Loftþurrkað lambakjöt. Forathugun / Air dried products from lamb
Markmið verkefnisins er að undirbúa samstarfsverkefni aðila á Íslandi, í Færeyjum og Noregi um þróun á loftþurrkuðum afurðum úr lambakjöti í tengslum við stofnun lítilla sprotafyrirtækja og matarferðamennsku.
Skýrslan felur í sér samantekt og greiningu á stöðu loftþurrkunar á Íslandi og könnun á markaðslegum og viðskiptalegum forsendum. Greiningin skiptist í:
(1) könnun á stöðu loftþurrkaðs lambakjöts á Íslandi
(2) áhrif framleiðsluaðferða á verkun, gæði og öryggi: samantekt á tæknilegum og öryggislegum forsendum og
(3) samantekt á forsendum þess að upprunamerkja og vernda ákveðnar afurðir.
Loks er gerð grein fyrir vali á samstarfsaðilum og mótun verkefna sem tengjast loftþurrkun lambakjöts.
The aim of the project is to prepare a cooperative project between parties in Iceland, Faeroe islands and Norway on development of new air-dried products from lamb. The product development will be done in relation with establishment of small companies and food tourism.
The report is a summation and analysis on the situation of air drying in Iceland and exploration of market and business-related issues. The analysis is divided into:
(1) exploration on the situation of air dried lamb in Iceland
(2) influence of production methods on curing, quality and safety
(3) summation of criterion for origin-based labelling and protection of specific products.
Finally, established cooperation and creation of projects linked to air dried lamb is listed.
Report closed until 01.04.2012 / Skýrsla lokuð til 01.04.2012