Skýrslur

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu

Útgefið:

06/02/2018

Höfundar:

Bryndís Björnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Rósa Jónsdóttir, Gunnar Þórðarson, René Groben, Stephen Knobloch, Aviaja Lyberth Hauptmann, Janus Vang, Ingunn Gunnarsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Lisbeth Due Schönemann-Paul, Sigrún Elsa Smáradóttir

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers and AG-fisk

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu / Biorefining and Biotechnology Opportunities in the West Nordic Region

Vestnorræna svæðið býr yfir miklum tækifærum til bættrar nýtingar, sjálfbærni og aukins virði lífrænna auðlinda. Þessi skýrsla ber kennsl á helstu lífrænu auðlindir svæðisins sem henta til fullvinnslu (e. biorefining) og notkunar líftæknilegra tóla. Skýrslan greinir frá verðmætum innihaldsefnum helstu lífauðlinda svæðisins, ásamt þeim vinnsluaðferðum sem beitt er eða hægt er að beita á þær og telur upp ýmsar lokaafurðir sem hægt er að framleiða með frekari fullvinnslu. Í skýrslunni er yfirlit yfir þá starfsemi sem nú er í gangi og þær afurðir sem framleiddar eru á svæðinu með fullvinnslu og líftækni. Lífrænum auðlindum er skipt upp eftir því hvort þær teljast hliðarafurðir, upprunnar í vatni eða á landi, eða vannýttar auðlindir. Athygli er beint að sérstökum tækifærum og hindrunum tengdum Vestnorræna svæðinu.

The West Nordic region holds promising opportunities to improve utilisation, sustainability and value from its biological resources. The region’s major bioresources available for biorefining and biotechnological applications are the focus of this report. It identifies valuable ingredients in the different resources, processing technologies which are or may be applied, and possible end products obtained from further processing the raw material. An overview of the current operations and products which are being produced within the region is given. The report divides the available bioresources into biodegradable residues of aquatic or land origin and underutilised biomass. High-north specific opportunities and obstacles are highlighted.

Skoða skýrslu

Fréttir

Virkilega áhugaverð ráðstefna um málefni landbúnaðar

Íslenskur landbúnaður er staddur á krossgötum. Staðan er að einhverju leyti þannig að það er að hrökkva eða stökkva. Tækifærin eru til staðar með tækninýjungum, loftslagsbreytingum, auknum ferðamannafjölda ofl. en hætturnar eru einnig handan við hornið. 

Nú verður blásið til mikillar veislu fyrir alla þá sem vilja með einhverjum hætti taka þátt í íslenskum landbúnaði til framtíðar. Komdu, taktu þátt í Landsýn 2018 í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 23. febrúar nk. Í boði eru virkilega áhugaverðir fyrirlestrar, góður matur og skemmtilegt fólk til að spjalla við, eins og sjá má í dagskránni.

Landbúnaðurinn er í dauðafæri!
Vertu með á LANDSÝN 2018

Skráning

Fréttir

Hvernig skynjum við matvæli?

Yfirskrift Nordic Sensory Workshop 2018 sem haldin verður í Reykjavík dagana 3. og 4. maí er að þessu sinni „Making Sense“, en þar verður fjallað um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu.

Áherslan verður á vísindalegar niðurstöður og notagildi þeirra. Skoðuð verða dæmi um hvar, hvenær, hvernig og af hverju við ættum að nota skynmat við vöruþróun, framleiðslu og markaðssetningu. Fagfólk og vísindafólk sem vinna við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu viðburðarins sem nálgast má með “Meira” tenglinum hér að neðan.

Meira um “Making sense”

Fréttir

Látum hafrannsóknir skipta máli

Mjög athyglisverð ráðstefna stendur nú yfir í Brussel. Enskt heiti hennar er Making Marine and Maritime Research Count og vísar til þess, meðal annars, að við þurfum að yfirfæra niðurstöður rannsókna okkar á hafinu til mismunandi greina og hagaðila til þess að rannsóknirnar hafi raunveruleg áhrif. Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson, var boðið að sitja í pallborðsumræðuhóp ráðstefnunnar og er Matís þannig sýndur mikill heiður.

Upplýsingar um þessa athyglisverðu ráðstefnu má finna á heimasíðu COLUMBUS verkefnisins.

Fréttir

Áhrif pökkunaraðferða og geymsluhita á gæði cobia flaka í frystigeymslum

Hằng Nguyễn Thị mun halda fyrirlestur á Matís, stofu 312, Vínlandsleið 12, föstudaginn 26. janúar kl.11. Verkefnið hennar heitir:  Áhrif pökkunaraðferða og geymsluhita á gæði cobia (Rachycentron canadum) flaka í frystigeymslum.

