Fréttir

Gæði neysluvatns í Heiðmörk

Mánudaginn 16. maí 2011, kl. 16:00 mun Hrólfur Sigurðsson frá Matís halda meistaraprófsfyrirlestur við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands um verkefni sitt: „Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns“

Meistaraprófsfyrirlestur í matvæla- og næringarfræðideild/Hrólfur Sigurðsson

Hefst: 16/05/2011 – 16:00
Lýkur: 16/05/2011 – 17:00
Staðsetning: Háskólatorgi
Nánari staðsetning: Stofu HT-101

Mánudaginn 16. maí 2011, kl. 16:00 mun Hrólfur Sigurðsson halda meistaraprófsfyrirlestur við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands um verkefni sitt:

„Greining mæligagna í gæðaeftirliti kalds vatns“

Leiðbeinendur: Franklín Georgsson, Loftur Reimar Gissurarson

Prófdómari: Eyjólfur Reynisson

Guðjón Þorkelsson dósent, stjórnar athöfninni.

Ágrip
Viðfangsefni verkefnis er örveru-, efna og eðlisfræðileg gæði neysluvatns í Heiðmörk.  Verkefninu er skipt í þrjá hluta.  Í verkhluta eitt er gerð greining á tiltækum mæligögnum úr opinberu eftirliti og innra eftirliti með vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu frá tímabilinu 1997 – 2009.  Með úrvinnslu gagnanna var leitast við að svara spurningum um hvort marktækar breytingar hafi orðið á ýmsum örveru-, efna- og eðlisfræðilegum eiginleikum neysluvatnsins á síðustu 13 árum og gerður samanburður við gögn frá fyrri tímabilum.  Í verkhluta tvö var gerð rannsókn á örveru- og eðlisgæðum neysluvatns frá vatnstökusvæði til nokkurra staða í dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu.  Einnig var sérstaklega gerð rannsókn á mismunandi tegundum ræktunaræta við ákvörðun á heildargerlafjölda.  Tilgangur með þessu var að sjá áhrif dreifikerfisins á gæði neysluvatnsins og sannreyna þær niðurstöður sem komu úr verkhluta eitt.  Í verkhluta þrjú voru bakteríur í neysluvatninu tegundagreindar með sameindalíffræðilegum aðferðum til að fá grunnupplýsingar um örveruflóruna og fjölbreytileika hennar í neysluvatninu frá Heiðmerkursvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Hrólfur Sigurðsson hjá Matís.

Fréttir

Formleg opnun á Matarsmiðjunni á Flúðum

Frá árinu 2010 hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar starfsstöðvar Matís á Flúðum, sem þar með er sú áttunda utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Nú er komið að formlegri opnun þó svo að starfsemi hafi verið þar nú um skeið.

Matarsmiðjan á Flúðum opnar formlega fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 14. Matarsmiðjan er rekin af Matís í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands og er staðsett að Iðjuslóð 1.

Tilgangur Matarsmiðjunnar er

  • að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf
  • að efla háskólamenntun og atvinnutækifæri í rannsóknum og vöruþróun matvæla og tengdra greina

Auglýsingu má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Vilberg Tryggvason hjá Matís en einnig má finna upplýsingar um starfsstöðina á Flúðum hér.

Fréttir

Notkun viðmiðunarefna í efnagreiningum – Námskeið á vegum Norrænu matvælarannsóknarnefndarinnar 25. maí 2011

Námskeið á vegum Norrænu matvælarannsóknarnefndarinnar 26. maí 2011.

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum á rannsóknastofum, gæðastjórum og öllum þeim sem kaupa efnagreiningarþjónustu. Viðmiðunarefni eru notuð við allar tegundir efnagreininga og er aðferðafræði við notkun þeirra sú sama óháð viðfangsefni hverju sinni.

Leiðbeinandi: Lars Jorhem, National Food Administration, Uppsala, Sweden. Hann mun ferðast um öll Norðurlöndin og halda námskeiðið.  Á Íslandi verður námskeiðið haldið á ensku.

Staður og dagsetning:    Fimmtudagurinn 26. maí 2011 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands (austurhús)
Tímasetning:                    10:00 – 16:00 (skráning frá kl 09.30)

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirtalin atriði:

  • Reference Materials (RMs) versus Certified Reference Materials (CRMs): What is the difference?
  • ISO Guides and CRMs, EU legislation, CODEX requirements
  • Interlaboratory studies: Differences and similarities between certification, validation and proficiency testing
  • How are CRMs made?
  • Recovery and bias: Relation to CRMs
  • Selection, use and misuse of CRMs
  • Estimation of bias using NMKL Procedure No. 9 (2007)
  • A short introduction to measurement uncertainty
  • Where to find CRMs and PT programmes?

