Fréttir

Nýtt Evrópuverkefni á Rf: QALIBRA-Heilsuvogin

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nýlega var haldinn í Hollandi fyrsti fundur í nýju ESB-verkefni sem heitir á ensku “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Web-based tool for assessing food safety and health benefits” skammstafað QALIBRA en hefur fengið nafnið Heilsuvogin á íslensku.

Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem ESB styrkir. Rf stýrir verkefninu og verkefnistjóri er Eva Yngvadóttir, efnavekfræðingur á Rannssóknarsviði Rf. Þátttakendur í verkefninu eru, auk Íslendinga,frá Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

Makmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir munu verða settar fram í  tölfuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum.

Þegar er byrjað að kynna verkefnið og var það m.a. kynnt á SEAFOODplus ráðstefnu sem nýlokið er í Tromsö í Noregi og einnig verður það kynnt á stórri ráðstefnu um öryggi matvæla sem haldin verður  í Búdapest í Ungverjalandi 11-14 júní.  Fljótlega verður síðan opnuð heimasíða verkefnisins.

Nánari upplýsingar veitir Eva Yngvadóttir, s. 530 8600 eða eva@rf.is