Fréttir

Evrópsk háskólasamtök í heimsókn á Matís – BEST

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Alls eru 85 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum, en íslenskt aðildarfélag var stofnað af nemendum Háskóla Íslands árið 2005 (www.BESTreykjavik.com).

Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða.

Þess má geta að þeir nemendur sem komust að á þessu námskeiði þurfa einungis að greiða fyrir hluta fargjalds til og frá landinu en styrkur var fenginn frá Evrópu unga fólksins (Youth in Action) fyrir öllum öðrum kostnaðarliðum námskeiðsins fyrir hvern þátttakanda.

Gríðarlega mikill áhugi var fyrir námskeiðinu en alls sótti fjöldinn allur af evrópskum háskólanemum um þátttöku. Þar sem fjöldi þátttakanda var takmarkaður komst einungis hluti til Íslands að þessu tilefni. Fjöldi umsókna sýnir að mjög mikill áhugi er hjá menntuðum evrópskum ungmennum að læra af Íslendingum og kynnast landi og þjóð.

Nánari upplýsingar má finna á www.bestreykjavik.com.

BEST 1