Fréttir

Orkídea og Matís undirrita samstarfssamning

Orkídea og Matís ohf. undirrituðu nýlega samstarfssamning sem hefur það að markmiði að vinna saman að aukinni verðmæta- og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni á Suðurlandi.

Samstarfinu er einnig ætlað að vekja áhuga sunnlenskra hagaðila á að tengjast verðmæta- og nýsköpun á sviðinu og fá þá til samstarfs. Í þessu skyni hafa Orkídea og Matís hug á að skoða sameiginleg verkefni og sameiginlega sókn í sjóði þegar kostur gefst. Samstarfið felur ekki í sér sameiginlega fjármögnun nema í gegnum verkefni sem sjóðir styrkja.

Fréttir

Lagarlíf – ráðstefna um eldi og ræktun

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Mikill uppgangur er í íslensku fiskeldi og var útflutningsverðmæti greinarinnar í fyrra yfir 30 milljarðar króna, og um 11,5  milljarðar króna á fyrsta ársfjórðung þessa árs, eða um 9% af heildarútflutningi landsmanna. Ljóst er að mikill vöxtur er í fiskeldi sem þegar er orðin ein af stoðgreinum útflutnings og má búast við innan fárra ára að greinin skili álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag . En bak við þessa velgengni eru mörg  vel borguð störf og umtalsverð afleidd verðmætasköpun. Fiskeldi er mikilvægt fyrir mörg þjónustufyrirtæki sem nú blómstra sem aldrei fyrr. Til viðbótar má bæta því við að fiskeldið hefur byggst upp á stöðum þar sem stöðnun og samdráttur hafði verið um áratuga skeið, og snúið byggðaþróun rækilega við á Vestfjörðum og Austfjörðum. Ræktun í legi er talin lausn framtíðar fyrir matvælabúskap jarðarbúa og mikil tækifæri í áframhaldandi þróun atvinnugreinarinnar.

Við slíkar aðstæður er spennandi að reka ráðstefnu eldis- og ræktunargreina „Strandbúnað“ sem vonandi mun blómstra og dafna við vaxandi velgengni greinarinnar. Það er einmitt við slíkar aðstæður að ráðstefnan hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga, orðin fimm ára gömul, og hafa eigendur og stjórn verið samstíga í þeirri þróun. Nýtt nafn hefur verið tekið upp fyrir Strandbúnað, sem nú heitir Lagarlíf og jafnframt skipt um vörumerki og útlit kynningarefnis. Lögur er gamalt og gott íslenskt orð  og nær utan um hvortveggja eldi og ræktun. Enska heiti ráðstefnunnar er Aqua-Ice, en aqua er einmitt enska orðið yfir lögur. Við höfum skilgreint eldi þar sem fiskar eru fóðraðir en ræktun er þar sem sjávardýr eru fóðruð af næringarefnum sem þegar eru fyrir hendi í sjónum. Lagarlíf er fallegt íslenskt nafn og lýsir því vel þeirri starfsemi sem atvinnugreinarnar á bak við ráðstefnuna standa fyrir. Enska heiti ráðstefnunnar er og hefur verið Aqua-Ice.

Ráðstefnan féll niður í fyrra vegna Covid 19 en var frestað til 28 – 29 október í ár. Með því var vonast til að Íslendingar hefðu náð þannig tökum á kórónaveirunni að mögulegt væri að halda fjölmenna ráðstefnu. Lagarlíf verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík.

Á Lagarlífi verður boðið upp á fyrirlestra um eldi og ræktun, sagt frá því nýjasta sem er að gerast ásamt því að kynna atvinnugreinina út á við. Slík ráðstefna er jafnframt mikilvæg fyrir starfsmenn og stjórnendur að hittast, bera saman bækur sínar og afla sér nýrrar þekkingar. Ráðstefnan er ekki síður mikilvæg fyrir atvinnugreinar sem þjóna eldis- og ræktunargreinum, kynna þjónustu sína, hitta framleiðendur og mynda tengslabönd. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar er að hún komist á dagatöl framleiðanda og þjónustuaðila og verði þannig tilefni til að hittast, skiptast á skoðunum og kynna þarfir og lausnir til að auka veg vaxandi útflutningsgreinar.

Í tengslum við Lagarlíf í haust munu framleiðendur standa fyrir vinnufundi norrænna sérfræðinga í laxeldi 27. október n.k. Vinnufundurinn „Nordic Salmon“ verður haldinn í húsnæði Matíss að Vínlandsleið 12. Viðfangsefni fundarins verða laxalús, ræktun á stórseiðum og fiskafóður framtíðar. Sérfræðingar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi munu halda fyrirlestra um allt það nýjasta sem er að gerast á þessum sviðum. Laxalúsin er mikið vandamál og kostar eldið háar fjárhæðir á hverju ári, bæði sem tjón og eins við fyrirbyggjandi ráðstafanir. Ein af hugmyndum framtíðar er að stækka seiðin áður en þeim er sleppt í sjókví, og stytta þannig tímann sem laxinn er í sjókví. Seiðaeldi er strandeldi sem kallar á miklar áskoranir og kostnað en býður upp á mikil tækfæri til frekari verðmætasköpunar til framtíðar. Vinnufundurinn er styrktur af AG Fisk.

