Fréttir

Skiptir áhættumat máli fyrir verðmætasköpun í landbúnaði?

Matís vinnur nú að ýmsum verkefnum sem miða að aukinni verðmætasköpun í framleiðslu landbúnaðarafurða. Meðal annars hefur Matís átt í samstarfi við bændur um örslátrun, en þann 25. september sl. var 10 lömbum slátrað á bænum Birkihlíð, í samstarfi við Matís. Úrvinnsla niðurstaðna stendur yfir og verða þær birtar þegar þær liggja fyrir. Tímamælingar sem framkvæmdar voru á meðan á slátrun stóð benda til þess að möguleikar bænda til að skapa sér aukin verðmæti með örslátrun séu umtalsverðir.

Örugg matvæli eru grundvallaratriði

Grundvallaratriði matvælalöggjafar Evrópu (178/2002) er ábyrgð matvælaframleiðanda á því að markaðssetja ekki vöru sem er óörugg (grein 17). Áhættumat er síðan notað til að hægt sé að leggja mat öryggi matvæla og setja kröfur um eftirlit og eru ýmsar undanþáguheimildir innan evrópsku matvælalöggjafarinnar frá meginreglum um eftirlit, séu fyrir því gild rök m.t.t. áhættumats.

Vísindalegt mat á örverufræðilegri áhættu er undirstaða góðs áhættumats varðandi ferskar kjötvörur.  Niðurstöður úr mælingum á örverufræðilegu ástandi þess kjöts sem slátrað var að Birkihlíð sýnir að bændur geta svo sannarlega staðið vel að örslátrun, en allir skrokkar mældust vel undir þeim viðmiðum sem eiga við um sláturhús.

Tillaga Matís um fyrirkomulag örslátrunar.

Sjá nánar hér.

Einnig má skoða vefsíðu Matarlandslagsins hér, en þar er t.d. hægt að skoða upplýsingar um um þá 10 lambaskrokka sem var slátrað í Birkhlíð með því að fara inn á bændamarkaðinn á síðunni.

Fréttir

Reykkofasmíði í Sierra Leone og Líberíu

Matís heldur áfram með verkefni sem snýr að því að koma upp reykkofum víðsvegar í Afríku. Tilgangurinn með þessu verkefni er að tryggja heilnæmara umhverfi fyrir reykingu sjávarafurða sem og stuðla að bættri nýtingu hráefnisins. Að þessu sinni er byggt í Sierra Leone og í Líberíu.

Ýmsar áskoranir hafa komið upp og þurfti til að mynda að byggja veglegan grunn undir einn kofann í Sierra Leone þar sem undirlagið var með þeim hætti að það hefði gefið sig á endanum ef það hefði ekki verið styrkt.

Margeir Gissurarson hefur veg og vanda af verkinu og er nú nýkominn heim eftir að hafa farið til Líberíu í sömu erindagjörðum strax eftir vinnuna í Sierra Leone.

Verkefnið er samstarfsverkefni Sjávarútvegskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP), Utanríkisráðuneytisins og kemur inn á verkefni Alþjóðabankans í þessa veru á þessum svæðum. 

Fréttir

Lærum af Svíum og styrkjum stöðu íslensks kjöts í samkeppni við innflutning og önnur matvæli á markaði

Elin Stenberg doktorsnemi við Institut för husdjurens miljö och hälsa við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Skara verður næstu sex vikurnar á Matís þar sem hún mun vinna með starfsfólki Matís og Háskóla Íslands að rannsóknum á áhrifum slátrunaraðferða og frystingar á gæði lambakjöts á Íslandi. 

Elin mun taka þátt í öllum verkþáttum; slátrun, mælingum og sýnatöku í sláturhúsum, skynmati, áferðamælingum, NMR mælingum, tölfræðilegu uppgjöri, skýrslugerð og greinaskrifum. Þannig mun samstarfið við Matís/HÍ og vinnan á Íslandi nýtast og verða hluti af doktorsverkefninu hennar.

Doktorsverkefni Elínar er hluti af Interreg Öresund, Kattegat, Skagerak (European Regional Development Fund), verkefni sem styrkt er um 120 milljónir og snýst um að lýsa betur gæðum nauta- og lambakjöts til að styrka stöðu þess í samkeppni við innflutning og önnur matvæli á markaði. Ferðir og upphald Elínar er styrkt af Nordic Network of Meat Science sem Guðjón Þorkelsson og María Guðjónsdóttir taka þátt í (og er styrkt af NKJ, Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research).

