Fréttir

Ný Matísskýrsla um rannsóknir á mýósíni úr þorski

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Skýrslan ber titilinn Characterization of cod myosin aggregates using static and dynamic light scattering og fjallar um rannsóknir sem gerðar voru á Matís á mýósín úr þorski.

Mýósín er eitt aðal byggingarefni vöðva, bæði land- og sjávardýra. Ef þverrákóttar vöðvafrumur eru skoðaðar í smásjá má sjá einhvers konar rákir eða bönd innan í frumunum. Í þessum böndum eru aðallega svokölluð samdráttarprótein sem gera samdrátt vöðvans mögulegan. Meginsamdráttarpróteinin eru myósín og aktín. Í vöðvanum eru sameindir hvors próteins vafið saman í þræði, mýósín-þræðirnir eru mun þykkari og heita því þykku þræðirnir. Aktín-þræðirnir, eða þunnu þræðirnir, hafa jafndreifðar tengistöðvar fyrir mýósín. Mýósín og aktín eru því samtengd í vöðvanum. Við uppleysingu vöðvans hins vegar raskast þetta ofur skipulagða komplex af próteinum, og hægt er að skilja aktín og mýósín að.

Mýósín úr spendýrum hefur verið rannsakað töluvert, en minna í fiskum. Hugsanlega er ein ástæðan sú að fiskmýósín er óstöðugara en t.d. mýósín úr spendýrum. Það er samt vert að skoða hegðun þess í vatnslausnum, ef tekið er mið af því að það er væntanlega aðaldrifkrafturinn við myndun próteingelja eins og surimi og skyldra matvara.

Lesa skýrslu