Fréttir

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 – Matís með erindi og fleira

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fræðaþing landbúnaðarins 2009 fer fram dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar (fyrri dagur, f.h.) og í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu.

Á þinginu verður boðið upp á fjölbeytt erindi og munu starfsmenn Matís flytja allmörg þeirra og koma með önnur innlegg svosem eins og einblöðunga ofl.

Upplýsingar um fræðaþingið frá skipuleggjendum þess:

Fyrir hönd stofnana okkar boðum við til Fræðaþings landbúnaðarins 2009 sem haldið verður samkvæmt meðfylgjandi dagskrá dagana 12. og 13. febrúar nk. í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar (fyrri dagur, f.h.) og í ráðstefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu.

Þátttakendum á Fræðaþinginu, sem gista vilja á Hótel Sögu eða Hótel Íslandi eru boðin eftirfarandi kjör:

Gisting með morgunverði:
Hótel Saga
Eins manns herbergi – kr. 8.000
Tveggja manna herbergi – kr. 9.000
Park Inn
Eins manns herbergi – kr. 7.000
Tveggja manna herbergi – kr. 8.000

Gistingu þarf að panta með góðum fyrirvara og geta þess að um Fræðaþing sé að ræða. Pantanasími er 525 9900.

Ráðstefnugjald er kr. 12.000 og er innifalið í því fundargögn og kaffi/te.

Ráðstefnuritið kostar kr. 4.000 í lausasölu. Fyrirlesarar og fundarstjórar eru undanþegnir gjaldinu. Drög að dagskrá fundarins fylgja.

Að þessu sinni gefst þátttakendum á Fræðaþinginu kostur á að kaupa hádegisverðbáða þingdagana á Hótel Sögu. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig til hádegisverðar um leið og þeir skrá þátttöku á þingið.          

Vakin er athygli á að skráning fer fram á heimasíðunni http://www.bondi.is/ og einnig í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 8:15. Dagskráin byrjar stundvíslega kl. 9:00.

Dagskrá þingsins má finna á heimasíðunni http://www.bondi.is/  og verður hún uppfærð reglulega.