Fréttir

Guðjón Þorkelsson prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Guðjón Þorkelsson, starfsmaður Matís, fékk fyrir stuttu stöðu prófessors við Háskóla Íslands. Guðjón hefur lengi kennt við háskólann eða allar götur síðan 1978. Guðjón lagði stund á líffræði við HÍ þaðan sem hann útskrifaðist árið 1977 og nám í matvælafræði í kjölfarið en Guðjón er með meistaragráðu í matvælafræði frá háskólanum í Leeds í Englandi þaðan sem hann útskrifaðist 1981. Auk þessa situr Guðjón í stjórn Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Hjá Matís er Guðjón með yfirumsjón með öllu sem tengis menntun og matvælaframleiðslu og er Guðjón mikilvæg tenging Matís við háskólana á Íslandi. Við erum afar stolt af prófessorsstöðu Guðjóns og hlökkum til að takast á við framtíðar verkefni saman.

Guðjón hélt fyrirlestur á sérstökum kynningarfyrirlestri í sl. viku en á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands er haldið upp á framgang eða ráðningu nýrra prófessora með slíkri kynningu. Athöfnin hófst með stuttu yfirliti yfir helstu störf Guðjóns, en síðan tók hann sjálfur við og flutti erindi um störf sín og framtíðarsýn í kennslu og rannsóknum.
 
Matís óskar Guðjóni innilega til hamingju með prófessorsstöðuna.