Enska heitið er: “Effects of packaging methods and storage temperature on the quality of Cobia (Rachycentron canadum) fillets during frozen storage”

Markmiðið með þessu verkefni var að rannsaka gæði og stöðugleika cobia (Rachycentron canadum) flaka sem var pakkað á mismunandi hátt og síðan geymd við mismunandi aðstæður. Annars vegar voru flökin geymd í opnum plastpokum hinsvegar í lofttæmdum plastpokum. Flökin voru síðan geymd í frystigeymslu í allt að 5 mánuði annars vegar við -18 °C og hins vegar við -25 °C. Á mánaðarfresti út geymslutímann voru gerðar mælingar á suðunýtingu, vatnsinnihaldi, styrk köfnunarefnis í heildarmagni rokgjarnra niturbasa (TVB-N), magni fosfólípíða (PL), myndun frírra fitusýra (FFA) og oxun (PV og TBARS ) til að meta áhrif umbúða og geymsluhita á gæði cobia flakanna.

Magn fosfólípíða minnkaði verulega og styrkur FFA jókst yfir geymslutímann og sýnir það að ensímvirkni var talsverð hjá öllum tilraunahópunum. Talsverðar breytingar voru á PV- og TBARS-gildum á meðan á geymslu stóð. Val á geymsluhitastigi og lengd geymslutímans höfðu mikil áhrif á niðurbrot lípíða. Lípíðin voru stöðugri við lægra geymsluhitastigið (-25°). Enn fremur sýndu niðurstöður að pökkun cobia flaka í lofttæmdar umbúðir dró verulega úr oxun eða þránun flaka samanborið við loftpökkuðu flökin. Athyglisvert var að cobia flök í lofttæmdum umbúðum geymd við -18 °C höfðu nokkuð betri gæði miðað við flök í hefðbundnum umbúðum sem voru geymd við lægri hita -25 °C.

Verkefni til meistaragráðu í matvælafræði unnið á Matís.

Leiðbeinendur: Sigurjón Arason (HÍ/Matís), María Guðjónsdóttir (HÍ), Magnea Karlsdóttir (Matís), Tumi Tómasson (UNU-FTP). Nha Trang University (NTU) í Víetnam.

Prófdómari: Kristín Anna Þórarinsdóttir (Marel).

Fréttir

Fersk fiskflök í flutningi – burt með plastpokana!

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Meginniðurstaða tilraunar, sem gerð var í sumar í samstarfi Matís, Háskóla Íslands, Eurofins og Tempru er að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður. Um þetta má fræðast nánar í skýrslu Matís nr. 07-17, sem vistuð er á vefsíðu Matís.

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka mögulegt flæði stýrens úr frauðplastkössum í fersk þorsk- og karfaflök, sem geymd eru við dæmigert hitastig í sjóflutningi á ferskum flökum frá Íslandi til Evrópu eða Ameríku. Amerískir kaupendur óska eftir því að fiskflökum sé pakkað í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa vegna mögulegrar stýrenmengunar úr frauði í fisk. Því var í þessu verkefni mælt stýren í fiski, sem geymdur hafði verið án plastpoka í frauðkössum, og magn stýrens borið saman við viðmið bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA). Í heildina voru 12 frauðkassar, sem innihéldu þorsk- eða karfaflök, geymdir í 4, 7 eða 13 daga við annaðhvort -1 °C eða 2 °C, sem samsvarar annars vegar ákjósanlegasta og hins vegar hæsta líklega hitastigi í sjóflutningi með fersk flök. Eitt 10-50 g sýni var tekið úr neðsta hluta neðsta fiskflaks í hverjum kassa og hafði þar með verið í beinni snertingu við frauðplast og því komið fyrir í glerflösku. Því næst voru sýnin 12 send til greiningar hjá Eurofins, alþjóðlegri rannsóknastofu í Þýskalandi. Niðurstöðurnar sýna að magn stýrens, sem og annarra óæskilegra efna líkt og bensens og tólúens, var undir 0,01 mg/kg fisks í öllum tólf fisksýnunum. Viðmið (hámark) FDA er 90 mg af stýreni í hverju kg af fiski á einstakling á dag, sem jafngildir skv. niðurstöðum þessarar tilraunar er að neytandi þarf að neyta daglega 9000 kg af fiski til að nálgast viðmið FDA sem er mjög óraunhæft magn.