Mikill ávinningur er af þessu samstarf fyrir kjötrannsóknir á Íslandi: 

  • Samstarfið styrkir rannsóknir á kjöti á Íslandi til hagsbóta fyrir framleiðendur, vinnslur og neytendur.
  • Aðgangur að sérfræðiþekkingu og mælibúnaði sem skortir á Íslandi.
  • Þjálfun nýrra sérfræðinga á þessu sviði.
  • Auðveldara aðgengi í alþjóðlegt samstarf til að efla rannsóknir og fjármagna þær.

Ítarupplýsingar um Elinu og rannsóknaverkefnið hennar:

Fréttir

Getum við aukið gæði frosinna fiskafurða með því að bæta vinnslu og geymslu?

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Miðvikudaginn 3. október næstkomandi ver Huong Thi Thu Dang doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Aukin gæði frosinna fiskafurða með því að bæta vinnslu og geymslu (e. Enhancing the quality of frozen fish products through improved processing and storage).

Andmælendur eru dr. Ragnar Ludvig Olsen Norwegian College of Fishery Science, University of Tromsø, Norway og dr. Santiago Aubourg prófessor hjá CSIC á Spáni.

Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru dr. Sigurjón Arason prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís og dr. María Guðjónsdóttir prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Tumi Tómasson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, dr. Magnea G. Karlsdóttir, Matís og dr. Minh Van Nguyen dósent við Nha Trang University, Víetnam.

Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fram fer í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 14:00.

Ágrip af rannsókn

Frysting og frostgeymsla er skilvirk aðferð til að viðhalda gæðum og lengja geymsluþol sjávarafurða. Framleiðsla á frosnum afurðum jafnar framboð sjávarafurða þegar veiðar og slátrun eldisfisks eru árstíðabundnar. Ástand hráefnis, vinnsluaðferðir og skilyrði við geymslu og flutning getur haft áhrif á gæði og stöðugleika frosinna afurða. Markmið rannsóknarinnar var því að öðlast dýpri skilning á eðlisfræðilegum breytingum á flökum þriggja fisktegunda meðan á langtíma geymslu í frosti stendur, og kanna hvaða atriði hafa áhrif á gæði þeirra.

Gullkarfi (Sebastes marinus) var veiddur suðvestur af Íslandi í júní og nóvember 2015, flakaður og frystur á 4. og 9. degi eftir veiði, og geymdur við -25 °C í allt að 20 mánuði. Rannsökuð voru áhrif árstíðabundinna breytinga og áhrif ferskleika við vinnslu á stöðugleika frosinna karfaflaka. Atlantshafssíld (Clupea harengus) var veidd vestur af Íslandi í nóvember 2014 og unnin annars vegar fyrir dauðastirðnun og hins vegar eftir dauðastirðnun. Rannsökuð voru áhrif þessara breyta á stöðugleika síldarafurða í frystigeymslu við -25 °C í 5 mánuði. Pangasus (Pangasius hypophthalmus) úr fiskeldi var flakaður í Víetnam og rannsökuð áhrif aukefna (blanda af natríumfosfati, natríumklóríði og sítrónusýru) og umbúða á stöðugleika afurða voru rannssökuð við -18,6 ± 0,2 °C í allt að 12 mánuði.

Rannsóknin sýndi að það er mikilvægt fyrir sjávarútveginn að tryggja samræmda og rétta hitastýringu þegar afurðir eru geymdar í frosti. Karfa, sem veiddur er í nóvember, utan hrygningartímabilsins, þarf að meðhöndla með varkárni til að tryggja rétt gæði frosinna afurða. Frágangur og vinnsla fisks skal gerast eins fljótt og auðið er eftir veiði. Hins vegar, ef rétt er staðið að meðhöndlun fisks, þá má lengja veiðiferð og tíma áður en vinnsla hefst. Notkun aukefna við vinnslu frosinna pangasíusflaka og pökkun í lofttæmdar umbúðir tryggir gæði þeirra. Með því að nota roðflettivél sem fjarlægir dökka vöðvann (roðskurður) er einnig hægt að lengja geymsluþol frosinna fiskflaka umtalsvert.  Hins vegar má vinna olíu úr dökkvöðvanum til til að tryggja skilvirka nýtingu hráefnisins.

