Fréttir

Fiskprótein geta aukið verðmæti fiskafurða

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Með því að nýta fiskprótein sem unnið er úr afskurði sem fellur til við fiskvinnslu má auka verðmæti fiskafurða um allt að 3 milljarða króna, segir í grein Fiskifrétta um Matís og fyrirtæki þess, Iceprotein, á Sauðárkróki.

Með því að nýta fiskprótein sem unnið er úr afskurði sem fellur til við fiskvinnslu má auka verðmæti fiskafurða um allt að 3 milljarða króna, segir í grein Fiskifrétta um Matís og fyrirtæki þess, Iceprotein, á Sauðárkróki.

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, segir jafnframt í samtali við Fiskifréttir að hægt sé að auka verðmæti fiskflaka um 10-17% með því að bæta í þau fiskpróteinum og auka þannig nýtingu, gæði og um leið útflutningsverðmæti.

Fiskprótein notað í heilsuvörur

Sjöfn segir að próteinvinnslan sé enn á tilraunastigi. “Við vitum að þetta er hægt og næsta stig er að skilgreina aðferðina og kynna vöruna fyrir fiskframleiðendum. Ég sé fyrir mér að í framtíðinin veðri vinnsluaðferðin flutt inn í fiskvinnslufyrirtæki og próteinið framleitt þar,” segir Sjöfn í samtali við Fiskifréttir.

Þá segir Sjöfn: “Auk þess að prófa okkur áfram með framleiðslu á próteinmassa erum við líka að gera tilraunir með að þurrka fiskprótein og breyta í duft. Í framhaldi verður svo athugað hvort hægt sé að nota það sem íblöndunarefni í önnur matvæli. Duftið er hvítt á litinn og bragðlaust og hentar vel í alls konar heilsuvörur og íþróttafæði…”