Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan 2012

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Næsta sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel, dagana 8.-9. nóvember. Hér er um að ræða þriðju ráðstefnu Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. og hefur hún fengið heitið Horft til framtíðar.

Málstofur
Málstofum hefur verið gefið eftirfarandi vinnuheiti:
– Íslenskur sjávarútvegur
– Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf?
– Framtíðartækifæri í fiskeldi
– Allt  hráefni á land?
– Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi?
– Heimsframboð á samkeppnistegundum Íslendinga
– Heimsframboð samkeppnistegunda í uppsjávarfiski
– Sjávarútvegsstefna Íslands og ESB
 
Endanlegt heiti málstofa á eflaust eftir að breytast, án þess þó að breyting verði gerð á efnistökum. Við stefnum að því að dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012 verði komin á vef hennar í júní.Ráðstefnuráð

Stjórn félagsins er ráðstefnuráð og ákveður efnistök á ráðstefnunni og sér um að velja fyrirlesara. Eftirtaldir sitja nú í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar:
Kristján Hjaltason, formaður
Anna Kristín Daníelsdóttir
Finnbogi Alfreðsson
Hjörtur Gíslason
Lúðvík Börkur Jónsson
Inga Jóna Friðgeirsdóttir