Lykilorð: Gullkarfi, síld, pangasíus, árstíðasveiflur, ferskt hráefni, dauðastirðnun, aukefni, pökkun, frystigeymsla, hitasveiflur, eðlis- og efnafræðilegir eiginleikar.

Abstract

Freezing and subsequent frozen storage is an effective preservation method to maintain quality and extend shelf life of fish and fish products. Quality and storage stability of frozen fish products can be affected by the state of the raw material, processing methods, and conditions during storage and transport. The aim of this study was to gain a deeper understanding of the physicochemical changes in fish fillets during long-term frozen storage as affected by the initial raw material quality, processing and storage conditions, and how these changes affect product quality.

Golden redfish (Sebastes marinus) were caught in June and November 2015, processed and frozen on day 4 and day 9 post-catch and stored at -25 °C for up to 20 months. The effect of seasonal variation and material freshness on the quality and stability of the fish fillets during frozen storage was investigated. Atlantic herring (Clupea harengus) caught in November 2014 were used to compare the effect of pre-and post-rigor freezing and storage conditions (stress and stability at -25 °C for 5 months) on the quality and stability of frozen fish fillets. Effects of commercial processing additives (mixture of sodium phosphates, sodium chloride, and citric acid), packaging (vacuum and air packaging), and storage conditions (industrial frozen storage and controlled storage at -18.6±0.2 °C) for up to 12 months on the quality and stability of fish fillets during frozen storage were studied in Tra catfish (Pangasius hypophthalmus).

The study demonstrated that it is crucial to the fishing industry to ensure uniform and correct temperature control in their frozen storage facilities. Redfish caught in November outside the spawning season need to be handled with special care to maintain stability of quality during frozen storage. Treatment with additives combined with vacuum packaging are effective in protecting the quality of frozen pangasius.

Keywords: Golden redfish, Atlantic herring, Tra catfish/pangasius, season of capture, raw material freshness, pre-rigor, post rigor, additives, packaging, frozen storage, temperature stress, physicochemical properties.

Um doktorsefnið

Huong Thi Thu Dang was born in 1977.  She completed her BSc degrees and MSc in Aquatic Processing Technology in 2000 and 2004, respectively from Nha Trang University (formerly the University of Fisheries), Vietnam. In 2013, she attended the six months training course in Quality Management of Fish Handling and Processing that was hosted by the United Nations University – Fisheries Training Programme (UNU-FTP), Iceland. In 2014, she received a PhD scholarship granted by the UNU-FTP and began her PhD studies in Food Science at the Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, Iceland from January 2015. Since 2000, she has been working as a lecturer and researcher at the Faculty of Food Technology, Nha Trang University, Viet Nam. Huong is now living in Nha Trang, Vietnam with her husband Luong Duc Nam and their daughter Luong Dang Ngoc Minh and their son Luong Duc Binh.

Fréttir

Bitakeðjan (Blockhain) og Matarlandslagið – örugg upplýsingagjöf frá bændum til neytenda

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Gærdagurinn var að mörgu leyti áhugaverður í sögu Matís en þá var síðasti bændamarkaður á Hofsósi þetta sumarið, en markaðurinn var samstarfsverkefni bænda í Skagafirði og Matís og var verkefnið stutt fjárhagslega af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Auk þess var í fyrsta skipti, eftir því sem best er vitað, örslátrað kjöt selt beint til neytenda þar sem framleiðslan og viðskiptin eru að öllu leyti gagnsæ.

Afurð þessa verkefnis var, eins og fram kemur hér ofar, mjög vinsælir bændamarkaðir sem og heimasíðan, www.matarlandslagid.is en þar er bitakeðjutæknin (Blockchain) nýtt til að tryggja rekjanleika upplýsinga frá bændum til neytenda. Bitakeðjutæknin í Matarlandslaginu er samstarfsverkefni Advania og Matís. 

Til þess að skoða og skilja betur þessa bitakeðjutækni þá má smella á Matarlandslagið –> uppi hægra megin, smella á “BÆNDAMARKAÐUR” –> smella á “Opna yfirlitskort” –> smella á “6. Birkihlíð” vinstra megin á síðunni og á síðunni sem þá birtist má sjá grænan flipa með þessum upplýsingum. 

Þegar kemur að rekjanleika og gagnsæi þá má klárlega segja að um byltingu sé að ræða hvað varðar upplýsingagjöf frá bændum til neytenda. 

Heimir, Gulli og Þráinn fengu Svein Margeirsson, forstjóra Matís, í viðtal vegna þessa í Bítið á Bylgjunni og kom fram í máli Sveins að gera þarf ákveðnar breytingar á lögum til þess að bændur geti skapað aukin verðmæti, sjálfum sér og þjóðinni allri til heilla. 

Viðtalið við Svein.

Fréttir

Vinnustofa um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda

Tengiliður

Stefán Þór Eysteinsson

Fagstjóri

stefan@matis.is

Vinnustofan verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands 1.-2. október

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ heldur í samstarfi við Matís og Hafrannsóknastofnun vinnustofu um hagnýtingu átu og mesópelagískra tegunda í Hátíðarsal Háskóla Íslands dagana 1.-2. október. Vinnustofunni er ætlað að fara yfir stöðu þekkingar á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum með tilliti til framtíðarnýtingar.

Megináhersla verður lögð á þær áskoranir sem fylgja mögulegri nýtingu á rauðátu, ljósátu og miðsjávarfiskum og hvernig hægt sé að mæta þeim áskorunum.

Fulltrúar frá vísindasamfélaginu og iðnaðnum mæta ásamt fulltrúum rannsóknarsjóða og kynnt verður hvernig sjóðirnir geta komið að því að leysa þessar áskoranir í samstarfi við þá.

Workshop1_1537884125809
Workshop1_1537884125809

Fréttir

Örslátrun til nýsköpunarörvunar í sveitum landsins

Sala afurða beint frá býli fer vaxandi. Haldast þar í hendur aukning ferðamanna, breytt neyslumynstur og vilji bænda til að sinna auknum óskum neytenda um staðbundna framleiðslu (e. local food). Sökum þessa er lagt til að reglur verði aðlagaðar þannig að bændum verði gert kleift að slátra, vinna og selja neytendum beint afurðir úr eigin bústofni.

Verði bændum gert kleift að slátra, vinna og selja neytendum beint mun það stuðla að aukinni nýsköpun í sveitum landsins og viðhalda mikilvægri verkkunnáttu fyrir fæðuöryggi Íslendinga. Því leggur Matís til að gefið verði upp á nýtt og tækifæri til verðmætasköpunar sett í hendur bænda.

Heimaslátrun er leyfileg á lögbýlum, þar sem afurðir úr slíkri slátrun er eingöngu ætlaðar til notkunar á býlinu sjálfu. Hverskyns dreifing eða sala er bönnuð. Það er alkunna að þær reglur eru sniðgengnar. Að teknu tilliti til fyrirkomulags í Þýskalandi og í fleiri löndum ætti að aðlaga reglur þ.a. heimaslátrun, þar sem dreifing og sala afurða fer fram sé möguleg. Kalla mætti slík sláturhús örsláturhús.

Við viljum öll neyta öruggra og heilnæmra matvæla áhyggjulaust

og er áhættumat forsenda þess. Auk þess tryggir áhættumat

framleiðendum þann sveigjanleika sem þarf til að stunda sjálfbæra nýsköpun.

Í örsláturhúsum geta sauðfjárbændur nýtt möguleika sína til aukinnar verðmætasköpunar og lífvænlegra rekstrarumhverfis, sér og þjóðinni allri til heilla. Mikilvægt er þó að muna að allar breytingar sem þessar geta ekki átt sér stað án innleiðingar áhættumats, enda skal matvælaöryggis ávalt gætt. 

Tillaga Matís í heild sinni varðandi reglur um örsláturhús (pdf skjal).

Fréttir

Hver er þín sýn á framtíðina? – Taktu þátt!

Vísinda- og tækniráð býður öllum að taka þátt í mótun vísindastefnu Íslands |  Vísinda- og tækniráð efnir til opins samráðs við íslenskt samfélag um skilgreiningu brýnustu samfélagslegu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir.

Öllum er boðið að taka þátt í samráðinu með því að svara nokkrum spurningum á síðunni  www.samfelagslegaraskoranir.is.

Einnig býður Vísinda- og tækniráð öllum áhugasömum að heimsækja sýningarbás sinn á Vísindavöku Rannís 2018 sem haldin verður í Laugardalshöllinni föstudaginn 28. september 2018, kl. 16:30-22:00, fylla út könnunina og að ræða við fulltrúa Vísinda- og tækniráðs á staðnum. 

Sjá nánar: www.visindavaka.is.