Skráning fer fram í gegnum Norrænu mavælarannsóknarnefndina og óskast sendar á netfangið: nmkl@vetinst.no fyrir þriðjudaginn 10. maí. Námskeiðið kostar 2000 NOK og greiðist upphæðin beint til Norrænu Matvælarannsóknarnefndarinnar.  Innifalið í námskeiðsgjaldi: Hádegismatur, kaffi og námskeiðsgögn.

Tengiliður vegna námskeiðs á Íslandi er Guðjón Atli Auðunsson, netfang: gudjonatli@nmi.is

Fréttir

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Fræðslufundur félagsins Matur-saga-menning í samvinnu við Nýpuhyrnu, Ólafsdalsfélagið og ReykjavíkurAkademíuna

Ný norræn matargerð – enduruppgötvun þörunga
Fimmtudaginn 28. apríl n.k. heldur Ole G. Mouritsen prófessor við Syddansk Universitet opinn fyrirlestur um nýtingu þörunga í matargerð.

Þörungar eru mikilvægur hluti af matarræði almennings í mörgum löndum Asíu. Notkun þeirra í matargerð hefur hinsvegar ekki náð fótfestu á vesturlöndum nema að litlu leyti.

Þörungar geta verið afbragðs matvæli, bragðgóð, stútfull af mikilvægum steinefnum, snefilefnum, vítamínum, próteinum, joði og heilsusamlegum fjölómettuðum fitusýrum. Þar að auki innihalda þörungar gnótt af trefjum og þar af leiðandi fáar hitaeiningar. Þörungar munu án efa verða stærri hluti af matarræði okkar í framtíðinni. Það sem er ekki síður mikilvægt er að þetta “sjávargrænmeti” getur hjálpað okkur að endurnýja og ná jafnvægi í matarræði okkar til að vinna á móti aukningu í lífstílstengdum sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, offitu auk geðsjúkdómum.

Ole G. Mouritsen, er höfundur bóka um matargerðalist og vísindin á bak við hana. Rannsóknir hans tengjast breiðu sviði grunnvísinda og nýtingu þeirra í líftækni og líflæknisfræði. Hann er virtur félagi í danska vísindasamfélaginu og hefur hlotnast fjöldi af virtum verðlaunum fyrir verk sín.

Fyrirlesturinn verður  í sal Norræna Hússins, kjallara,
 fimmtudag 28. apríl 2011 kl. 19:30.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Nánar á www.matarsetur.is og www.nordichouse.is

Fréttir

Matís með á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Sjávarútvegssýningin fer fram 3.-5. maí næstkomandi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja verða á sýningunni þar á meðal DIS, Maritech, 3X, HB-Grandi, Marel, Promens og Matís svo fáein séu nafngreind.

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er þessi vettvangur mikilvægur mörgum íslenskum fyrirtækjum til að færa út kvíarnar og auka samstarf.

Matís verður í sameiginlegum bás með Íslandsstofu og er básinn nr. 839 í Hall 6.

Starfsmenn Matís sem verða í Brussel þessa daga eru Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís, Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Gæðakröfur fyrir bygg til matvælaframleiðslu

Notkun á innlendu korni til manneldis hefur aukist verulega á síðustu árum. Þessi þróun kallar á stöðug gæði kornsins og bæði kaupendur og seljendur hafi lýsingar á gæðakröfum til að styðjast við.

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið unnin verkefni til að auðvelda nýtingu á innlenda korninu til manneldis og hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkt þessi verkefni. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar. Í þeim er lýst lágmarkskröfum til þroska byggsins, þurrkunar, hreinsunar, efnainnihalds og örvera. Gæðakröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg til matvælaframleiðslu. Mismunandi kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar.

Gæðakröfurnar í heild sinni má finna hér (pdf-skjal).

Íslenskt bygg - fjölbreytt vöruúrval
Fjölbreytt úrval er af byggvörum á Íslandi sem framleiddar eru úr íslensku  byggi.

Fréttir

Rannsóknir og atvinnusköpun í erfðatækni – Málstofa 27. apríl

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um erfðatækni, notagildi og möguleika til atvinnusköpunar.

