Lús-eDNA: Greining laxalúsar með umhverfiserfðatækni

Project title: Lús-eDNA

Partners: Hafrannsóknastofnun, Arctic Fish

Research Fund: Umhverfissjóður Sjókvíaeldis

Initial year: 2021

Service Category:

fish farming

Contact

Davíð Gíslason

Project Manager

davidg@matis.is

Eins og öllum er ljóst er laxalús mikill skaðvaldur í sjókvíaeldi sem kostar atvinnugreinina gífurlegar fjárhæðir og setur svartan blett á greinina sökum dýravelferðarsjónarmiða. Það hefur reynst flókið að eiga við þennan skaðvald sem oft er illgreinanlegur fyrr en allt er komið í óefni.

Markmið þessa verkefnisins er að þróa einfalda, hraðvirka og ódýra aðferðir við greiningar á laxalús í sjókvíum með umhverfiserfðaefni. Allar lífverur skilja eftir sig erfðaefni í því umhverfi sem þær lifa í, svonefnt umhverfiserfðaefni (eDNA – environmental DNA). Ör framþróun hefur átt sér stað í erfðagreiningartækni sem gerir magngreiningu á umhverfiserfðaefni mögulega með tiltölulega ódýrum og einföldum aðferðum. Væntingar standa því til að afurð verkefnisins muni verða til þess að fiskeldisfyrirtæki geti fylgst betur með því hvort lúsafaraldur sé í aðsigi og grípa þá til ráðstafana áður en skaðinn er skeður.