Fréttir

Síðasti bændamarkaðurinn þetta árið – hefur þú smakkað lambakjöt af nýslátruðu?

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Síðasti bændamarkaðurinn á Hofsósi fer fram nk. sunnudag, 30. september en samtals hafa markaðirnir verið fjórir þetta sumarið. Markaðurinn fer fram í Pakkhúsinu frá kl. 12-15.

Um bændamarkað Hofsósi

Markmiðið er að gera frumframleiðslu svæðisins aðgengilega heimafólki og jafnframt að stuðla að aðgengi ferðamanna að menningarsögu og hefðum svæðisins, sem matarmenning og handverk eru mikilvægur hluti af. Markaðurinn leggur áherslu á hefðbundnar skagfirskar afurðir.  Markaðurinn er vettvangur þar sem umbúðalaus verslun afurða nærumhverfisins á sér stað, með áherslu á vistvænar og sjálfbærar aðferðir, allt í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga sem og áherslur Slow Food.

Þar verður í boði margskonar góðgæti beint frá býli; lambakjöt af nýslátruðu, nautakjöt, geitakjöt, reykt kjöt, grafið kjöt, grænmeti, sumarblóm, afskornar rósir, siginn fisk, harðfisk, hákarl, kornhænuegg, andaregg, hænuegg, hunang, smyrsl, krem og fleira. 

Auk þess munu gestir fá forsmekkinn af því hvernig bitakeðjan (blockhain) getur tryggt örugga upplýsingagjöf frá bændum til neytenda. 

Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Nánari upplýsingar um Bændamarkaðinn Hofsósi og opnunartíma eru aðgengilega á Facebook síðu markaðarins ( Bændamarkaður Hofsósi ) og á Facebook síðu Matís ( MatisIceland ).

Verið velkomin!

Fréttir

Svipull er sjávarafli

Þörf er á því að vandað sé til verka við þróun atvinnulífsins. Þó Íslendingum hafi gengið vel að gera mikil verðmæti úr endurnýjanlegum auðlindum sjávar, sumpart betur en öðrum, er slíkt engin trygging fyrir Íslendingar skari fram úr á þessu sviði til frambúðar. Þess sáust skýr merki á síðasta ári. Því er mikilvægt að auka sókn fram á við með rannsóknum og þróun í tengslum við sjávarútveg frekar en að draga í land.

Íslendingar öfluðu meira úr sjó á árinu 2017, þrátt fyrir langt verkfall sjómanna, en þeir gerðu á árinu 2016. Á árinu 2017 nam magn útfluttra sjávarafurða um 52% af lönduðum heildarafla, árið áður var sambærilegt hlutfall 54%. Árið 2016 var að líkindum besta ár íslensk sjávarútvegs ef litið er til verðmætasköpunar í útflutningi fyrir hvert landað kg. Árið 2016 fengust 1,3 XDR útflutningsverðmæti fyrir hvert landað kg. Árið 2017 skilaði útflutningur sjávarafurða 1,13 XDR á hvert kg landaðs afla, lækkun um 13%. Svipaða þróun mátti sjá í 17% lækkun aflaverðmætis í íslenskum krónum milli áranna 2016 og 2017. Við veiddum um fjórðungi meira af uppsjávartegundum árið 2017 en árið 2016, en aflaverðmæti uppsjávartegunda var lægra í íslenskum krónum árið 2017 en 2016. Þorskafli var 5% minni árið 2017 en 2016, aflaverðmæti þorsks dróst saman um 16% milli ára.

Timalina_2017_islat4x

Útflutningsverðmæti, nýting og heildarveiði

Síðastliðið haust var bent á það að frá árinu 2010 hefur flökt frekar einkennt verðmætasköpun í sjávarútvegi hérlendis frekar en aukning sem mátti sjá með meira afgerandi hætti frá stofnun AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, 2003, og Tækniþróunarsjóðs Vísinda- og tækniráðs, 2004, fram til 2010 eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Stuðningur þessara lykilsjóða við nýsköpunarverkefni hefur stuðlað að þróun virðiskeðju íslensks sjávarfangs, nýjar aðferðir og lausnir byggðar á þekkingu hafa verið innleiddar í daglegan rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Markaðsaðstæður og aflasamsetning hafa jafnframt mikil áhrif á verðmætamyndun við veiðar og vinnslu sjávarfangs.

