Fréttir

Matís fundar á Vestfjörðum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í vikunni munu nokkrir starfsmenn Matís halda til Vestfjarða og funda um tækifæri sem nú eru í matvælaiðnaði á svæðinu.

Matís rekur starfsstöð á Ísafirði. Megináhersla í starfsemi Matís á Vestfjörðum er þróun vinnsluferla í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu, almenn tækniráðgjöf fyrir viðskiptavini Matís í formi hönnunar og tæknivinnu. Einnig er lögð áhersla á fiskeldi, einkum þorskeldi í sjó, og þar fer einnig fram öflugt rannsókna- og þróunarstarf í góðu samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.

Mikil forsenda er til staðar á þessu svæði til að horfa auk þess til annarra þátta og efla þá enn frekar. Smáframleiðsla matvæla er einn þáttur sem efla má. Matís hefur nú um allnokkurt skeið starfrækt Matarsmiðju á Höfn í Hornafirði þar sem notendur læra rétt vinnubrögð frá upphafi. Með aðstöðunni í Matarsmiðjunni á Hornafirði gefst einstakt tækifæri til nýsköpunar í smáframleiðslu matvæla. Nú þegar er fjöldi verkefna komin í gang í Matarsmiðjunni og koma frumkvöðlar m.a. úr Reykjavík til vöruþróunar og smáframleiðslu (nánar um Matarsmiðjuna hér).

Aðrir þættir svosem bætt nýting á fersku sjávarfangi og lífefnavinnsla úr hráefni sem annars myndi ekki nýtast, t.d. afskurður í fiskvinnslum. Markaður með heilsuvörur með lífvirkum efnum er geysistór og veltir hundruðum milljarða á ári á heimsvísu og því er eftir miklu að slægjast í þessum efnum.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þróunarsetursins, Árnagötu 2-4 á Ísafirði, þriðjudaginn 5. október kl. 20. Fundarstjórn verður í höndum Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra á Ísafirði.

Fundurinn er öllum opinn og er fólk hvatt til þess að mæta.

Dagskrána á pdf formi má finna hér.