Fréttir

MAKEathon á Íslandi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís mun halda svokallað MAKEathon á fjórum stöðum á Íslandi, frá 10. til 18. september næstkomandi, þar sem áhersla verður lögð á nýtingu hliðarafurða úr sjávarútvegi. Viðburðurinn er hluti af verkefninu MAKE-it! sem er fjármagnað af Evrópusambandinu (EIT Food).

MAKEathon fer fram í Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og á Vestfjörðum (Bolungarvík/Ísafirði). Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem leggur áherslu á að búa eitthvað til með höndunum til þess að mæta ákveðinni áskoruninni eða vandamáli. Að þessu sinni mun þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn koma saman til að finna lausnir við eftirfarandi áskorun:  

Hvernig getum við aukið verðmæti á aukahráefni úr sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?

Þátttakendur fá að vinna með hráefni, bein og roð af fiski, og fá tækifæri til að „leika sér“ með það og búa til úr því frumgerð að vöru. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru.

MAKEathonið í Reykjavík, Akureyri og Neskaupsstað þarf að fara fram að mestu í gegnum netið.* Þátttakendur fá tækifæri til að fara í FabLab og vinna að því að búa til frumgerðina sína. Það er þó valkvæmt og þátttakendum er velkomið að vinna verkefnið að heiman.

Dagskrá MAKEathon (PDF)

MAKEathonið á Bolungarvík/Ísafirði fer fram í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og munu þátttakendur hittast til að vinna verkefnið.*

*Við þá hluta verkefnisins sem þátttakendur hittast eða hitta aðra verður öllum reglum yfirvalda er tengjast samskipti og samkomur vegna COVID-19 fylgt.

MAKEathonin eru opin öllum, engrar sérþekkingu í fiskvinnslu eða öðru er krafist og það er mögulegt að taka þátt og vinna verkefnið samhliða vinnu/skóla.

Til að fylgjast með upplýsingum um MAKEathonin er hægt að fara á Facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/MAKEitSEAFOOD.