Fyrirtæki sem veiða, verka, flytja og selja fiskafurðir sem og fyrirtæki, sem þjónusta framangreind fyrirtæki m.a. með þróun tækjabúnaðar, hafa í samstarfi við Matís unnið með stuðningi AVS sjóðsins, Verkefnasjóðs sjávarútvegsins og/eða Tækniþróunarsjóðs að verkefnum sem stuðlað hafa að auknum verðmætum.

Fao-fo-isl

Fiskverðvísitala FAO og útflutningsverðmæti kg í afla í XDR

Borið saman við fiskverðsvísitölu Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. FAO Fish Price Index) má sjá vísbendingar um mun á þróun verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi og þróunar fiskverðs skv. FAO og til frekari glöggvunar er hér að neðan jafnframt dregin upp lína sem sýnir þróun útflutningsverðmæta færeysks sjávarútvegs m.v. landaðan afla.

Afli-tonn-xdr

Afli og útflutningsverðmæti í XDR á kg afla

Ef litið er til aflamagns og útflutningsverðmætis í SDR (XDR) er ljóst að mikill afli er ekki ávísun á mikil verðmæti fyrir hvert landað kg. Jafnframt má sjá að frá því að lagt er upp með að auka verðmæti sjávarfangs með hagnýtingu rannsókna og þróunar við stofnun AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi árið 2003 og Tækniþróunarsjóðs árið 2004, fremur en að kappkosta það að auka magn sjávarfangs virðist sem meiri útflutningsverðmæti fáist fyrir hvert kg sem dregið er úr sjó.

Árið 2011 var hæstri fjárheimild veitt af fjárlögum í AVS. Sama ár hófst niðurskurður á fjárframlögum til matvælarannsókna á föstu verðlagi af fjárlögum. Á fjárlögum yfirstandandi árs er fjárheimild AVS innan við 44% af því sem mest var, árið 2011. Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár (2019) er lagt upp með 12% niðurskurð á framlögum til matvælarannsókna (grunnur þjónustusamnings Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Matís), 9% skerðingu á framlögum úr ríkissjóði til AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og 55% samdrætti á heildargjöldum Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í frétt á vef Fiskifrétta sagði um lækkun tekna Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins að Hafrannsóknastofnun ráðgerði 340 milljón króna lækkun á tekjuáætlun sinni. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 323 milljón króna lækkun á gjöldum Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins. Í framlögðu fjárlagafrumvarpi er boðaður niðurskurður á framlögum til matvælarannsókna (Matís) 12%. Tekjur Matís af styrkjum AVS við rannsóknaverkefni hafa numið um 27% af framlagi til matvælarannsókna. Tekjur Matís af styrkjum Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins hafa numið um 12% af framlagi til matvælarannsókna.
Það er því ekki tryggt að við getum búist við viðlíka fjölda af nýjungum í tengslum við íslenskan sjávarútveg á næstunni, sem mun eflaust koma niður á kynningarstarfi Íslenska Sjávarklasans.

Hringur_2017_islat4x

Nýting þorks 2017

Árið 2017 nýttu Íslendingar um 72% af þorskafla til framleiðslu á vörum sem fluttar voru úr landi eða neytt hér heima, skv. Hagtölum. Nýting Íslendinga á þorski árið 2017 var í takti við nýtingu ársins 2013 en nokkru minni en árið 2015 þegar sambærilegt hlutfall var um 77%.

1981-2017-xdr

Afli og verðmæti þorsks 1981 og 2017

Til gamans má varpa fram mynd sem sýndi hvaða verðmæti Íslendingar sköpuðu með veiðum og vinnslu á þorski á árinu 1981 og svo aftur í fyrra. Árið 2017 skapaði þorskafli Íslendinga útflutningsverðmæti sem nam um 565 milljónum í XDR, umtalsvert meiri verðmæti en árið 1981, þó þorskafli ársins 2017 hafi verið um 55% af þorskafla ársins 1981. Hvert aflað kg árið 1981 skilaði um 0,54 XDR í útflutningsverðmætum en árið 2017 skilaði hvert aflað kg, m.v. hagtölur 2,23 XDR í útflutningsverðmætum. Óskandi er að Íslendingum takist að skapa enn meiri verðmæti úr fiskistofnunum sem þrífast á hafsvæðunum umhverfis landið í framtíðinni.

Í þessu samhengi má geta þess að á morgun, miðvikudaginn 26. september 2018, fer fram í Hörpu Sjávarútvegsdagurinn, milli klukkan 08:00 og 10:00, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins.

IS