Skýrslur

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Útgefið:

06/09/2018

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Verkefnið Sjóvinnsla á þorskalýsi snýst um að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir lýsisvinnslu úr þorsklifur um borð í frysti- og ísfisktogurum. Í því felst samantekt á öllum kostnaði við vinnsluna ásamt fjárfestingakostnaði. Niðurstöðurnar voru teknar saman í rekstrarreikning. Að auki var fjallað um fullvinnsluferil á lýsi til manneldis og mat lagt á markaðsvirði þess. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin. Meiri hagnaður er af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en mest öll lifur frá þeim fer í sjóinn í dag.

The task of this project is to explore whether there is an operating basis for processing cod liver into oil onboard freezer- and wet fish trawlers. This includes summarizing all costs in a profit loss account. The project also considers further refining of fish oil for human consumption and its market value. The results of this project indicated that it is not profitable to process only cod liver, as more profit is gained by landing the liver fresh. However, by processing liver from cod, saithe and haddock profits can be increased and even more if all the viscera including liver is processed as well. More profits are obtained from processing fish oil onboard freezer trawlers, compared to wet fish trawlers, considering lost revenue of previously landed liver. This does not apply to freezer trawlers as they don’t utilize liver.

Skoða skýrslu