Fréttir

Meistaravörn í matvælafræði –Kaldhreinsun á olíu úr átu og uppsjávarfiskvinnslu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Jónas Baldursson, meistaranemi í matvælafræði, heldur opinn fyrirlestur í tengslum við meistaravörn sína á verkefninu „Kaldhreinsun á olíu úr átu og uppsjávarfiskvinnslu. Áhrif hitastigs á kaldhreinsun á verðmætum fitusýrum úr hliðarstraumum fiskmjöls og lýsisvinnslu”.

Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 30. janúar kl. 15:30 í stofu 312 hjá Matís að Vínlandsleið 14. Allir áhugasamir velkomnir!