Meginniðurstaða þessarar tilraunar er því að ekki er nauðsynlegt að pakka ferskum fiskflökum í plastpoka fyrir pökkun í frauðplastkassa, sem geyma og flytja á við kældar og ofurkældar aðstæður. Frekari upplýsingar veita dr. Björn Margeirsson rannsóknastjóri Sæplasts og Tempru og lektor við Háskóla Íslands (bjornm@hi.is)  og Sigurjón Arason yfirverkfræðingur Matís og prófessor við Háskóla Íslands (sigurjar@hi.is).

Fréttir

Íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn óæskilegra efna – en við þurfum að vita meira

Út er komin skýrsla Matís þar sem teknar eru saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, og sá Matís um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012.

Fyrstu mælingarnar frá 2013 – en ná bara utan um ætan hluta, ekki fóðurhlutann

Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við þetta vöktunarverkefni og því var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu voru ekki gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum í þetta sinn.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun er stöðugt nauðsynlegt.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2017 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni.

Íslenskt sjávarfang er langt undir hámarksgildum ESB

Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL-PCB) í matvælum og fóðri voru lækkuð 1. janúar 2012 (ESB reglugerð nr. 1259/2011) ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL-PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2017 sýna að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.

Um mikilvægi vöktunar

Vönduð og vel skilgreind vísindaleg gögn um óæskileg efni í íslensku sjavarfangi eru lykilatriði til að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t .t. öryggis og heilnæmis. Útflutningur íslenskra matvæla er háður því að unnt sé að sýna fram á að öryggi þeirra, með hliðsjón að lögum, reglugerðum og kröfum markaða. Vísindaleg gögn frá óháðum rannsóknaraðila eru sömuleiðis mikilvæg í markaðskynningum á sjávarafurðum fyrir væntanlega kaupendur og styrkir allt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir. Gögnin nýtast ennfremur við áhættumat á matvælum og til að hafa áhrif á setningu hámarksgilda fyrir aðskotaefni í matvælum.

Viðbótarefni: Guðmundur Fertram Sigurjónsson um hvernig markaðsleyfi Kerecis í Bandaríkjunum er háð reglulegum Mælingum Hafró og Matís umhverfis landið. Morgunblaðið 18. janúar, bls. 98 (áskrift að Morgunblaðinu þarf til að lesa þessa grein).

Skýrslur

Authenticate: Workshop proceedings

Útgefið:

18/01/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Patrick Berg Sørdahl, Miguel Angel Pardo, Geir Dahle, Jakob Hemmer Hansen

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers - Working Group for Fisheries (127-2014)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Authenticate: Workshop proceedings

Growing societal demand for food authenticity, safety and broader food security is creating both new opportunities and increased challenges for Nordic food suppliers, manufacturers and retailers. The mislabelling of food products came to great prominence during the 2013 “horse meat scandal” in Europe, when a range of supposedly beef products were found to contain horse meat. What makes this discovery surprising is that it took place despite the clear set of European Union (EU) regulations relating to food traceability and labelling, which require a complex system of checks to ensure that food remains authentic and traceable. Research have shown that the seafood sector is particularly vulnerable when it comes to fraud, partly due to the fact that seafood is the world’s most international traded food commodity and because seafood has extreme biological diversity and variable characteristics that can create or hamper competitive advantage in marketing of products. Among the issues relevant for this discussion are species substitution, false claims of origin, social responsibility, sustainability, food safety and fair trade. A handful of Nordic institutes and companies came together few years ago to initiate networking among stakeholders in the Nordic seafood industry, with the aim of discussing the challenges and opportunities related to food integrity for the sector. As results a series of workshops were organised in Iceland, Norway and Denmark; and the outcome of these workshops were then discussed at a final workshop held in Faroe Islands on Nov. 14th 2017. This report contains the proceedings from that workshop.

Heilindi í viðskiptum með matvæli hafa verið mikið til umræðu á undanförnum árum og hefur sjávarútvegurinn ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Rannsóknir hafa sýnt að hlutfall svika er sérstaklega hátt í viðskiptum með sjávarfang. Fjöldi rannsókna hafa til að mynda farið fram þar sem tegundasvindl hefur verið skoðað í þaula og hafa margar þeirra rannsókna sýnt að algengt hlutfall slíkar svika sé um 30%. Aðrar tegundir svika eru t.d. falskar yfirlýsingar um sjálfbærni, heilnæmi, upprunaland o.s.frv. Nokkrar Norrænar stofnanir og fyrirtæki komu saman 2014 og ákváðu að reyna að skapa umræðugrundvöll um heilindi í viðskiptum með sjávarfang. Þeim fannst augljóst að tækifæri lægju í samstarfi Norrænna þjóða á þessu sviði. Í kjölfarið voru haldnir vinnufundir á Íslandi, Noregi og Danmörku. Niðurstöður þeirra funda voru svo ræddar á lokafundi sem fram fór í Færeyjum 14 nóv. 2017. Þessi skýrsla inniheldur umfjöllun og fundargögn frá þeim fundi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Útgefið:

