Fréttir

Neytendakönnun á Rf: heppnir vinningshafar dregnir út

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Könnun á viðhorfi ungs fólks til fiskneyslu hófst þann 1. júní sl og lauk í gær, 3 júlí. Könnunin, sem er liður í umfangsmiklu verkefni sem unnið er að á Rf, náði til ungs fólks á aldrinum 18-45 ára og var þátttökutilboð sent til 3500 manna slembiúrtaks fólks úr þjóðskrá á þessum aldri og viðkomandi boðið að taka þátt í viðhorfskönnun um fiskneyslu. Góð þátttaka var í könnuninni, enda glæsilegir vinningar í boði fyrir heppna þátttakendur.

Verkefnið sem hér um ræðir nefnist Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða og hófst árið 2005 og er áætlað að því ljúki árið 2008. Markmið verkefnisins, sem AVS-sjóðurinn styrkir, er að stuðla að aukinni neyslu fisks með neyslukönnunum og kynningarátaki.

Íslendingar hafa lengi verið á meðal mestu fiskneysluþjóða í heimi og tengja það oft langlífi og góðu heilsufari þjóðarinnar almennt, en nú eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum, enda hefur fiskneysla minnkað mikið á fáum árum eða um a.m.k. 30% og mest meðal ungs fólks.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Rf, Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala Háskólasjúkrahús, fyrirtækisins Icelandic Services og einnig taka nemendur við Háskóla Reykjavíkur þátt í verkefninu.

Í dag voru nöfn vinningshafa í könnuninni dregin út og var niðurstaðan eftirfarandi:

VINNINGAR: Kóði  vinningshafa:
 Icelandair Ferð fyrir tvo til Berlínar með Flugleiðum RCYCQ
 Glitnir 2 x 15.000 kr frá GlitniHHSODLRFWL
 Sjávarkjallarinn Út að borða fyrir 2 á Sjávarkjallaranum KCPUB
Þjóðleikhúsið3 x2  leikhúsmiðar í ÞjóðleikhúsinuDRSCCQCWCDFFUFB
SkólabrúÚt að borða fyrir 2 á SkólabrúJYFHM
Argentina Út að borða fyrir 2 á Argentínu YKGRJ
La PrimaveraÚt að borða í hádeginu fyrir 2 á La PrimaveraQYHGJ

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir í síma 530 8667 / gunna@rf.is