Yfir 90% af kolefnaspori framleiðslu á laxi kemur frá fóðrinu, ekki vegna flutnings þess, heldur vegna ruðningsáhrifa við ræktun á soyabaunum sem er uppistaða í fóðurframleiðslu. Þó fiskeldi sé umhverfisvænasta matvælaframleiðsla samtímans, er enn hægt að gera betur og mikið af spennandi tækifærum fram undan. Ræktun á skelfiski og þörungum vinnur hins vegar með umhverfinu og skilar jákvæðum umhverfisáhrifum. Margir sjá slíka ræktun sem framtíðarlausn fyrir umhverfisvæna matvælaframleiðslu framtíðar fyrir mannkynið.

Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri

Halldór Halldórsson, stjórnarformaður

Skýrslur

Digestibility trial with rainbow trout

Útgefið:

20/04/2021

Höfundar:

Georges Lamborelle, Wolfgang Koppe

Styrkt af:

Garant Tiernahrung GmbH

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

This report presents the results of an experiment performed by Matis ohf. for Garant Tiernahrung GmbH.

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed

Hvað er Matís?

Tengiliður

Ísey Dísa Hávarsdóttir

Sérfræðingur í miðlun

isey@matis.is

Hvað er Matís? Fyrir hverja starfar það? Hvernig get ég nýtt mér þjónustu Matís?

Í þessum kynningarþætti af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu, svarar Hákon Stefánsson stjórnarformaður þessum spurningum og fleirum til.

Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir.

Próteingjafar framtíðarinnar og sjálfbærni í matvælaframleiðslu

Verða skordýr helstu próteingjafar framtíðarinnar? Eða örþörungar? Eða prótein unnið úr trjám?

Birgir Örn Smárason og Búi Bjarmar Aðalsteinsson velta fyrir sér ýmsum málum sem tengjast próteingjöfum framtíðarinnar og sjálfbærri matvælaframleiðslu. Óhefðbundnir próteingjafar eru þeirra fag og þeir segja reynslusögur af regluverkinu, rannsóknum og framleiðslu í þessu samhengi.

Þáttastjórnandi er Ísey Dísa Hávarsdóttir.

Fréttir

Matur, orka, vatn: Leiðin að sjálfbærni

Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt, er yfirskrift vefstofu (netfundar) sem Eimur stendur fyrir, ásamt Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla. Vefstofan verður haldin næsta fimmtudag frá kl. 14:00 til 16:00. Fundurinn er öllum opinn, og verður streymt á Facebook síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Markmið fundarins er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar. Þemað er orka-matur-vatn, heilög þrenning í sjálfbærni. Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess.

Við erum stolt af dagskránni, sem okkur þykir glæsileg, en þar koma saman ráðherra, listafólk, vísindafólk og fólk úr orku- og nýsköpunargeiranum og ræða sín hugðarefni. Sérstaklega verður spennandi að heyra af niðurstöðum nýrrar skýrslu sem gerð var um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi!

Dagskrána má nálgast hér.

Skýrslur

Forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks

Útgefið:

12/04/2021

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Davíð Freyr Jónsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Aurora Seafood og Matís hafa tekið saman skýrslu um óbeinar veiðar á krossfiski við Íslands, hugsanlegar beinar veiðar og möguleika á verðmætasköpun úr afurðum.

Rætt var við fjölda skipstjóra sem stunda veiðar með plóg, þar sem þeir voru spurðir álits á möguleikum á nýtingu krossfisks og hvort þeir teldu beinar veiðar líklegar til árangus. Skoðanir skipstjóra voru mjög mismunandi og ekki er hægt að tala um niðurstöður úr þeirri könnun.

Við mælingar vakti það vonbrigði hversu hátt magn kadmíns mældist í krossfiski, bæði sem veiddur var við austurströnd Íslands og vesturströndina. Leyfilegt magn kadmíns fyrir manneldisafurðir eru aðeins 0,5 mg í gr. en mælt magn var 6,3 fyrir austan og 2,5 fyrir vestan. Vitað er að nálægð við eldvirkni veldur kadmín mengun í hægfara botnfiskdýrum og aðstæður hér við land eru einmitt á þann veg.

Einnig vakti það vonbrigði hversu hratt krossfiskurinn brotanaði niður og voru sýni orðin maukuð vegna ensímvirkni á einum til tveimur dögum. Prótein magn krossfiska er aðeins um 12%, en vantsinnihald um 67%. Ekki er talið líklegt að hægt verði að nýta krossfiskinn til manneldis miðað við þessar niðurstöður. Aurora Seafood hefur flutt út frosinn krossfisk til Bandaríkjanna, en það skilar varla kostnaðarverði við pökkun, frystingu og flutning og því er engin verðmætasköpun við framleiðsluna. 

