Fréttir

Fundur í EuroFIR verkefninu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ísland er aðili að evrópsku öndvegisneti (Network of Excellence) um efnainnihald matvæla og leiðir til að miðla upplýsingunum með gagnagrunnum og interetinu. Verkefnið gengur undir heitinu EuroFIR og heyrir undir 6. rammaáætlun ESB. Matís stýrir íslenska hluta verkefnisins og nú stendur yfir tveggja daga fundur í verkefninu, sem haldinn er í húsakynnum Matís á Skúlagötu 4. Á fundinum er fjallað um lífvirk efni í matvælum, en unnið er að sérstökum evrópskum gagnagrunni um þessi efni.

Hannes Hafsteinsson, verkefnastjóri á Matís, sér um þennan þátt verkefnisins og stendur fyrir fundinum.

Fundur á Matís í EuroFIR-verkefninu 25. maí 2007

Verkefið EuroFIR (European Food Information Resource Network) hófst 2005 og lýkur árið 2009 og þátttakendur eru 40 stofnanir frá 21 Evrópulandi, en yfirumsjón verkefnisins er hjá Institute of Food Research í Norwich í Bretlandi. Markmið verkefnisins er að byggja heilsteyptan og aðgengilegan gagnagrunn um innihaldsefni evrópskra matvæla, m.t.t. næringargildis þeirra og nýlegra lífvirkra efna sem kunna að hafa heilsubætandi áhrif.

EuroFIR fundur 25. maí 2007
Matvælarannsóknir Keldnaholti (Matra) var upphaflega íslenski þátttakandinn og hefur Matís nú tekið við þessu hlutverki. Byggt var upp samstarfsnet hér á landi vegna verkefnisins með þátttöku Rf (nú Matís), Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, Lýðheilsustöðvar, Umhverfisstofnunar og Hugsjár ehf. Ólafur Reykdal, Matís, er verkefnisstjóri íslenska hlutans.

Nokkur af markmiðum EuroFIR verkefnisins eru:

Samræming evrópskra gagnagrunna um efnainnihald matvæla.
Netvæðing gagna.
Aukin gæði gagnanna og Evrópa verði í forystu í heiminum á þessu sviði.

Mikilvægi verkefnisins fyrir Íslendinga felst meðal annars í eftirfarandi þáttum:

Verkefnið styrkir Íslendinga faglega með beinum samanburði við það sem er gert erlendis.
Auknar kröfur verða gerðar til gagna um efnainnihald matvæla og það kemur notendum til góða (neytendum, atvinnuvegum, rannsóknafólki, skólum o.fl.). Vinna við matarhefðir og lífvirk efni getur varpað ljósi á sérstöðu íslenskra matvæla. Tengsl við erlenda vísindamenn og stofnanir er mikilvæg.
Verkefnið er gott dæmi um það að innlendir aðilar verða að leggja saman krafta sína til að þátttaka í stórum erlendum verkefnum gangi upp.

Ísland tekur þátt í vinnu við sex undirverkefni EuroFIR verkefnisins:

1.      Þróun, samhæfing og netvæðing gagnagrunna um efnainnihald matvæla.

2.      Aðferðir til að meta samsetningu unninna matvæla.

3.      Samsetning og framleiðsla hefðbundinna matvæla

4.      Mat á gögnum um lífvirk efni.

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) var lykilatriði þegar unnið var að því að komast inn í verkefnið. Uppbygging gagnagrunnsins hófst hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1987 en hann nú vistaður hjá Matís.

Nánari upplýsingar um EuroFIR- verkefnið veita Ólafur Reykdal og Hannes Hafsteinsson.Vefsíða EuroFIR