Grand Hótel Reykjavík 27. apríl kl. 9.00 – 12.00

Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is

Dagskrá:
Upphaf erfðatækninnar –
 Guðmundur Eggertsson, Háskóla Íslands
Plöntukynbætur í fortíð, nútíð og framtíð- Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands
Erfðatækni í matvælaframleiðslu – Helga M. Pálsdóttir, Matvælastofnun
Erfðatækni í lyfjaframleiðslu – Einar Mäntylä, ORF Líftækni
Erfðatækni sem rannsóknatæki – Ólafur S. Andrésson, Háskóla Íslands
Erfðatækni og umhverfi – Arnar Pálsson, Háskóla Íslands

Pallborð

FundarstjóriÞorsteinn G. Gunnarsson, KOM almannatengsl

Fréttir

Innlend fóðurhráefni til notkunar í fiskeldi

Fyrir stuttu lauk ráðstefnu um innlend hráefni til notkunar í fiskeldi. Margt merkilegt kom fram á þessari ráðstefnu og eigum við Íslendingar mikil tækifæri í að stórauka fiskeldi með áherslu á notkun staðbundinna hráefna til fóðurgerðar. Fyrirlestrarnir eru nú aðgengilegir á www.matis.is.

Fiskeldi hefur verið að eflast hérlendis og er fyrirsjáanleg mikil aukning á komandi misserum, bæði hjá núverandi framleiðendum og nýjum fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á þessu sviði. Þá eru nokkur stór nýsköpunarverkefni í vinnslu þar sem hugað er að tækifærum fyrir nýjar tegundir og nýjar framleiðsluaðferðir.

Fóður er stærsti rekstrarkostnaðarliðurinn í fiskeldi eða almennt um 50-70% og er mikill hluti af hráefni í fóður innflutt. Til að gera fiskeldi sjálfbært er mikilvægt að efla innlenda framleiðslu á fóðurhráefnum og styrkja þannig stoðir undir rekstur fiskeldisstöðva og tengdra greina. Matís ohf. hefur í samstarfi við fyrirtækið Íslensk matorka ehf. tekið saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi og er illa nýtt eða jafnvel urðað. Auk þess er stefnt að því að efla þverfaglegt samstarf atvinnugreina og rannsóknastofnana sem getur leitt til þess að hægt sé að stórauka fiskeldi með áherslu á notkun staðbundinna hráefna til fóðurgerðar. Við það mun verðmætasköpun í landbúnaði aukast með bættri nýtingu á ræktunarlandi og atvinnusköpun í sveitum landsins. Lögð er áhersla á að greina næringarefnainnihald í ýmsum aukaafurðum sem falla til í landbúnaði og sjávarútvegi og möguleika á nýtingu þeirra til fóðurgerðar fyrir fiskeldi.  Einnig er horft til möguleika á að rækta hráefni sérstaklega fyrir fóður og þannig nýta land og vinnuafl til sveita á Íslandi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir.

Ragnheiður Þórarinsdóttir
Ragnheiður Þórarinsdóttir, Íslensk Matorka, í púlti

Smelltu á heiti fyrirlesturins til að skoða
13:00 -13:10 Setning – Jón Bjarnason, sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra
13:10 -13:35 Miljø – effektiv fiskeproduktion – Alfred Jochumsen, DTU-Akva Danmörku
13:35 -13:50 Þróun nýrra fiskifóðurhráefna í Svíþjóð: kræklinga- og oksveppamjöl
                     – Björn Þrándur Björnsson, Háskólinn í Gautaborg
13:50 -14:05 Grænn lífrænn úrgangur – Ásbjörn Jónsson, Matís
14:05 -14:20 Framleiðsla hryggleysingja – Jón S. Ólafsson, Veiðimálastofnun
14:20 -14:35 Örverur – Arnþór Ævarsson, Prokatin / Jakob Kristjánsson, Prokazyme
14:35 -15:10 Kaffi
15:10 -15:25 Repja – Jón Bernódusson, Siglingastofnun / Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri
15:25 -15:40 Margt smátt gerir eitt stórt: eru svifþörungar orkuboltar aldarinnar?
                     – Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör Sjávarrannsóknasetur
15:40 -15:55 Aðrir möguleikar – Ólafur I. Sigurgeirsson, Háskólinn á Hólum
15:55 -16:10 Virði hráefna – Jón Árnason, Matís
16:10 -16:50 Umræður/pallborð – Rannveig Björnsdóttir (Matís) stýrir.
Fulltrúar fóðurframleiðenda, Björn Þrándur Björnsson (Háskólinn í Gautaborg), Alfred Jochumsen (DTU-Akva), Sveinbjörn Oddsson (Íslensk Matorka), Björn Björnsson (Hafró), Helgi Thorarensen (Háskólinn á Hólum).
16:50 -17:00 Samantekt og fundarslit

Nánari upplýsingar veitir Jón Árnason hjá Matís.

