sprautusöltun út frá örverufræðilegu sjónarmiði og með tilliti til drips og suðunýtingar. Hins vegar ef saltstyrkurinn við lageringu verður of hár geljast vöðvinn. Í tilrauninni þótti ekki bæta gæði fisksins að sprauta próteinum í vöðvann til viðbótar við saltið. Örveruvöxtur og magn reikulla basa minnkar með lækkuðu hitastigi og því er æskilegt að halda hitastiginu sem lægstu, án þess þó að fiskurinn frjósi. Við -4°C var yfirborð fisksins í öllum hópum, óháð saltinnihaldi, frosið og jókst ískristallamyndunin með geymslutíma. Þessi ískristallamyndun fór mun hægar fram við -2°C og því þykir það æskilegt geymsluhitastig fyrir léttsaltaðan þorskvöðva. Loftskiptar umbúðir (MAP) reyndust þá einnig æskilegri geymsluaðferð en frauðplastumbúðir, þar sem örveruvöxtur og aukning reikulla basa var hægari í MAP-umbúðunum, sem leiddi til lengra geymsluþols.

A combined cooling experiment was performed upon the effect of salting, different packaging and salting methods as well as the effect of superchilling on the quality and shelf life of cod muscle. The results show that brining is a better salting method that brine injection in terms of bacterial growth as well as increased yield. On the other hand, if the salt concentration becomes too high, gelation of the muscle proteins begins. The study also showed that injection of proteins along with salt injection did not improve the quality of the muscle. Microflora and the formation of volatile nitrogen bases decreased with lowering temperatures. It is therefore preferred to store fish at as low temperatures as possible, without letting the muscle water freeze. At -4°C the water at the muscle surface was frozen in all groups, independent of salt content, and the ice crystallization increased with storage time. This crystallization was much slower at -2°C and therefore this temperature is recommended for storage of light salted cod muscle. Modified Atmosphere Packaging (MAP) turned out to be a better packaging method than Styrofoam packaging, since the increase of bacterial growth and volatile nitrogen bases was slower in the MAP. This also lead to increased shelf life.

Skoða skýrslu
IS