Fréttir

Þekktur vísindamaður gengur til liðs við Rf

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Eins og greint var frá í frétt á vef Rf nýlega í tengslum við fiskeldisráðstefnu á Ísafirði, þá hefur Dr. Björn Þrándur Björnsson, prófessor við háskólann í Gautaborg, verið ráðinn í hlutastarf á Rf. Björn Þrándur er einn helsti sérfræðingur í Evrópu á sviði fiskalífeðlisfræði og og mun hann taka þátt í stefnumótun Rf á þessu sviði.

Björn Þrándur lauk B.S.prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 1974 og Ph.D. prófi í dýralífeðlisfræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð árið 1985. Hann stundaði rannsóknir og kennslu vð Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands á árunum 1974-78 og rannsóknir við University of California at Berkeley á árunum 1985-87. Björn hefur verið dósent við Gautaborgarháskóla frá árinu 1988.