Fréttir

Getur þang haft jákvæð áhrif á blóðsykur? Viltu taka þátt til auka þekkingu?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Rannsóknarstofa í Öldrunarfræðum, Landakoti 5L og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands óskar eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

  • Þátttakendur þurfa að vera heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar, 40 ára og eldri.  Þátttakendur með líkamsþyngdarstuðul 30 kg/m2 eða hærri geta tekið þátt (sjá töflu með útreiknuðum líkamsþyngdarstuðli hér að neðan). Þátttakendur sem stunda reglulega hreyfingu eru útilokaðir frá þátttöku sem og þungaðar konur eða konur með barn á brjósti.
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif mismunandi skammtastærða af blöðruþangsútdrætti á skammtíma blóðsykur hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum.
  • Þátttaka í rannsókninni felst í því að mæta þrisvar sinnum í tvo og hálfa tíma í blóðsykurpróf og líkamsmælingar. Þátttakendur munu fá mismunandi skammta af blöðruþangsútdrætti ásamt 50 g af kolvetnum í hverri komu. Framkvæmdar verða mælingar á líkamssamsetningu, hæð og þyngd. Auk þess verða þátttakendur beðnir um að upplýsa um almennt heilsufar.
  • Blöðruþang (Fucus vesiculosus) er ríkt af joði, ómeltanlegri sterkju, salti og lífvirkum efnum. Blöðruþangsútdráttur verður til þegar ákveðin lífvirk efni eru dregin út úr blöðruþanginu og einangruð. Þessi lífvirku efni eru sett í hylki úr gelatíni til að auðvelda inntöku. Notkun á blöðruþangi til manneldis er þekkt og rannsóknir á lífvirkum efnum í blöðruþangi bæði hérna á Íslandi og erlendis benda til þess að blöðruþangsútráttur getur haft jákvæð áhrif á blóðsykursstjórn þar sem blöðruþangsútráttur dregur úr upptöku kolvetna í meltingarvegi.
  • Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Áhugasamir sem uppfylla ofangreind skilyrði eru beðnir um að hafa
samband við Anítu Sif Elídóttur í síma 844-7131 eða senda tölvupóst á anitas@landspitali.is


Aníta Sif Elídóttir
 er næringarfræðingur og starfsmaður á Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og hjálpar við framkvæmd rannsóknarinnar.

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Alfons Ramel, Prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands (alfonsra@hi.issími: 543-9875).

Þeir sem hafa samband við rannsakendur eru eingöngu að lýsa yfir áhuga á frekari upplýsingum en ekki skuldbinda sig til þátttöku.

Tafla 1 – Lágmarksþyngd sem þarf til að uppfylla skilyrði um líkamsþyngdarstuðul ≥ 30 kg/m2

Hæð (m)Þyngd (kg)
1,6077
1,6279
1,6481
1,6683
1,6885
1,7087
1,7289
1,7491
1,7693
1,7895
1,8097,5
1,8299,5
1,84101,5
1,86104
1,88106
1,90108,5
1,92110,5
1,94113
1,96115
1,98118
2,00120

Líkamsþyngdar stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd samkvæmt formúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2).

HI_Landspitali_rannsokn