Skýrslur

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa verðmætar afurðir til manneldis úr makríl sem veiddur er af uppsjávarskipum ásamt því að meta arðsemi slíkrar vinnslu. Afurðir makrílvinnslu til manneldis eru mun verðmætari en afurðir frá fiskimjölsvinnslu og eru mikli hagsmunir fólgnir í vinnslu til manneldis s.s. niðursuða og heitreyking. Gerðar voru tilraunir með vinnslu makríls í niðursuðu. Makríll var soðinn niður í tómatpúrre og reyktur og soðinn niður í olíu. Einnig voru gerðar tilraunir með heitreykingu á makríl. Hagkvæmni slíkrar vinnslu var gerð ásamt næmnigreiningu, miðað við 13% ávöxtunarkröfu. Jákvæðar niðurstöður tilrauna með vinnslu makríls í niðursuðu og heitreykingu ásamt arðsemismati á slíkum vinnslum, gáfu til kynna að slík vinnsla væri arðbær til lengri tíma.

The main objective of this project was to develop valuable products from mackerel for human consumption together with evaluation of profitability of such processing. Mackerel products for human consumption are more valuable than products from oil and meal processing. Trials were done on processing mackerel products from canning in oil and tomatpuré, and hotsmoking. Profitability of such process was evaluated with IRR (internal rate of return) of 13%. Favourable results of the project indicated that processing of canned and smoked products could be profitable in the long‐term.

Skoða skýrslu