Fréttir

Mikilvægur fundur um framtíð líftækniiðnaðarins og tækifæri í líftækni og tengdum greinum

Nú rétt í þessu lauk fundi um líftækniiðnaðinn en fundurinn fór fram í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Alls sóttu fundinn vel á annað hundrað manns og komu fram mikilvægar um allt sem tengist þessum arðbæra en þó ögrandi iðnaði.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er í góðum tengslum við líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki þar.

Nú þótti okkur góður tími til að kynna stöðu mála, framtíðarsýn og afrakstur síðustu ára. Á fundinum voru erindi frá fyrirtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ.

Í kjölfar fundarins var gestum boðið að skoða húsnæði að Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki, sem eru í nánu samstarfi við Matís, komið sér fyrir og var um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagskrá fundarins leit út og ef smellt er á heiti flestra fyrirlestrana opnast pdf skjal með fyrirlestrinum.

Dagskrá
08:30   Setning – Orri Hauksson, Samtök Iðnaðarins
08:40   Er líftækniiðnaðurinn vaxtabroddur Íslendinga? – Hörður G. Kristinsson, Matís
08:45   Ensím og orka úr hveraörverum – Jakob Kristjánsson, Prokazyme
09:00   Orka og efnasmíði með hjálp hitakærra örvera – Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís
09:10   Hvers vegna fá fiskar ekki fótasár? – Guðmundur Guðmundsson, Kerecis
09:25   Ensím úr þorski í náttúruvörur, snyrtivörur og lyf – Bjarki Stefánsson, Ensímtækni
09:40   Sameindaræktun og afurðir hennar – Júlíus B. Kristinsson, ORF Genetics
09:55   Efnaauðlegð íslenskrar náttúru – Sesselja Ómarsdóttir, Lyfjafræði Háskóla Íslands
10:10   Kítósan – Nýsköpun og vaxtamöguleikar til framtíðar – Einar Matthíasson, Primex
10:20   Ævintýramarkaðssetning: ull, fiskur og fæðubótarefni – Þráinn Þorvaldsson, Saga Medica
10:35   Umræður
10:45   Fundarslit og formleg opnun Vínlandsleiðar 14 – Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís

IMG_5581
 Klipp á borða! F.v: Eydís Arnviðarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Hörður G. Kristinsson,
Sveinn Margeirsson, Guðlaug Þ. Marinósdóttir

Fundarstjóri var Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís og sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs.
Þórir Bergsson, meistarakokkur Matís, bauð fundargestum upp á girnilegan morgunverð.

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

Fréttir

Mun líftækniþekking Íslendinga gera okkur að Kúvæt norðursins?

Morgunverðarfundur hjá Matís fim. 14. apríl kl. 08:30 um líftækni og tengdar greinar og framtíðarmöguleika okkar í þessum arðbæra iðnaði.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er í góðum tengslum við líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki þar.

Nú er góður tími til að kynna stöðu mála, framtíðarsýn og afrakstur síðustu ára. Á fundinum verða erindi frá fyrirtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ. Fyrirtæki munu einnig kynna starfsemi sína þennan morgun.

Í kjölfar fundarins verður gestum boðið að skoða húsnæði að Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki, sem eru í nánu samstarfi við Matís, komið sér fyrir og verður um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins þennan dag.

Dagskrá
08:30   Setning – Orri Hauksson, Samtök Iðnaðarins
08:40   Er líftækniiðnaðurinn vaxtabroddur Íslendinga? – Hörður G. Kristinsson, Matís
08:45   Ensím og orka úr hveraörverum – Jakob Kristjánsson, Prokazyme
09:00   Orka og efnasmíði með hjálp hitakærra örvera – Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís
09:10   Hvers vegna fá fiskar ekki fótasár?  – Guðmundur Guðmundsson, Kerecis
09:25   Ensím úr þorski í náttúruvörur, snyrtivörur og lyf – Bjarki Stefánsson, Ensímtækni
09:40   Sameindaræktun og afurðir hennar – Júlíus B. Kristinsson, ORF Genetics
09:55   Efnaauðlegð íslenskrar náttúru – Sesselja Ómarsdóttir, Lyfjafræði Háskóla Íslands
10:10   Kítósan – Nýsköpun og vaxtamöguleikar til framtíðar – Einar Matthíasson, Primex
10:20  Ævintýramarkaðssetning: ull, fiskur og fæðubótarefni – Þráinn Þorvaldsson, Saga Medica
10:35  Umræður
10:45  Fundarslit og formleg opnun Vínlandsleiðar 14 – Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís

Fundarstjóri: Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís.

Þórir Bergsson, meistarakokkur Matís, býður fundargestum upp á frábæran morgunmat kl. 08:15.

Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast láttu okkur vita hvort þú mætir með því senda okkur línu á liftaeknifundur@matis.is

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

IS