17/01/2018

Höfundar:

Sophie Jensen, Natasa Desnica, Erna Óladóttir, Branka Borojevic, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið / Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2017 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2017

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2017. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðneytisins, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Undanfarin ár hefur skort fjármagn til að halda áfram vinnu við þetta vöktunarverkefni og því var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013- 2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu voru ekki gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum í þetta sinn. Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem eftirlit og endurskoðun er stöðugt nauðsynlegt. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2017 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. Hámarksgildi ESB fyrir díoxín og díoxínlík PCB (DL-PCB) í matvælum og fóðri voru lækkuð 1. janúar 2012 (ESB reglugerð nr. 1259/2011) ásamt því að hámarksgildi voru í fyrsta sinn sett fyrir „ekki díoxínlík“ PCB (NDL-PCB). Nýju hámarksgildin eru notuð í þessari skýrslu til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2017 sýna að þrátt fyrir breytingu á hámarksgildum fyrir díoxín, DL-PCB og NDL-PCB eru öll sýni af sjávarafurðum til manneldis undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta fisks, miðað við ný hámarksgildi ESB. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.

This report summarises the results obtained in 2017 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches. The surveillance program began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted. The project was revived in March 2017 to fill in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial restrictions the surveillance now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption not feed or feed components. The limited financial resources also required that the analysis of PAHs, PBDEs and PFCs were excluded in the surveillance, and therefore this report provides somewhat more limited data than previously. However, it is considered to be a long-term project where extension and revision is constantly necessary. The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and to utilise the data to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. Generally, the results obtained in 2017 are in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012. The results show that the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of persistent organic pollutants (POPs) such as; dioxins, dioxin like PCBs and pesticides. As of January 1st 2012 Commission Regulation No 1259/2011, regarding maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuff came into force. This amendment to the existing regulation (No 1881/2006) resulted in changes in maximum levels for dioxins and dioxin-like PCBs for many food products due to changes in toxicological assessment of dioxins. Furthermore, maximum levels for non-dioxin-like PCBs have now been established in foodstuffs. In this report, we use these revised maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and nondioxin-like PCBs in foodstuffs to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect. The results obtained year 2017 reveal that all samples of seafood for human consumption were below EC maximum levels for POPs and heavy metals. Furthermore, the concentration of ICES6-PCBs was found to be low in the edible part of fish muscle, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 1259/2011). The results showed that the concentrations of heavy metals, e.g. cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in Icelandic seafood products was always well below the maximum limits set by EU.

Skoða skýrslu

Fréttir

Matís og Heimsmarkmiðin

Í upphafi sérhvers árs frá því árið 2011 hefur Matís glatt viðskiptavini sína, samstarfsaðila sem og aðra hagaðila með því að senda út, kl 09:30, 2. janúar, ársskýrslu um starfsemi félagsins á hinu ný liðna ári á rafrænu formi.

Í ár sendi Matís út nokkrar frásagnir af starfsemi félagsins á árinu 2017 og þar á meðal samantekt um það hvernig Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þ.e. Heimsmarkmiðin, tengjast starfsemi Matís. 

Heimsmarkmiðin 17 (e. Sustainable Development Goals; SDG 17) eru metnaðarfull, en metnaður er einmitt eitt fjögurra gilda Matís. Sérhverju Heimsmarkmiði fylgir jafnframt nokkur undirmarkmið sem skýra betur út að hvaða áfanga er stefnt fram til ársins 2030. Í heild eru áfangarnir 169. Heimsmarkmiðin greina ekki á milli þróunarlanda og þróaðri landa ólíkt þúsaldarmarkmiðunum frá 2000 til 2015, enda eru örlög allrar heimsbyggðarinnar undir. 

Matís er ekki bara Ma… eitthvað. Matvælarannsóknir eru lykilatriði fyrir þróun og verðmætasköpun matvælaiðnaðar; starfsemi Matís er því margslungin og víðtæk. Skemmst er frá því að segja að heimsmarkmiðin eru allt umlykjandi stefnu Matís og starfsemi þess.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Matís
IS