Verkefnið sem fól í sér þessa forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks við Ísland var stutt af Matvælasjóði (AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi). Ómögulegt hefði verið að vinna þetta verkefni án þess stuðnings.

Lokaskýrslu um forathugun á veiðum og vinnslu krossfisks má finna hér.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Svínakjöt – Gögn fyrir upplýsingagjöf

Útgefið:

08/04/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefninu var ætlað að treysta upplýsingagjöf um svínakjöt í íslensku Kjötbókinni og Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM), hvort tveggja eru mikið notaðar upplýsingaveitur á vefsíðu Matís. Jafnframt fá svínabændur og kjötvinnslufyrirtæki upplýsingar fyrir upplýsingagjöf og merkingar matvæla. Sýna af eftirtöldum 9 grísaafurðum var aflað: hryggjum, lundum, innralærum, Bayon skinkuefni, bógum, hnökkum, síðum, gúllasi og hakki. Gerðar voru mælingar á þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir næringaryfirlýsingar, þar með taldar fitusýrur. Jafnframt voru gerðar mælingar á B1- og B12-vítamínum. Hlutfall fjölómettaðra fitusýra var hátt í kjötinu og var það einkum vegna hárra gilda fyrir ómega-6 fitusýruna C18:2n6. Kjötið reyndist frábær B1-vítamíngjafi og góður B12-vítamíngjafi.  

The project provides new data for the Icelandic Meet Book and the Icelandic Food Composition Database (ISGEM) which are important information resources on the Matis website (www.matis.is). Farmers and meat processing companies receive data for their information services. The following pork products were sampled: Loin, tenderloin, leg, leg for Bayonne products, shoulder, neck, flank, goulash and minced meat. Analysis needed for nutrition declarations were carried out. Additionally, fatty acids, vitamin B1 and vitamin B12 were analysed. The proportion of polyunsaturated fatty acids was high, mostly because of the high levels of C18:2n6. The meat turned out to be an excellent source of vitamin B1 and a good source of vitamin B12. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Gjöfult samstarf um þróun nýrra tækja og búnaðar fyrir sjávarútveg og fiskeldi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Matís hefur átt langt og farsælt samstarf við Skaginn 3X við þróun nýrra tækja og búnaðar fyrir sjávarútveg og fiskeldi. Slíkt samstarf er mjög mikilvægt fyrir rannsóknar- og þróunarfyrirtæki eins og Matís, en þannig geta sérfræðingar fyrirtækisins greint betur þarfir atvinnulífsins.

Samstarf Matís við Skaginn 3X er afar mikilvægt fyrir starfsmenn Matís og gefur verkefnum tilgang, auk þess að styðja við þau markmið fyrirtækisins að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu Íslendinga. 

Þau eru ófá verkefnin sem hafa verið unnin í samstarfi þessara fyrirtækja og hafa skilað umtalsverðum árangri í að bæta gæði og verðmæti í sjávarútvegi og eldi, öllum landsmönnum til heilla.

Sjá einnig:

Over 20 Years of Research Innovation and Value Creation

Skýrslur

Supply chain process mapping for the SUPREME project

Útgefið:

12/02/2021

Höfundar:

Baldursson, Jónas; Einarsson, Marvin Ingi; Myhre, Magnus Stoud; Viðarsson, Jónas R

Styrkt af:

The research council of Norway (project nr. 970141669)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

The Norwegian seafood industry places emphasis on maximising utilisation of its catches and has through strategic improvements significantly increased utilisation in recent years by implementing improvements throughout the entire value chain.

There are nevertheless still opportunities for improvements. The Norwegian research institute SINTEF estimates that approximately 120,000 tons of whitefish rest raw materials were discarded or wasted in some other form in 2019. Overwhelming majority of these are contributed to the sea-going fleet, which consists of large freezer trawlers, processing vessels, longliners and wetfish trawlers. These vessels travel long distances to their fishing grounds and challenge to increase utilisation of rest raw materials due to limited freezing capacities, lack of storage space, low value of the rest raw materials and limited human resources. The SUPREME project was initiated in order to address these challenges.

The primary objective of the SUPREME project is to increase the resource utilisation and value creation from whitefish rest raw materials from the Norwegian sea-going fleet into valuable ingredients. This report provides an overview of the main findings of task 1.1 in of the project, which focuses on mapping and logistics management of rest raw materials for the Norwegian fishing industry. This report gives a summary of Norwegian fisheries industry, its current use of rest raw materials and identifies potential alternatives for improved utilization. The report also provides benchmarking with the Icelandic seafood industry and presents case studies where concreate examples for improvements are shown. 

This report is only a first step of many in the SUPREME project, and will feed into other tasks. For further information on the project and its outcome, please visit https://www.sintef.no/projectweb/supreme/

Skoða skýrslu
IS