Contact
Halla Halldórsdóttir
Quality and Safety Manager and Data Protection Officer
halla.halldorsdottir@matis.is
Vottunin staðfestir að örverurannsóknastofa Matís í Reykjavík uppfyllir reglur um góða starfshætti í lyfjagerð. Þessi viðurkenning bætist við aðrar faggildingar rannsóknastofunnar, frá Swedac (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) og NYSDOH (New York State Department of Health) og undirstrikar að gæðakerfi rannsóknastofunnar og starfshættir hennar tryggja áreiðanlegar og trúverðugar niðurstöður í hvívetna.
GMP vottunin hefur sérstaka þýðingu gagnvart viðskiptavinum Matís í lyfjaiðnaði. GMP stendur fyrir Good Manufacturing Practice (GMP), en öll meðhöndlun og umsýsla lyfja s.s. framleiðsla, innflutningur, dreifing, notkun, verkun og tilraunir með lyf lúta ákveðnum skilgreindum gæðastöðlum sem Lyfjastofnun heldur utan um.
Vonir standa til þess að GMP vottunin greiði fyrir því að fyrirtæki í lyfjaiðnaði og aðrir aðilar sem starfa í GMP umhverfi geti nýtt sér þjónustu örverurannsóknastofu Matís sér til gagns.
Á myndinni er Halla Halldórsdóttir gæða- og öryggisstjóri Matís.