Dalahvítlaukur

Project title: Dalahvítlaukur

Partners: Fyrirtækið Svarthamar vestur sem framleiðir vörur undir nafninu Dalhvítlaukur

Research Fund: Icelandic Food Innovation Fund (is. Matvælasjóður)

Initial year: 2024

Service Category:

vegetables-and-grains

Contact

Óli Þór Hilmarsson

Project Manager

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matís vinnur við verkefnið Dalahvítlauk samkvæmt samningi við fyrirtækið Svarthamar vestur sem ræktar hvítlauk að Neðri Brekku í Saurbæ í Dölum. Þróaðar verða þrjár afurðir þar sem hvítlaukur er meginuppistaða varanna: hvítlauks„confit“, hvítlauksolía og hvítlauks-blóðbergssalt. Vöruþróunin fer alfarið fram í aðstöðu Matís að Vínlandsleið.

Stefnt er á að þróa þrjár afurðir þar sem hvítlaukur er meginuppistaða vörunnar. Svarthamar vestur er að hefja þriðja ár í framleiðslu á hvítlauk að Neðri Brekku í Saurbæ í Dölum undir nafninu Dalahvítlaukur. Megin framleiðslan er heill hvítlaukur. Þegar laukar eru brotnir upp í útsæðisrif, þá falla til rif sem eru ekki nógu stór til að nota sem útsæði og að auki hvítlaukar sem eru hentugir í framleiðslu. Vöruþróunin fer alfarið fram í aðstöðu Matís að Vínlandsleið. Vörurnar sem fara í þróun að þessu sinni eru hvítlauks„confit“, hvítlauksolía og hvítlauks-blóðbergssalt. En fyrir er í framleiðslu, sölu og dreifingu hvítlaukssalt undir heitinu „Skjöldur“. Byrjað var á Hvítlauks“confit“ sem hlotið hefur nafnið „Bersir“. Confit sem er franska dregið af „confire“ sem þýðir að varðveita og það er hægt að varðveita matvæli með langtímaeldun í eigin fitu eða a.m.k. í fitu og það er gert í hér. Hvítlauksrifin eru bökuð í olífuolíu í langan tíma þar til réttum lit og áferð er náð, þá er rifum og olíu í réttum hlutföllum komið á krukkur. Í hvítlauks-blóðbergsaltið, sem hlotið hefur nafnið „Auður“ fer auk salts frá Saltverk og Dalahvítlauk, handtínt blóðberg frá Íslenskri hollustu, blandað í réttum hlutföllum með maukuðum hvítlauk og salti, og síðan sett í þurrkun áður en pakkað er. Loka varan verður síðan hvítlauks „Infused“ olífuolía, „Hyrna“ stefnt er á að sú vara komið á markað með vorinu.

Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir